Fréttablaðið - 04.06.2005, Síða 55
LAUGARDAGUR 4. júní 2005
Le ik l i s t og söngur
Kennt er daglega frá kl. 10-16.
Gæsla frá kl. 8:45 fyrir yngri hópinn.
Skráning í Borgarleikhúsinu
Sími 568 8000 og á www.borgarleikhus.is
S u m a r n á m s k e i ð í B o r g a r l e i k h ú s i n u
Leikfélag Reykjavíkur – Sönglist
Listabraut 3 • 103 Reykjavík • www.borgarleikhús.is
L e i k g l e ð i • S j á l f s t r a u s t • S k ö p u n a r k r a f t u r • H r e y f i n g • O r k a
Leikistar- og söngnámskeið fyrir börn og
unglinga í Borgarleikhúsinu í sumar.
Kennt er í tveim aldurshópum:
8 -10 ára og 11 - 13 ára
Kennt verður í Borgarleikhúsinu dagana:
20. júní -24. júní
27. júní -1. júlí
4. júlí - 8. júlí
11. júlí - 15. júlí
18. júlí -22. júlí
25. júlí -29. júlí
MENNTASKÓLINN Í REYKJAVÍK
Málabraut Náttúrufræðibraut
2 nýmáladeildir
2 fornmáladeildir
2 eðlisfræðideildir
2 náttúrufræðideildir
Rektor
Nemendur 10. bekkjar
sækja rafrænt um
skólavist, en aðrir sækja
um á eyðublöðum sem
fá má á skrifstofu
skólans eða á
www.mr.is.
OPIÐ HÚS fyrir 10. bekkinga og forráðamenn þeirra
verður sunnudaginn 5. júní kl. 14-17. Þar kynna kennarar
og nemendur skólann. Allir eru hjartanlega velkomnir.
Nemendur velja um tvær meginnámsbrautir með
fjölbreyttum kjörsviðum:
Á heimasíðu skólans, www.mr.is, má finna frekari
upplýsingar um nám og starf í skólanum.
Reynsla hefur sýnt að nám í Menntaskólanum í Reykjavík
er traustur grunnur fyrir nám á háskólastigi. Nemendur
skólans eru um 830 og starfsfólk um 90.
INNRITUN í
Menntaskólann í
Reykjavík stendur yfir
dagana 5. júní kl. 14-17
og 13.-14. júní kl. 9-18.
Aðstoð við innritun er
veitt á þessum tímum
og á venjulegum
skrifstofutíma aðra
daga.
Menntaskólinn í Reykjavík við Lækjargötu 101 Reykjavík sími 545 1900 http://www.mr.is
Framtíðin er þín
leggur traustan grunn að velgengni í háskóla
SÍÐUSTU
SÝNINGAR!!!
Aðeins 2 sýningarhelgar eftir
Missið ekki af einleik Eddu Björgvins
í Borgarleikhúsinu • Sími 588 8000
Fjölbreytt lifandi dansmúsik. Allir velkomnir. - Aðgangseyrir kr. 1.500.
“Það gefur á bátinn .........”
SJÓMANNABALL
í kvöld frá kl. 22:00
í Glæsibæ við Álfheima.
Harmonikufélag Reykjavíkur.
17.00 Útskriftartónleikar Ólafs Kol-
beins Guðmundssonar píanóleikara
verða í Hásölum við Hafnarfjarðar-
kirkju. Aðgangur ókeypis, allir vel-
komnir.
■ ■ HÁTÍÐ HAFSINS
10.00 Hátíð hafsins verður flautuð
inn af skipum í Reykjavíkurhöfn.
11.00 Dorgveiðikeppni í Reykjavík-
urhöfn á hafsöguprammanum í Suð-
urbugt.
11.00 Akraborgin siglir frá Mið-
bakka Reykjavíkurhafnar til Akraness
og síðan aftur frá Akranesi klukkan
13.30.
13.00 Fiskisagan flýgur heitir ljós-
myndasýning sem opnuð verður á
hafnarbakkanum í Reykjavíkurhöfn á
Hátíð hafsins. Sýndar verða svart-
hvítar myndir Kristins Benedikts-
sonar.
13.30 Knattspyrnukeppni og
reipitog á milli skipsáhafna á Þrótt-
arvellinum í Laugardal. Hoppkastali á
staðnum fyrir yngstu gestina.
