Fréttablaðið - 04.06.2005, Side 16
4. júní 2005 LAUGARDAGUR
H blaelgar ›
Hefurflúsé›
DV í dag
MANSTU
Yngstu
mæður
Íslands
Börn barna
Móðir 15 áraMóðir 16 ára
Bls. 31–33
DAGBLAÐIÐ VÍSIR 120. TBL. – 95. ÁRG. – VERÐ KR. 295
Helgarblað
LAUGARDAGUR 4. JÚNÍ 2005
Bls. 4
Bls. 22-23
Baksíða
Þjóðþekktir á Þingvöllum
Eftirsóttustu bústaðir landsins
Hann drap pabbaog við þurfum að
framhjá honum
á hverjum
Kate Moss á
leið til Íslands
Móðir 13 ára
Ungfrú
Ísland ver
landamæri
Íslands
keyra
Loftur Jens Magnússon var við störf á Bónusvídeó í Árbæ í gær. Hann drap fjöl-
skylduföðurinn Ragnar Björnsson í desember fyrir framan konu hans og börn.
Þau hafa ekkert heyrt frá Lofti en þurfa að keyra framhjá húsi hans á hverjum
degi. Þá rifjast upp fyrir þeim hryllingurinn, aftur og aftur. Fjölskylda Ragnars skil-
ur ekki seinaganginn í málinu og undrast að Loftur Jens skuli ganga laus. Bls. 8
degi þegar þau voru saman
Bls. 28
Bls. 52–53
Drap Ragnar um jólin og vinnur á vídeóleigu
SELMASIGRARSKANDINAVÍU
Drap pabba
fyrir jól og
vinnur
á videoleigu
í sumar
Nú styttist í að ákveðin verði leið-
in frá Hölkná út í Vopnafjörð.
Helst eru líkur á að valin verði
leiðin norður yfir Vopnafjarðar-
heiði og út Vesturárdal. Ég tel það
ekki vera rétt val, því þá verðum
við áfram of hátt uppi í þokunni
og hríðinni og enn verra veðri
þegar nær dregur fjallgarðinum
inni af Hauksstöðum.
Ég tel nauðsynlegt að leggja
veginn sem lægst út Fossdal og
Hofsárdal. Þar mun hann verða í
besta veðrinu og koma öllum að
sem bestum notum, bæði vegna
flutninga og ferðamanna. Svo ég
tali ekki um hvað hann kæmi að
góðum notum fyrir þá sem stunda
laxveiði í Hofsá, því aðkoma að
ánni í Fossdal er mjög slæm í svo-
nefndum Ytri-Sniðum norðan ár-
innar, en þar er illa gerð slóð utan
í snarbrattri brekku og í raun
bara tímaspursmál hvenær þar
verður slys. Innar í dalnum er lé-
leg eða engin slóð.
Talað hefur verið um að um-
ferð um veg sem kæmi niðri í
dalnum trufli veiði eða veiði-
menn. Það er ekki líklegt, því að í
Fossdal er áin að mestu í djúpu
gili og þótt vegurinn lægi eftir
dalbotninum væri hann hvergi
nærri ánni, nema þar sem væri
brúað. Þó að það væri á góðum
veiðistað má geta þess að óvíða er
betri veiðistaður í Hofsá en við
brúna neðan Þorbrandsstaða. Ég
hef hvergi frekar fengið lax en
þar. Víða liggja vegir meðfram
laxveiðiám, til dæmis meðfram
Laxá í Dölum, og ég hef ekki
heyrt að það trufli veiði.
Ef vegurinn verður lagður sem
lægst eftir dalnum mun hann fara
vel og falla betur að landslaginu
en ef hann væri skorinn ofar í
brekkurnar austan árinnar. Ég vil
að hann verði lagður frá Hölkná,
þar sem malbikið endar núna, út
neðsta hjallann stutt ofan við eyði-
býlin Brunahvamm og Foss. Síðan
niður utan við Foss, nálægt beitar-
húsunum Skor og áfram út með
ánni langleiðina að sumarbústað
innan Fremri-Sniða. Nokkru innan
við þennan bústað er sveigur á
ánni og þar mundi koma brú (en
tvær brýr þarf á ána út dalinn).
