Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2005, Qupperneq 27

Fréttablaðið - 04.06.2005, Qupperneq 27
LAUGARDAGUR 4. júní 2005 www.nysprautun.is Viðurkennt CABAS-verkstæði Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Spennt börn Þegar ég var lítill polli eyddi ég ómældum tíma í aftursæti fjölskyldu- bílsins. Ef við vorum ekki á leiðinni í höfuðstaðinn vorum við á ferða- lagi með tjald í skottinu. Við systkinin gerðum okkur að leik að nefna bíltegundir sem við sáum þjóta framhjá, eða telja hversu margir bílar í umferðinni þann daginn voru rauðir, gulir og svo framvegis. Stundum vorum við fjögur í aftursætinu og ef foreldrarnir áttu skut- bíl fengum við að leika okkur í skottinu á ferðalögum. Já, ég veit – þetta hljómar ótrúlega. En svona var þetta fyrir nokkr- um árum. Vitund okkar um umferðaröryggi hefur sem betur fer stór- aukist á örfáum árum. Á þessum tíma var hverjum og einum í sjálfsvald sett að spenna öryggisbelti. Margir hentu rusli út um bílglugga á ferð og kærðu sig kollótta um hvað varð um flöskuna eða samlokupokann. Fólk reykti hvort ofan í annað við hvaða tækifæri sem er, jafnvel ófrísk- ar konur í heimsókn hjá lungnaveikum ömmum sínum. Ekki af því að við vorum kærulausari eða verr innrætt – við vissum bara ekki betur! Sem betur fer vitum við í dag að reykingar drepa. Við vitum að hreint land er fagurt land og við vitum að öryggisbelti bjarga mannslíf- um. Við höfum lært að hugsa betur um sjálf okkur og þá sem eru í kring- um okkur. Samt sýna kannanir að fjöldi barna er keyrður í leikskóla á hverjum degi án þess að vera í nokkrum öryggisbúnaði; bílstól, setu eða belti. Um tíma hélt ég að þessar sögur væru mistúlkun á einhverjum nið- urstöðum – fólk gæti ekki verið svona kærulaust um líf barna sinna á 21. öldinni. En á leið minni um borgina undanfarnar vikur hef ég ítrekað orðið var við börn í aftursæti bifreiða sem eru ekki bundin við eitt eða neitt og valsa frjáls um bílinn. Það er eitt að sýna eigin lífi svo mikla vanvirðingu að maður vill ekki spenna á sig belti. Athöfnin tekur að vísu bara 4 sekúndur, en ef okkur er alveg sama hvort við lifum eða deyjum skiptir það ekki máli. Það er hinsvegar allt annað að taka þá ákvörðun fyrir barn sem hefur ekki þroska til þess sjálft. Fyrir kynslóð síðan vissum við ekki betur. Nú höfum við það svart á hvítu. Á Íslandi er nánast bundið í lög að maður má ekki ættleiða barn ef maður er feitur. Ættu ekki líka að vera til lög sem banna manni að eiga barn ef maður vill ekki spenna á það bílbelti á leiðinni í leikskól- ann?                         Tímaritið Professional Van and Truck hef- ur valið Vauxhall Combo frá Opel besta bílinn í flokki lítilla sendibíla árið 2005. Valið á besta sendibílnum er í tengslum við sýninguna Commercial Vehicle Show sem haldin var í Birmingham í apríl síð- astliðnum. Tímaritið tók mið af verði, rekstrarkostn- aði, farmþunga og endingu við mat sitt á eiginleikum bílsins. Verðlaun þessi bæt- ast við þá velgengni sem Combo bíllinn hefur átt að fagna sem söluhæsti bíll í sínum flokki í Bretlandi en umboðsaðili Opel á Íslandi er Ingvar Helgason. Combo bíllinn besti bíllinn LITLI SENDIBÍLLINN FRÁ OPEL SLÆR Í GEGN Í BRETLANDI. Audi A6 á fjórum postulínsbollum BÍLLINN ER TIL SÝNIS Í SMÁRALIND TIL 12. JÚNÍ. Nýjasta gerðin af Audi A6 árgerð 2005 er komin til landsins á vegum bílaum- boðsins Heklu og er til sýnis í Smára- lind. Sýningin er þó harla óvenjuleg því bílnum er komið fyrir á fjórum postu- línsbollum frá versluninni Hirti Nielsen. Bíllinn hefur unnið til ótal verðlaun og var meðal annars valinn Alheimsbíll ársins í ár. Hann vegur 1,6 tonn en bollarnir fjórir sem hann stendur á eru úr Wedgewood beinapostulíni. Er þetta í fyrsta sinn sem þetta er reynt hérlend- is. Bifreiðin var afhjúpuð í gær, föstu- dag, en hún verður til sýnis til 12. júní. Audi A6 hefur unnið til fjölda verðlauna enda afar glæsilegur. Yfir þúsund bílar seldir P. SAMÚELSSON SETTI SÖLUMET Í MAÍ. TOYTOTA SELDIST BEST. Umboðsaðili Toyota á Íslandi, P. Samú- elsson hf. setti nýtt sölumet í síðasta mánuði en þá voru afhentir alls 1.066 bílar til nýrra eigenda. Mest var selt af nýjum Toyota-bifreiðum en voru þær 605 talsins, þar næst voru seldar 446 notaðir bifreiðar og 15 Lexus-bifreiðar. Þessar tölur ættu ekki að koma á óvart þar sem Toyota hefur verið söluhæsta bifreiðin á Íslandi í nokkur ár, þar að auki er Toyota vinsælasti bíll í heimi samkvæmt könnunum erlendis. Margrét Kjartansdóttir tekur við 600. bílnum í mánuðinum, glænýjum Toyota Corolla Sport.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.