Fréttablaðið


Fréttablaðið - 04.06.2005, Qupperneq 63

Fréttablaðið - 04.06.2005, Qupperneq 63
11:00 Dorgveiðikeppni. Allir skráðir þátttakendur fá bíómiða í Laugarásbíó. Sjóstangaveiðifélag Reykjavíkur hefur umsjón með keppninni. Hafnsögupramminn í Suðurbugt. Akraborgin siglir eina ferð frá Miðbakka Reykjavíkurhafnar til Akraness. Á Skaganum verður margt um að vera og geta farþegar valið um ýmsa afþreyingarkosti á meðan á dvöl þeirra stendur. Gönguferðir, strætóferð á Safnasvæðið, dorgveiði og margt fleira. Akraborgin siglir til Reykjavíkur kl. 13:30. Hopp og skopp leiktæki: leikir, leiktæki, líf og fjör. Geimsnerill, fjórhjól og rennibraut. Fitnesskeppni fyrir börn kl. 14:00 - 15:00. Miðbakkinn. 13:00 SÝNINGAR OPNA Á HÁTÍÐ HAFSINS Fiskar hafsins - Hafrannsóknarstofnun hefur staðið fyrir fisksöfnun undanfarnar vikur með hjálp góðra manna í Ögurvík og Granda. Afraksturinn er skrautlegt safn fiska sem sýnt verður á Miðbakkanum. Sýningin er einnig opin á sunnudag. Höfnin og hernámið. Ljósmyndasýning sem sýnir hlutverk Reykjavíkurhafnar á hernámsárunum. Miðbakkinn. Fiskisagan flýgur. Ljósmyndasýning með svart-hvítum myndum eftir Kristinn Benediktsson sem hann hefur tekið bæði úti á sjó og í sjávarplássum víðsvegar um landið á síðari hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Miðbakkinn. Sýningin stendur til 31. ágúst. Ljósmyndir við sjóinn. Myndir eftir 7. bekkinga úr Borgaskóla, Grandaskóla og Laugalækjarskóla í Reykjavík. Samstarf við Myndver grunnskólanna. Stefán Jón Hafstein formaður Menningar- og ferðamálaráð Reykjavíkurborgar opnar sýningarnar. Allir velkomnir. 13:00 - 16:00 TJALDIÐ – KOMDU OG KYNNSTU HAFINU, IÐNAÐI OG ÍÞRÓTTUM TENGDU ÞVÍ. Sendu bréf út í heim. Helga Kristrún Hjálmarsdóttir stýrir flöskuskeytalistsmiðju. Siglt verður með Sæbjörginni kl. 15:00 og flöskunum kastað út í hafsauga. Harmonikkan ómar. Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur taka lagið. Vöfflur og kaffi. Kvennadeild Slysavarnarfélagsins Landsbjargar selur sígildar veitingar. Auðlindadeild Háskólans á Akureyri sýnir neðansjávarmyndir frá hverastrýtunum í Eyjafirði. Fiskistofa. Fulltrúar Fiskistofu kynna starfsemi stofnunarinnar og upplýsingavef hennar. Blöðrur, sælgæti og íslenskt vatn að drekka. Hafsúlan kynnir starfsemi sína. Tilboð verða á Hvalaskoðunarferðum og opið hús í fræðslusetrinu í Hvalstöðinni við Ægisgarð. Kynning á Faxaflóahöfnum sf. Hafnirnar i Reykjavik, Akranesi, Grundartanga og Borgarnesi sameinuðust undir nafninu Faxaflóahafnir sf þann 1. janúar í ár. Starfsemi hins nýja fyrirtækis verður kynnt með máli og myndum og einnig verður nýr vefur aðgengilegur á svæðinu. Fjöltækniskóli Íslands kynnir námsframboð skólans s.s. skipstjórnar- og vélstjórnarsvið auk nýs tæknisviðs. Sjómennt fræðslusjóður sjómanna kynnir starfsemi og styrktarmöguleika sjóðsins. Kænu- og kappróðradeild Brokeyjar kynnir