Brúarstæði þar mun liggja mjög
vel við veglínunni. Síðan væri
haldið áfram austan árinnar og
kæmi önnur brú norðan Tungusels
og svo væri farið áfram út Bustar-
fellsland, á mörkum eyranna og
gróðurlendisins, þar mun hann
fara mjög vel í landinu. Ég tala
ekki um hversu gaman væri fyrir
ferðafólk að aka þar um og sjá
heim að stórbýlinu og minjasafn-
inu á Bustarfelli og mjög stutt yrði
að fara til að skoða gamla bæinn.
Ég kann illa við að Bustarfelli sé
skákað út í horn, sem óneitanlega
er gert með því að leggja veginn
norður heiði og út Vesturárdal.
Með því að fara sem lægsta
leið út Fossdal held ég að hvergi
sé um verulegan bratta að ræða.
Hvað varðar snjósöfnun getur
verið að hún sé einhver. En ég ber
það ekki saman hvað það er auð-
veldara að halda opnum vegi í
betra veðri niðri í dal heldur en
uppi á heiði í dimmviðri. Ég þekki
það vel þar sem ég vann um árabil
við snjómokstur bæði á heiðum og
niðri í dölum.
Vegurinn frá hringvegi að
Hölkná finnst mér vera vel gerð-
ur og fara vel í landinu. Ef vega-
gerðarmenn fá að fara með veg-
inn út Hofsárdal, þar sem þeir
telja að hann sé á bestum stað,
mun það vera í góðum farvegi.
Ég held að allflestir Vopnfirð-
ingar vilji fá veginn lagðan út
Hofsárdal. Nálægt þrjúhundruð
manns skrifuðu sig á lista því til
stuðnings. Því miður virðist lítið
hafa verið gert með þennan undir-
skriftalista. ■
MAÐUR VIKUNNAR
Finnur Ingólfsson, forstjóri VÍS, hefur verið í sviðs-
ljósinu undanfarna daga í kjölfar greinaflokks Sigríð-
ar Daggar Auðunsdóttur um sölu ríkisbankanna. Kom
Finnur meðal annars í Kastljósþátt Ríkissjónvarpsins
á dögunum í svokallað drottningarviðtal þar sem hann
svaraði fyrir sig og hjó mann og annan svo mörgum
þótti nóg um.
Segja sumir að árásir Finns á Egil Helgason í þætt-
inum hafi verið fyrir neðan beltisstað og fann Egill,
sem ekki er þekktur fyrir að vera sérstak-
lega viðkvæmur, sig knúinn til að svara
fullum hálsi. Telja menn þetta lýsa
dekkri hlið Finns: hann eigi það
til að vera rætinn að óþörfu.
Mönnum ber hins vegar
saman um að Finnur sé eit-
ursnjall, ólæknandi dugn-
aðarforkur. Finnur Ingólfs-
son er kvæntur Kristínu
Magnúsdóttur hjúkrunar-
fræðingi og eiga þau þrjú
börn. Hann er fæddur í Vík í
Mýrdal, lauk stúdentsprófi frá
Samvinnuskólanum 1979 og út-
skrifaðist sem viðskiptafræð-
ingur frá Háskóla Íslands árið
1984.
Finnur ávann sér fljótlega
virðingu innan Framsóknarf-
lokksins fyrir að taka að sér
erfið og vanþakklát störf. Hann
hreinsaði meðal annars upp
skuldahalann eftir útgáfuævin-
týri flokksins en mörgum þótti
hann á gráu svæði þegar hann seldi
Vífilfelli þrotabú NT.
