Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 51

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 51
SUNNUDAGUR 29. maí 2005 23 UMFERÐARLÍF Þessir menn grilluðu sér til gamans á umferðareyju. Sólar sig í umferðinni Virðulegur kaupsýslumaður var handtekinn í Úkraínu eftir að hafa afklætt sig við mikla umferðaræð og lagst þar í sólbað. Hinn þrítugi Dmitry Nikolaev útskýrði fyrir lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir að valda umferðartöfum, að veðrið væri einfaldlega of gott til að vinna inn- andyra þann daginn. Umferðar- öngþveiti myndaðist þegar Dmi- try stóð á nærbuxum einum fata á Leo Tolstoy-torginu og lagðist svo á steypta stéttina. Þar lá hann í klukkustund og sólaði sig með skjalatöskuna sína og vandlega samanbrotin fötin sér við hlið. ■ ■ SKRÝTNA FRÉTTIN Gripin við kynmök Lögreglan í Hollandi gómaði óprúttið par við kynmök í tómu húsi í Beuningen. Nágrannar í næsta húsi hringdu í lögreglu þeg- ar þeir heyrðu grunsamleg hljóð berast þaðan og þegar lögreglan rannsakaði málið betur fundu þeir 39 ára gamlan mann og 35 ára gamla konu í samförum á stofu- gólfi hússins. Parið sagðist hafa brotist inn í húsið í þeim eina til- gangi að stunda kynlíf, en óstöðv- andi þrá hefði rekið þau út í lög- brotið. Þau munu ekki verða ákærð fyrir innbrotið. ■ Eitt aðsóknarmesta leik- ár Leikfélags Akureyrar er nú að baki. Aðsókn á sýningar Leikfélags Akureyrar hefur ekki verið jafn góð í fjölda ára. Um 17.000 gest- ir sóttu sýningar leikhússins á Akureyri en meðaltal undanfar- inna ára er tæpir 7.000 áhorf- endur. Við töluna bætast áhorf- endur að sýningum í Reykjavík en þeir voru um 6.500 á leikár- inu. Að sögn Magnúsar Geirs Þórðarsonar leikhússtjóra var stefna leikhússins endurskoðuð síðastliðið vor. „Þetta er búið að vera afskaplega skemmtilegt ár, fólk hefur haft áhuga á því sem við erum að gera. Sýningarnar virðast hafa höfðað til fólks og listamennirnir staðið sig í stykkinu. Í vor endurskoðuðum við stefnuna og breytingarnar hafa gefist nokkuð vel,“ segir Magnús en að sögn hans var Óli- ver! stærsta sýning ársins. Um sjö þúsund manns sáu sýning- una og komust færri að en vildu á þá sýningu. Meðal annarra vinsælla sýninga voru Svik, Pakkið á móti og gestasýning á Hárinu en að sögn Magnúsar voru allar sýningarnar vel sótt- ar. Einnig lagði leikhúsið ríka áherslu á að sinna ungu fólki og þeim sem eru yngri en 25 ára buðust áskriftarkort á niður- settu verði. „Já, sú stefna að yngja upp í áhorfendahópnum gafst vel og stór hópur fólks eignaðist áskriftarkort og að sjálfsögðu eru þetta líka leikhúsgestir framtíðarinnar. Einnig sáum við um valgreinakennslu í leiklist fyrir nemendur í níunda og tí- unda bekk í samráði við Grunn- skóla Akureyrarbæjar.“ Hluti af stefnubreytingunni var einnig að leggja áherslu á að sýna líka utan Akureyrar. „Með þessu er markaðssvæði leik- hússins stækkað en við settum upp og sýndum Svik í Borgar- leikhúsinu í samstarfi við Sögn, LR og Á senunni, Ausu og Stól- ana í samstarfi við LR, einnig í Borgarleikhúsinu, og Eldað með Elvis hélt áfram í Loftkastalan- um í samstarfi við Eilíf.“ Aðspurður hvað taki við á næsta leikhúsári segir hann: „Nú er sólin farin að skína og við erum að leggja lokahönd á verkefnaval næsta árs sem verður engu minna kræsilegt. Pakkið á móti verður sýnt áfram og svo kemur bara í ljós hvaða spennandi sýningar við setjum upp,“ hilda@frettabladid.is Stendur sig í stykkinu ÓLIVER Færri komust að en vildu á þessa vinsælu sýningu Leikfélags Akureyrar sem horfir nú til baka á eitt aðsóknarmesta ár sitt. ■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.