Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 25

Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 25
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er laugardagur 4. júní, 155. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.15 13.26 23.39 AKUREYRI 2.22 13.11 00.03 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Njáll Gunnlaugsson, ökukennari og ritstjóri tímaritsins Bílar og sport, á mörg mótorhjól enda með hjóladellu á háu stigi. „Ég á átta eða níu mótorhjól en það sem ég nota mest er af gerðinni BMW F650 árgerð ‘93. Þetta er 48 hestafla hjól með rotoxmótor og alls konar útbúnaði,“ segir Njáll aðspurð- ur um uppáhaldshjólið sitt. Hjólið er ferða- hjól og Njáll fer á því út um allar trissur. „Það er jafngott að keyra það á malbiki og möl og ég hef ferðast töluvert á því um há- lendið. Fjallvegirnir eru enginn farartálmi og hjólið þolir vel að fara yfir litlar ár enda vel útbúið. Á því er líka GPS staðsetningar- tæki og alls konar búnaður og töskur.“ Hjólið á sér skemmtilega sögu og hafði aflað sér töluverðrar frægðar þegar Njáll flutti það inn frá Þýskalandi fyrir tveimur árum. „Fyrstu þrjú árin var hjólið í eigu BMW-verksmiðjunnar og var í langtíma- prófunum hjá tímaritinu Motorad sem er stærsta mótorhjólatímarit í Evrópu. Þetta hjól sem ég keypti var notað sem eins konar tilraunadýr. Því var ekið 32 þúsund kíló- metra og svo var það allt tekið í sundur og hver einasti hlutur skoðaður til að finna út hvað væri bilað og hvað ekki. Þetta var mjög stórt próf, hjólið fékk góða dóma og birtist á forsíðu tímaritsins,“ segir Njáll. Þetta er ekki það eina sem hjólið hefur unnið sér til frægðar því eftir að Njáll keypti gripinn komu hingað menn frá bandaríska mótorhjólablaðinu Cycleworld og ferðuðust með íslenskum mótorhjólamönnum um land- ið. Um ferðina var skrifuð löng grein í blað- ið og enn og aftur rataði hjólið á forsíðu. Í sumar eru 100 ár frá því að fyrsta mót- orhjólið kom til landsins og af því tilefni verða hátíðarhöld á Sauðárkróki 16. júní. Njáll ætlar að sjálfsögðu að mæta á staðinn og hyggst fara á hjólinu yfir Kjalveg ásamt öðrum mótorhjólaköppum. thorgunnur@frettabladid.is Á sögufrægu mótorhjóli bilar@frettabladid.is Sala Lincoln bifreiða hjá Brim- borg hefur gengið vel en fyrir- tækið kynnti Lincoln snemma á síðasta ári. Nú eru Lincoln-bif- reiðar orðnar áberandi í um- ferðinni á Íslandi en bifreiðarn- ar sameina nútímalega og fág- aða hönnun og þægindi. Salan gengur svo vel að væntanleg- ur er nýr bíll í haust, Lin- coln Zephyr, sem á að höfða til breiðari hóps kaup- enda en áður hefur verið hjá Lincoln. P. Samúelsson hf., umboðs- aðili Toyota á Íslandi, setti nýtt sölumet í síðasta mánuði. Sam- tals afhenti fyrirtækið 1.066 bíla og skiptist salan þannig: 605 nýir Toyota-bílar, 446 notaðir bílar og fimmtán Lexus-bílar. Nýr sportbíll er kominn til landsins á vegum Brimborgar en það er Ford Fiesta ST150. Bíllinn er með tveggja lítra vél sem skilar 150 hestöfl- um. Útlitið er sérlega sportlegt, með spoilerkitt að neðan og samlita vindskeið að aftan og samlita lista og hurðarhandföng og kastara að framan. Aksturseig- inleikar bílsins eru góðir og hefur bíllinn hlotið góða dóma hjá bílablöðum í Evrópu. Verðið á bílnum er 1.750.000 krónur. Hjólið hans Njáls er vel útbúið og hentar vel til ferðalaga. LIGGUR Í LOFTINU í bílum FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Mamma segir að einkunnirnar mínar sýni fram á að ég geti að minnsta kosti ekki orðið vitlausari! Besti litli sendibíllinn BLS. 3 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.