Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 48
32 4. júní 2005 LAUGARDAGUR
F æra má rök fyrir því í flest-um tilfellum að verðsam-keppni sé ríkjandi í miðbæ
Reykjavíkur, sé tekið mið af verð-
könnun Fréttablaðsins sem gerð
var í vikunni. Kemur þar í ljós að
verð á kaffidrykkjum er áþekkt
meðal þeirra rúmlega 30 staða
sem kannaðir voru en munurinn
jókst þegar kom að heitum réttum
eins og samlokum og súpum.
Kannað var verð á ellefu vöru-
tegundum. Þar á meðal voru fimm
tegundir kaffidrykkja en úrval
slíkra drykkja fer vaxandi á kaffi-
stöðum borgarinnar og reyndar
víða um land. Enn fremur var
kannað verð á einfaldri samloku
sem flestir staðirnir buðu upp á,
sem og súpu dagsins sem einnig
er víða í boði.
Hellingur á útleið
Fyrst er til þess að taka að hið
gamla – og ekki svo mjög góða –
könnukaffi eða uppáhellingur er
víðast hvar á útleið og mjög mis-
jafnt er þessa dagana hvað neyt-
andinn fær í bollann þegar beðið
er um venjulegt kaffi. Margir
þeirra staða sem þátt tóku bjóða
sínar eigin blöndur, sem geta ver-
ið breytilegar dag frá degi. Eins
er munur á hvernig kaffið er
framreitt. Bollastærð getur verið
misjöfn og á stöku stað fær við-
komandi sinn eigin brúsa sem
dugar auðveldlega í tvo til þrjá
bolla. Algengast er að ein ábót
fylgi með hverjum bolla en á því
eru þó undantekningar.
Séu kaffi- og tedrykkir teknir
sér reyndist kaffihús Súfistans á
efri hæð Máls og menningar dýr-
ast í öllum flokkum nema einum.
Reyndist það eini staðurinn sem
seldi kaffibolla dýrar en 300 krón-
ur og munaði þannig 110 krónum
á Súfistanum og þeim þremur
stöðum sem seldu bollann á 200
krónur. Almennt verð yfir línuna
var 250 krónur.
Verð var einnig svipað víðast
þegar kom að capuccino, latte,
espresso eða mocca. Einfaldur
espresso var 150 krónum ódýrari á
Cafe Rosenberg en á Galileo, þar
sem verðið var 300 krónur.
Capuccino fékkst á verði frá 250 til
340 og latte frá 250 til 350. Swiss
mocca var dýrast á Súfistanum á
370 en ódýrast á Angelo aðeins
ofar á Laugaveginum á 280 krónur.
Ekki er kálið sopið
Langflestir staðirnir í könnuninni
buðu gestum sínum upp á léttmeti
með kaffinu og var þá algengast
að í boði væri súpa, samlokur eða
í einhverjum tilfellum vel útilátn-
ir hamborgarar. Var í könnuninni
litið til þess að um snarl eða léttan
hádegisverð væri að ræða og
bjóða margir staðanna mun meira
úrval af slíkum réttum og öðrum
sem ekki eru teknir fyrir hér.
Sex aðilar bjóða súpu á 490
krónur og fylgdi í öllum tilfellum
brauð með. Dýrast reyndist súpan
vera á 900 krónur á Svarta kaff-
inu.
Samlokur voru víða fáanlegar
og miðaðist könnunin við hina
klassísku með skinku og osti. Hún
fékkst víða en munur var á hvort
hún var framreidd köld, ristuð
eða grilluð. Á stöku stað fylgdi
salat og jafnvel skammtur af
frönskum kartöflum með og
minnst þrír staðir buðu þannig
samlokur á tveimur eða þremur
hæðum. Í þeim tilvikum sem
margar tegundir af samlokum
voru á matseðli miðast verðið við
þá ódýrustu hverju sinni.
Kaffihúsið Cultura í Alþjóða-
húsinu reyndist bjóða dýrustu
samlokuna, á 1.250 krónur, meðan
Ömmukaffi á Lækjargötu bauð
sams konar samloku á 250. Þó er
stór munur á enda samloka
Ömmukaffis köld og án meðlætis
meðan samlokan á Cultura getur
sannarlega kallast máltíð. Einna
mest frávik reyndust þannig vera
á verðlagningu á samlokum og
eru aðrir staðir alls staðar þarna á
milli.
Aðeins tæpur helmingur stað-
anna bauð upp á hamborgara og
reyndust þeir ódýrastir á Prikinu
á 700 krónur en tæpar 1.500 á
Thorvaldsen.
Sex staðir banna reykingar alfarið
Reykingar reyndust alfarið bann-
aðar á alls sex stöðum af þeim 33
sem kannaðir voru. Á öllum öðr-
um var skýr skipting milli reyk-
svæða og reyklausra. Hið reyk-
lausa Segafredo á Lækjartorgi
býður reykingafólki borð úti und-
ir beru lofti og fylgir þá hlýtt
teppi með kjósi menn að nota það.
Höfðu nokkrir veitingamenn á
orði að hugmyndir þingmanna um
að banna alfarið allar reykingar á
samkomustöðum væru út í hött
enda væru nú þegar nokkrir reyk-
lausir veitingastaðir til staðar.
Þeim færi eðlilega fjölgandi í takt
við eftirspurn en hún hefur ekki
verið til staðar í þeim mæli sem
þingmenn virðast halda að mati
veitingamannanna.
