Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 29.05.2005, Blaðsíða 12
Ekkert var sparað við byggingu Austurbæjarskóla þegar hann var reistur fyrir 75 árum. „Hann var byggður af miklum metnaði og öllu til tjaldað, svo að byggingin gæti orðið sem glæsilegust,“ segir Pétur Ármannsson arkitekt. Bygg- ingin þótti ein allra glæsilegasta skólastofnun á Norðurlöndum á sínum tíma. Áform voru uppi um að byggja upp háborg menningar á Skóla- vörðuholtinu en þær hugmyndir urðu aldrei að veruleika. Austur- bæjarskóli átti að vera hluti af þessum kjarna og sker sig því tals- vert úr öðrum arkitektúr í grennd- inni. „Byggingin er fulltrúi fyrir ákveðna stílgerð sem var algeng á Norðurlöndunum á árunum 1915 til 1925. Stíllinn einkennist af því að vera strangur, agaður og klass- ískur, en víðsvegar annars staðar var rómantísk stefna ríkjandi,“ segir Pétur. Spurður að því hvort byggingin líði nokkuð fyrir það að hafa aldrei staðið í því umhverfi sem henni var upphaflega ætlað, segir Pétur ekki svo vera. „Skólinn stendur al- veg fyrir sínu, þótt hluti í hans nánasta umhverfi hefði mátt út- færa betur. Þetta er mikil bæjar- prýði þessi bygging og afmæli skólans er stórt afmæli í bygging- arsögu borgarinnar,“ segir Pétur. Guðmundur Sighvatsson, skólastjóri Austurbæjarskóla, segir bygginguna hafa mikinn sjarma. „Þetta er virkilega falleg bygging, jafnt að innan sem utan,“ segir Guðmundur stoltur. Að innan er þó margt sem mætti vera öðruvísi, enda þarfirn- ar breyst mikið síðan 1930. „Stof- urnar eru heldur litlar og svo vantar opið rými innan skólans. Þetta er þó ekkert sem mér finnst vera verulega mikill galli,“ segir Guðmundur og bætir við að það sé ánægjulegt hversu sterkar tilfinn- ingar Reykvíkingar beri til skól- ans. Austurbæjarskóli er þó farinn að láta örlítið á sjá og segir Guð- mundur það orðið mikilvægt að lagfæra múrskemmdir á húsinu áður en langt um líður. ■ 12 29. maí 2005 SUNNUDAGUR JEFF BUCKLEY (1966-1997) lést þennan dag. Arkitektúr sem er borginni til mikils sóma TÍMAMÓT: AUSTURBÆJARSKÓLI 75 ÁRA „Kysstu af þrá, en ekki af huggun.“ Bandaríski tónlistarmaðurinn Jeff Buckley féll frá með sviplegum hætti þegar hann drukknaði í Mississippi- ánni. Hann sendi einungis frá sér eina breiðskífu, Grace, en hún gerði hann að goðsögn í tónlistarsögunni. timamot@frettabladid.is Stuttu fyrir upphaf úrslitaleiks í Brussel milli fótboltaliðanna Juventus og Liverpool í Evrópu- keppni meistaraliða upphófust miklar óeirðir. Hópur æstra fót- boltabullna úr röðum Liverpool- áhangenda ruddist í gegnum ör- yggisgæslu til að lumbra á stuðn- ingsmönnum Juventus. Þegar þeir flúðu í ofboði undan bullun- um hrundi veggur vegna álagsins og lentu margir undir honum. Mikil skelfing greip um sig og tróðust margir undir í ofboðinu. 39 manns létust og 350 særðust. Lögreglan á staðnum náði eng- um tökum á uppþotinu og var óeirðalögregla kölluð til. Þegar umfang harmleiksins varð ljóst kom Rauði krossinn á staðinn og gerði að sárum fólks í tjöldum við leikvanginn. Þrátt fyrir mótmæli beggja liða var leiknum haldið áfram og lauk honum með 1-0 sigri Juventus. Innan nokkurra daga var ákveðið að ensk fótboltalið fengju ekki að spila fótbolta í Evrópu næstu fimm árin. Liverpool fékk enn lengra bann, sex ár. Ákvörðunin var tekin af Alþjóðaknattspyrnu- sambandinu og studd af forsæt- isráðherra Breta, Margréti Thatcher. Ofbeldi á fótboltaleikjum er nú haldið í skefjum með því að hafa áhangendur liðanna aðskilda í áhorfendastúkum og með banni á áfengi. 