námskeið og sýnir báta. Elding kynnir hvalaskoðun og sjóstangaveiði. Sérstakt tilboð er í hvalaskoðunarferðir um helgina. Hampiðjan sýnir þrívíddarmyndir af Gloríutrollum Hampiðjunnar. Vaktstöð siglinga, Stjórnstöð Landhelgisgæslu Íslands, Sjálfvirka tilkynningaskyldan og Strandastöðvarnar. Sportkafarafélag Íslands eldar öðuskel, sýnir köfunarbúnað og kafar í höfninni. Björgunarsveitin Ársæll verður með bíla sína til sýnis á Miðbakkanum. 13:30 Knattspyrnukeppni og reiptog á milli skipsáhafna á gervigrasvellinum í Laugardal. Hoppkastali á staðnum fyrir yngstu gestina. 14:00 Víkin - Sjóminjasafnið í Reykjavík. Sjóminjasafnið opnar sína fyrstu sýningu: Togarinn á Íslandi í 100 ár. Grandagarði 8. Safnið er opið milli 14:00 – 17:00 á laugardag og sunnudag. Sætaferðir verða á milli Miðbakka og safnsins kl.13:30 - 15:30 frá Esso stöðinni Geirsgötu. Ókeypis aðgangur alla helgina. Eyjahringurinn, elsta siglingakeppni landsins. Ræst með fallbyssu frá Miðbakka. 14:00 - 15:00 Hefurðu klappað krabba? Börn úr 6. bekk Grandaskóla sýna ýmiskonar sjávarlífverur. Í samstarfi við Sjávardýrasafn Fjölskyldu- og húsdýragarðsins. Miðbakkinn. 14:30 Klaufar og kóngsdætur - ævintýraheimur H.C Andersen. Atriði úr vinsælli sýningu Þjóðleikhússins í Sirkustjaldinu á Miðbakka. 15:00 Flöskuskeytasigling með Sæbjörginni. Hvar endar bréfið þitt? Lagt af stað frá Miðbakka. Vinir í stríði og friði - málþing um samskipti íslenskra og breskra sjómanna í sex hundruð ár. Fyrirlesarar: Helgi Þorláksson, Jón Þ. Þór, Robb Robinsson, Alan Hopper og Ken Knox. Sjóminjasafninu í Reykjavík Grandagarði 8. Samstarf Sjóminjasafnsins í Reykjavík og ReykjavíkurAkademíunnar. Hljómsveitin Geirfuglarnir og Sjómannalagakeppni Hátíðar hafsins og Rásar 2. Geirfuglarnir leika eigin sjómannalög og að auki munu flytja vinningslagið úr Sjómannalagakeppninni Hátíðar hafins og rásar 2. Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna veitir vinningshafa verðlaun. Sirkustjaldið, Miðbakka. 15:30 Hin eina sanna sjómannasveifla. Félagar úr Harmonikkufélagi Reykjavíkur taka lagið í sirkustjaldinu. 19:00 Sjómannahófið á Broadway. Miðasala í Broadway. 20:00 Sagan um Gústa trúð. Hinn heimsþekkti franski sirkus, Cirque, slær upp tjaldi á Miðbakkanum. Sagan um Gústa trúð er samstarfsverkefni Listahátíðar í Reykjavík og Hátíðar hafsins með stuðningi Símans. Miðaverð er 3000 kr. fyrir fullorðna en 2000 fyrir börn. Miðasala í síma: 552 8588 og í Bankastræti 2. Dagskráin í dag laugardaginn 4. júní Samstarfsaðilar: Listahátíð í Reykjavík og Íþrótta- og tómstundaráð Reykjavíkur Skemmtisigling fjöskyldunnar • Gunni & Felix • Sjósund • Ráarslagur • Kappróður • Listflug Á meðal dagskráratriða á morgun: Eftirtalin fyrirtæki og stofnanir styrktu Hátíð hafsins 2005: ÚTGERÐARFÉLAGIÐ FRIGG SAMSKIP Sjávarútvegsráðuneytið ÚTGERÐARFÉLAGIÐ INGIMUNDUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.