Sama verð úti og inni
Lofsvert er að enginn þeirra staða
sem könnunin tók til og bjóða
gestum sínum aðstöðu undir beru
lofti hefur hækkað verðskrá sína
vegna þess, eins og algengt er er-
lendis. Þar er venjan að greitt sé
aukagjald fyrir þau forréttindi að
sitja úti í sól og hita. Tveir veit-
ingamenn sem rætt var við sögðu
hugmyndina góðra gjalda verða
en sökum þess hve fáa daga sé um
að ræða þar sem slíkt sé mögulegt
vegna veðurs ár hvert sé það ekki
á dagskránni.
Virk samkeppni
Gróflega má segja að niðurstaðan
bendi til að virk verðsamkeppni sé
milli kaffi- og veitingahúsa í mið-
bæ Reykjavíkur. Að Súfistanum
undanskildum sker enginn einn
staður sig úr hvað verð varðar. Þó
ber að taka tillit til að Súfistinn er
einnig í ýmsu tilliti bókasafn enda
geta gestir þess blaðað í bókum og
blöðum Máls og menningar meðan
kaffið er sötrað.
Samanburður milli kaffi- og
veitingastaða verður aldrei með
þeim hætti að allir sætti sig við.
Hver og einn staður notar sér-
stakt hráefni. Allmargir staðanna
flytja til að mynda inn sínar eigin
kaffibaunir eða kaffiblöndur og
er úrvalið eðlilega mun meira á
þeim stöðum en öðrum. Aðstaða
og áherslur eru einnig mismun-
andi og hver og einn staður hefur
sína sérstöðu.
albert@frettabladid.is
LÍF EFTIR VETRARDVALANN Skólum er nú flestum lokið og þúsundir komnar í sumarfrí. Þá eykst til muna aðsókn
á kaffihús í miðbæ Reykjavíkur, verðlag er víðast hvar skaplegt og ljóst að samkeppnin er rík.
Rík ver›samkeppni í mi›bænum
Ver›könnun Fréttabla›s-
ins me›al 33 kaffista›a
og veitingahúsa í mi›bæ
Reykjavíkur lei›ir í ljós
a› ver›samkeppni er rík-
jandi. Æ fleiri reyna a›
skapa sér sérstö›u me›
sérinnflutningi á kaffi og
vi›skiptavinir grei›a ekki
hærra ver› kjósi fleir a›
sitja undir beru lofti.
Kaffi Cappucino Expresso Latte Swiss Te Súpa Samloka Gos Bjór Hamborgari Reykingar
Mocca dagsins leyfðar
Cultura 240 270 220 300 320 220 550 1250 220 600 1150 Já
Kofi Tómasar frænda 250 280 220 280 300 250 490 450 250 550 Já
Prikið 250 290 200 250 300 490 690 300 600 700 Já
Ari í Ögri 250 300 250 350 250 890 490 250 600 1190 Já
Kaffi Sólon 250 300 250 300 300 250 550 890 300 600 1150 Já
Kaffitár 250 280 240 300 340 250 300 Nei
Kaffihús Kökumeistarans 250 300 250 300 350 220 650 590 250 600 Nei
Cafe Rosenberg 250 300 150 300 350 250 400 500 Já
Hressó 250 290 250 290 350 250 1190 350 600 990 Já
Ömmukaffi 220 260 250 300 300 600 250 190 Nei
Apótekið 250 300 240 260 310 250 670 890 270 630 Já
Kaffibrennslan 250 260 220 280 300 220 750 690 300 600 950 Já
Póstbarinn 270 300 270 300 350 270 550 270 600 1190 Já
Café Paris 250 300 250 300 320 250 580 550 250 650 Já
Thorvaldsen 250 300 250 300 250 690 790 700 1490 Já
Cozy 270 300 220 300 340 270 490 490 270 500 Já
Cafe Victor 250 300 250 300 250 590 900 250 990 Já
Galileo 270 320 300 320 320 650 270 700 Já
Segafredo 290 220 310 340 270 290 250 600 Nei
Kaffi Vín 250 280 200 280 330 250 550 350 250 500 890 Já
Svarta Kaffið 250 300 250 300 350 250 900 800 250 500 Já
Cafe 17 200 250 200 200 150 150 Nei
Café Bakhúsið 200 300 200 330 300 200 590 350 200 600 Já
Dillon 200 300 300 250 200 200 550 Já
Tíu dropar 250 300 200 200 330 250 490 450 250 Já
Te & Kaffi 250 260 200 270 320 250 650 490 650 Nei
Angelo 250 270 240 290 280 250 650 1190 600 1190 Já
Tuttugu og tveir 250 280 280 320 250 490 850 250 500 950 Já
Pasta Basta 250 300 250 300 250 770 250 600 750 Já
Kaffi Oliver 250 280 250 280 300 280 490 790 300 550 990 Já
Kaffi Hljómalind 250 280 250 290 320 250 650 Nei
Vegamót 220 270 240 280 300 200 490 690 250 600 1190 Já
Súfistinn 310 340 290 350 370 310 510 480 280 Nei
FRÉTTAB
LAÐ
IÐ
/G
VA
Séu kaffi- og
tedrykkir teknir sér
reyndist kaffihús Súfistans
á efri hæð Máls og menn-
ingar dýrast í öllum flokk-
um nema einum.
,,
Reykingar reyndust
alfarið bannaðar á
alls sex stöðum af þeim 33
sem kannaðir voru.
,,