14.00 Sjóminjasafn verður opnað
að Grandagarði 8 í Reykjavík með sýn-
ingunni Togarinn á Íslandi í 100 ár.
15.00 Á málþinginu Vinir í stríði
og friði, sem verður haldið að
Grandagarði 8, verður fjallað um
samskipti íslenskra og breskra sjó-
manna í sex hundruð ár.
15.30 Félagar úr Harmonikku-
félagi Reykjavíkur taka lagið með
sjómannasveiflu í sirkustjaldinu.
19.00 Hljómsveitin Milljónamær-
ingarnir leikur fyrir dansi á Sjó-
mannahófinu í Broadway. Hinn sí-
ungi Raggi Bjarna er veislustjóri og
og sér um skemmtiatriði ásamt
Guðrúnu Gunnars og Þorgeiri Ást-
valds.
Upplýsingar um viðburði og sýningar
sendist á hvar@frettabladid.is ekki
síðar en sólarhring fyrir birtingu.
Eitt af göfugustu hlutverkum listar-
innar er að segja okkur njótendum
eitthvað sem við höfum ekki enn
komið auga á. Eitthvað sem við vit-
um í hjarta okkar að er til og er satt
– en svari þó hver fyrir sig. Það er
sagt að sannleikurinn sé fegurð og
að fegurðin sé sannleikur. Þetta
getur verið óþægilegt stundum
þegar sannleikurinn er ekki falleg-
ur og þá væntanlega góð spurning
hvort það ljóta geti verið fallegt
bara af því að það er satt? Ég svara
þessu hiklaust játandi því þvílík
upplifun getur vakið mig upp af
svefngöngu og fyllt vilja til þess að
gera heiminn betri. Og það finnst
mér svolítið fallegt.
Þvílík er sýningin í gamla Ás-
mundarsal uppá Skólavörðuholti nú
á listahátíð. Ólafur og Líbía hafa
sett saman verk sem er einn alls-
herjar hljóðskúlptúr með safni af
viðtölum við innflytjendur sem
sumir lifa í þeim raunveruleika sem
við kærum okkur ekki lengur um.
Það er nefnilega svolítið merkileg
staðreynd sem ég veit að er sönn að
við gömlu Íslendingarnir sem
þekktum peningalyktina erum að
fjarlægjast bein tengsl við undir-
stöðuatvinnuvegina og innflutt
vinnuafl er tekið við í auknum mæli
– vinnuafl sem þiggur störfin sem
við viljum ekki lengur vinna við.
Við erum meira að segja ótrúlega
mörg hætt að þekkja fisk nema nán-
ast tilreiddan í vinalegum neytenda-
umbúðum. Sumir þessara innflytj-
enda ræða um raunveruleika sem
okkur er hulinn og frá sjónarhóli
sem kemur stundum illa við okkur –
nú erum við virkilega svona eftir
allt. Til viðbótar viðtölunum eru
óþægilegar hljóðupptökur úr fisk-
vinnslusölum sem byggja þetta
hljóðalandslag sem hér er sett fram
sem hljóðskúlptúr. Þetta ótrúlega
suð peningahávaðans
Ólafur og Líbía fylla öll rými frá
kjallara til þaksvala af hljóðgjöfum.
Hér er gengið rösklega til verks og
skemmtilegt að sjá alvörufólk fást
við alvöruefni og leggja allt í það –
og skila sannfærandi árangri. Það
eru nefnilega ótrúlega fáir þeirra
sem klára listaháskóla eða aðrir
sem leggja út á listamannsbrautina
sem gera sér grein fyrir því hvað
þarf til þess að komast uppúr
meðalmennskunni og hálfkákinu.
Þau eru ein af sorglega fáum sem
hafa áttað sig á þessu og náð þessari
sérkennilegu vökuvitund sem ein-
kennir skapandi fólk. Það er mikill
heiður fyrir þetta safn sem kennir
sig við alþýðu þessa lands að hýsa
þetta verk og vel við hæfi. ■
Peningaháva›i
MYNDLIST
GUÐMUNDUR ODDUR MAGNÚSSON
Listahátíð í Reykjavík
Listasafn ASÍ
Ólafur Árni Ólafsson
Libia Pérez de Siles de Castro
Niðurstaða: „Hér er gengið rösklega til
verks og skemmtilegt að sjá alvörufólk
fást við alvöruefni og leggja allt í það –
og skila sannfærandi árangri.“