Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 59

Fréttablaðið - 04.06.2005, Page 59
Stjörnur á vellinum Það er ekki bara Jack Nicholson sem fer á völlinn til þess að fylgj- ast með sínu liði í NBA-deildinni. Heitasta liðið um þessar mundir er Miami Heat sem etur kappi við núverandi meistara Detroit Pi- stons. Aðfaranótt föstudags fór fram fimmti leikurinn og það er óhætt að segja að stjörnurnar hafi mætt og hvatt sína menn. Meðal þeirra sem mættu voru þeir hálfnafnar Colin Farrell og Jamie Foxx, sem eru um þessar mundir að leika í Miami Vice. Þá mátti einnig sjá glitta í Pharell úr N.E.R.D en sveitin hefur hætt við að hætta. Þess má til gamans geta að fyrrverandi leikmaður Los Angel- es Lakes, Shaq, leikur einmitt með Heat og því má kannski segja að hann dragi að sér stjörnurnar. Það var heimaliðið Miami sem bar sigur úr býtum í höllinni American Airlines í Miami og leiðir nú einvígið með þremur vinningum gegn tveimur. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI Vandræðagemlingurinn Bobby Brown hefur komstí kast við lögin enn einu sinni. Handtökuheimild var gefin út á hendur söngvaranum á miðvikudag þar sem hann mætti ekki fyrir rétt. Bobby ætlaði að byrja með raunveruleikaþátt á næstu mánuðum en nú hefur þættinum, Being Bobby Brown, verið frestað um óákveðinn tíma þar sem enginn veit hvar söngvarinn er. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G ET TY / N O R D IC P H O TO S JAMIE FOXX Óskarsverðlaunahafinn var mættur til að styðja sitt lið COLIN FARRELL Það er greinilegt að Farrell hefur írskt blóð í æðum sínum og bjórkrúsin var aldrei langt undan. PHARELL Hefur unnið náið með verðandi Íslandsvininum Snoop Dog en gaf sér þó tíma til þess að fylgjast með leiknum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.