Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 72
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Kuldaskræfur klippi› hér F í t o n / S Í A F I 0 1 3 1 5 6 Barnaver› Ver› frá 5.995 kr. 7.995 kr. *A›ra lei› me› sköttum. Börn flurfa a› vera í fylgd me› fullor›num. www.icelandexpress.is Bú›u flig undir brottför á www.icelandexpress.is Fer›afljónusta Iceland Express, Su›urlandsbraut 24, Sími 5 500 600 fiA‹ BORGAR SIG A‹ BÓKA SNEMMA Nú er rétti tíminn til a› bóka lægstu fargjöldin í skemmtilegt vetrarfrí me› Iceland Express. Smelltu flér inná icelandexpress.is, trygg›u flér lægstu fargjöldin og byrja›u a› hlakka til vetrarins! VETRARSALAN ER HAFIN ÓD†RASTA FRAMHALDSFLUGI‹! Fljúg›u me› Iceland Express til London e›a Köben. fia›an eru endalausir möguleikar á ótrúlega ód‡ru flugi til spennandi sta›a um allan heim, spurningin er bara hvert flig langar til a› fara. We have gone away on winter holiday. Please help yourself to some shark and brennivin. Greetings from the Icelandic nation Dear foreign guest Fíflaleg barátta Sumarið komið og veðrið ekki leng-ur bara fallegt út um gluggann heldur líka gott fyrir utan gluggann. Sumarið er uppáhaldsárstíminn minn þó að ég viti að það sé óskynsamlegt uppáhald hér á norðurslóð. Það er jú svo stutt. Hér væri skynsamlegast að halda upp á haustið eða vorið sem eru jú fyrirferðarmestu árstíðirnar, þökk sé Golfstraumnum sem jafnar út fyrir okkur veðurlagið. SAMT held ég mest upp á sumarið. Þá finnst mér ilmurinn góður, blómin falleg, kvakið í fuglunum seiðandi og endalaus birtan er mikill orkugjafi. Ég held mest upp á sumarið þótt óhjákvæmilegur fylgifiskur þess í mínu lífi sé fullkomlega fíflaleg bar- átta við fíflana í garðinum mínum, þessi sakleysislegu blóm sem í raun eru svo falleg en eru samt hálfgerð plága vegna þess hvað þau eru lagin að fjölga sér. Og ég hallast smám saman að því að ég sé dæmd til ósig- urs í þessari baráttu. ÁSTÆÐAN er tún sveitarfélagsins míns handan götunnar. Í dag iðar þessi túnskiki af heiðgulu fíflalífi en á næstu dögum mun gamanið kárna og fallegu gulu blómin breytast í grá- ar og ógnandi biðukollur. Í algeng- ustu vindátt liggur streng af þessu túni yfir garðinn minn svo ef að lík- um lætur munu fíflafræin svífa inn yfir garðinn, tylla sér í grasflöt og beð, skjóta rótum og verða að nýjum fíflum sem stoltir munu brosa fram- an í sumarið þar til ég legg til atlögu með fíflajárn, stunguspaða eða eitur að vopni. Ég er því dæmd til að tapa stríðinu við fíflana. Annað hvort verð ég að játa mig sigraða og viðurkenna og njóta tilvist fíflanna eða að ég er dæmdur þræll þeirra um ókomna tíð, í sleitulausri útrýmingarherferð. ANNARS heyrði ég af manni um daginn sem hafði barist við mosann í garðinum sínum hátt á þriðja áratug þegar hann ákvað að leggja niður vopn og gera mosann að vini sínum. Ég geri mér vonir um að ná einhvern tíma þroska þessa manns. Ég hlakka til þess dags þegar fíflarnir verða aftur sami vorboði og þeir voru áður en ég skildi lögmálið um biðukollurn- ar sem verða að margfalt fleiri fífl- um. Þangað til mun ég ekki eira fífl- unum heldur ráðast vopnuð til atlögu við þá sem nema land í mínum garði. BAKÞANKAR STEINUNNAR STEFÁNSDÓTTUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.