Ýmsir kunnu Finni þakkir fyrir
framgönguna og hann kleif metorðastig-
ann hratt og örugglega í flokknum, varð
formaður Sambands ungra framsókn-
armanna, tók sæti í mið-, lands- og
framkvæmdastjórn og var um tíma
ritari flokksins. Árið 1991 tók Finnur
sæti á Alþingi fyrir Framsóknarf-
lokkinn. Hann varð formaður þing-
flokksins 1994 til 1995 og settist á
stól iðnaðar- og viðskiptaráðherra
1995, en því embætti gegndi hann til
ársins 1999.
Í ráðherrastólnum lét Finnur heldur bet-
ur til sín taka. Í ráðuneytinu var rómað sam-
starf hans við Halldór J. Kristjánsson, sem nú er
bankastjóri í Landsbankanum, og var þeim öðrum
fremur þakkað að hreyfing komst á virkjana- og stór-
iðjuframkvæmdir í landinu eftir margra ára kyrr-
stöðu.
Hófst sú uppstokkun sem átt hefur sér stað í banka-
málum og á fjármálamarkaði á tímum hans í ráðu-
neytinu. Kunna margir honum þakkir fyrir að hafa
lagt grunninn að því blómaskeiði í efnahagsmálum
sem nú stendur.
Þarna komum við að einum höfuðkosta Finns. Hann
þykir góður í samstarfi, safnar í kringum sig duglegu
og kraftmiklu fólki og fær það besta út úr því. Finnur
þykir líka einstakur dugnaðarforkur og vílar ekki fyr-
ir sér að vinna átján tíma á dag svo mánuðum skiptir.
Betra þykir að hafa Finn með sér en á móti, en í því
sambandi hefur verið bent sérstaklega á
framgöngu hans í prófkjöri
Framsóknarflokksins fyrir alþingiskosn-
ingarnar árið 1991. Segja kunnugir að
þar hafi Finnur gersamlega gengið
frá sínum aðalkeppinauti, jafnvel
svo að sá hafi ekki borið sitt
pólitíska barr á eftir.
Finnur er umdeildur
maður svo ekki sé meira
sagt. Hann á sér marga
óvildarmenn og sumir segja
hann duglegan að skara eld
að eigin köku.
Frægt er orðið þegar hann
hugðist söðla um og hætta af-
skiptum af pólitík og ganga
óvildarmenn hans svo langt
að segja hann hafa skipað
sjálfan sig í embætti Seðla-
bankastjóra – eða svo gott
sem. Hann hafi vitaskuld
fengið annan ráðherra til að
skrifa undir skipunarbréfið.
Finnur situr sem sagt ekki
á friðarstóli þó að hann sé
hættur í pólitík. Eða er hann
hættur? Hann heldur að
minnsta kosti góðu sambandi
við forsætisráðherrann en
þeir fara saman á fjöll um
lönd og álfur.
Segja margir óvinsældir
Finns stafa af því að hann
hafi aldrei haft áhuga á því
að stunda vinsældapólitík. Sé
hann sannfærður um eitthvað
keyrir hann það áfram og læt-
ur almenningsálitið lönd og leið.
Finnur Ingólfsson er útivist-
armaður. Aðaláhugamálið er hesta-
mennska en hann stundar líka laxveiði
og gönguferðir. Segja vinir Finns hann hafa
jaðareinkenni ofvirkni, ekki skipti máli hvað
tindurinn eða hnjúkurinn heiti eða hve langt sé í hann.
Finnur hoppi upp í bíl og standi á toppnum fyrir kvöld-
mat.
Finnur er toppdrengur sem hlotið hefur óverð-
skuldaða gagnrýni, segja vinirnir. Þeir gefa honum
hæstu einkunn og segja sálarlífið í takt við háralitinn,
bjart og ljóst. ■
Sálarlífi› í takt
vi› háralitinn
FINNUR INGÓLFSSON
FORSTJÓRI VÍS
TE
IK
N
: H
EL
G
I S
IG
. W
W
W
.H
U
G
VE
R
K
A.
IS
Vopnafjör›ur og hringvegurinn
GUNNSTEINN KARLSSON
SKRIFAR UM VEGTENGINGAR