29. MAÍ 1985 Um 60 þúsund manns voru staddir á úrslitaleiknum. ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR 1942 Gyðingar í París eru neyddir til að sauma gula Davíðs- stjörnu í föt sín. 1947 Flugvél rekst á Hestfjall við Héðinsfjörð og 25 manns farast. Þetta er mesta flug- slys á Íslandi. Vélin var á leið frá Reykjavík til Akur- eyrar. 1953 Edmund Hillary og sjerpinn Tenzing Norgay komast fyrstir allra á topp Everest- fjalls. 1968 Slysavarðsstofan er flutt úr Heilsuverndarstöðinni í Reykjavík í Borgarspítalann. 1999 Ísland nær öðru sæti í söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva með lag- inu All Out of Luck, fluttu af Selmu Björnsdóttur. Harmleikur í úrslitaleik Elskulegur unnusti, faðir, sonur, tengdasonur og bróðir, Ágúst Þórður Stefánsson Öldugötu 31, Hafnarfirði, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans, Fossvogi, sunnudaginn 22. maí, verður jarðsunginn frá Seljakirkju mánudaginn 30. maí kl. 13.00. Maríam Siv Vahabzadeh, Nadía Líf Ágústsdóttir María Alexandersdóttir, Jón Björnsson Lilja Ingvarsdóttir, Smári Brynjarsson og systkini. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurjón G. Sigurjónsson Birkigrund 71, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Digraneskirkju þriðjudaginn 31. maí kl. 15. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Krabbameinsfélagsins. Anna Ásgeirsdóttir Freyja Sigurjónsdóttir Þórir Sigurgeirsson Ásgeir Sigurjónsson Silja Sverrisdóttir Drífa Sigurjónsdóttir Ólafur Baldursson og barnabörn. Elskuleg móðir okkar og tengdamóðir, Jakobína H. Schröder til heimilis að Fannborg 8, áður Birkihlíð við Nýbýlaveg, Kópavogi, andaðist á Landspítalanum við Hringbraut miðvikudaginn 25. maí. Jarðarförin verður auglýst síðar. Erna María Jóhannsdóttir, Ásvaldur Andrésson, Baldur Schröder, Naomi Herlita og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinar- hug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Jóhönnu Guðmundsdóttur Hrafnistu, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Hrafnistu, Hafnarfirði, og starfsfólki á deild 12E á Landspítala, Hringbraut. Jóna Sigrún Harðardóttir Arilíus Harðarson Halldór Sigþór Harðarson Hólmfríður Alda Sigurjónsdóttir Sigurður Páll Guðjónsson Hanna Björk Guðjónsdóttir Ólafur Guðjónsson Hörður Jóhann Halldórsson Sigrún Birna Magnúsdóttir Sigríður Hrönn Halldórsdóttir Sigmar Karl Stefánsson og langömmubörn. ANDLÁT Dagbjört Guðjónsdóttir, Selvogsgrunni 11, lést þriðjudaginn 24. maí. Jakobína H. Schröder, til heimilis í Fannborg 8, áður Birkihlíð við Ný- býlaveg, Kópavogi, lést miðviku- daginn 25. maí. AFMÆLI Bjarni Dagur Jónsson, markaðsstjóri og fyrrverandi útvarpsmaður, er 55 ára. Margrét Frímannsdóttir þingmaður er 51 árs. Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður er 41 árs. Gísli Pétur Hinriksson leikari er 26 ára. SUNDLAUGIN Í upphafi þóttu það mikil flottheit að hafa sundlaug í skólanum. Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn má senda á net- fangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000. GUÐMUNDUR SIGHVATSSON SKÓLASTJÓRI AUSTURBÆJARSKÓLA Byggingin hefur mikið sögulegt gildi fyrir Reykjavík, en skólinn þótti ein glæsilegasta skólastofnun Norðurlandanna á sínum tíma.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.