Fréttablaðið - 29.05.2005, Side 51
SUNNUDAGUR 29. maí 2005 23
UMFERÐARLÍF Þessir menn grilluðu sér
til gamans á umferðareyju.
Sólar sig í
umferðinni
Virðulegur kaupsýslumaður var
handtekinn í Úkraínu eftir að hafa
afklætt sig við mikla umferðaræð
og lagst þar í sólbað.
Hinn þrítugi Dmitry Nikolaev
útskýrði fyrir lögreglumönnum
sem handtóku hann fyrir að valda
umferðartöfum, að veðrið væri
einfaldlega of gott til að vinna inn-
andyra þann daginn. Umferðar-
öngþveiti myndaðist þegar Dmi-
try stóð á nærbuxum einum fata á
Leo Tolstoy-torginu og lagðist svo
á steypta stéttina. Þar lá hann í
klukkustund og sólaði sig með
skjalatöskuna sína og vandlega
samanbrotin fötin sér við hlið. ■
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
Gripin við
kynmök
Lögreglan í Hollandi gómaði
óprúttið par við kynmök í tómu
húsi í Beuningen. Nágrannar í
næsta húsi hringdu í lögreglu þeg-
ar þeir heyrðu grunsamleg hljóð
berast þaðan og þegar lögreglan
rannsakaði málið betur fundu þeir
39 ára gamlan mann og 35 ára
gamla konu í samförum á stofu-
gólfi hússins. Parið sagðist hafa
brotist inn í húsið í þeim eina til-
gangi að stunda kynlíf, en óstöðv-
andi þrá hefði rekið þau út í lög-
brotið. Þau munu ekki verða
ákærð fyrir innbrotið. ■
Eitt aðsóknarmesta leik-
ár Leikfélags Akureyrar
er nú að baki.
Aðsókn á sýningar Leikfélags
Akureyrar hefur ekki verið jafn
góð í fjölda ára. Um 17.000 gest-
ir sóttu sýningar leikhússins á
Akureyri en meðaltal undanfar-
inna ára er tæpir 7.000 áhorf-
endur. Við töluna bætast áhorf-
endur að sýningum í Reykjavík
en þeir voru um 6.500 á leikár-
inu. Að sögn Magnúsar Geirs
Þórðarsonar leikhússtjóra var
stefna leikhússins endurskoðuð
síðastliðið vor. „Þetta er búið að
vera afskaplega skemmtilegt ár,
fólk hefur haft áhuga á því sem
við erum að gera. Sýningarnar
virðast hafa höfðað til fólks og
listamennirnir staðið sig í
stykkinu. Í vor endurskoðuðum
við stefnuna og breytingarnar
hafa gefist nokkuð vel,“ segir
Magnús en að sögn hans var Óli-
ver! stærsta sýning ársins. Um
sjö þúsund manns sáu sýning-
una og komust færri að en vildu
á þá sýningu. Meðal annarra
vinsælla sýninga voru Svik,
Pakkið á móti og gestasýning á
Hárinu en að sögn Magnúsar
voru allar sýningarnar vel sótt-
ar. Einnig lagði leikhúsið ríka
áherslu á að sinna ungu fólki og
þeim sem eru yngri en 25 ára
buðust áskriftarkort á niður-
settu verði.
„Já, sú stefna að yngja upp í
áhorfendahópnum gafst vel og
stór hópur fólks eignaðist
áskriftarkort og að sjálfsögðu
eru þetta líka leikhúsgestir
framtíðarinnar. Einnig sáum við
um valgreinakennslu í leiklist
fyrir nemendur í níunda og tí-
unda bekk í samráði við Grunn-
skóla Akureyrarbæjar.“
Hluti af stefnubreytingunni
var einnig að leggja áherslu á að
sýna líka utan Akureyrar. „Með
þessu er markaðssvæði leik-
hússins stækkað en við settum
upp og sýndum Svik í Borgar-
leikhúsinu í samstarfi við Sögn,
LR og Á senunni, Ausu og Stól-
ana í samstarfi við LR, einnig í
Borgarleikhúsinu, og Eldað með
Elvis hélt áfram í Loftkastalan-
um í samstarfi við Eilíf.“
Aðspurður hvað taki við á
næsta leikhúsári segir hann:
„Nú er sólin farin að skína og
við erum að leggja lokahönd á
verkefnaval næsta árs sem
verður engu minna kræsilegt.
Pakkið á móti verður sýnt áfram
og svo kemur bara í ljós hvaða
spennandi sýningar við setjum
upp,“
hilda@frettabladid.is
Stendur sig í stykkinu
ÓLIVER Færri komust að en vildu á þessa vinsælu sýningu Leikfélags Akureyrar sem horfir nú til baka á eitt aðsóknarmesta ár sitt.
■ SKRÝTNA FRÉTTIN