Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 13.06.2005, Síða 8
13. júní 2005 MÁNUDAGUR MENNTASKÓLINN VIÐ SUND S é r h æ f ð u r b ó k n á m s s k ó l i Í tilefni af innritun verða opnir dagar í Mennta- skólanum við Sund dagana 13. og 14. júní frá kl. 8.10 til kl. 19.00 báða dagana. • NÁMSFRAMBOÐ Gestum gefst kostur á að fræðast um skólann, skoða sig um og kynna sér námsframboðið. • RAFRÆN INNRITUN Stjórnendur og námsráðgjafar verða til viðtals og veita nemendum aðstoð við val og innritun. Rafrænni innritun lýkur á miðnætti 14.júní. VERIÐ VELKOMIN Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43 | 104 Reykjavík sími: 580 7300 | www.msund.is Opnir dagar A 4 H Ö N N U N A R S T O FA / H G M SAMGÖNGUR Rannsóknir verða gerð- ar á íslenska vegakerfinu í sumar út frá alþjóðlegum vegaöryggisstaðli EuroRAP. „Þetta er alþjóðlegur öryggisstaðall byggður á stöðluðu kerfi um mat á öryggi vega. Hann byggist á því að meta umhverfi, mannvirki og annað sem tengist ör- yggi vegarins,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fulltrúar frá EuroRAP koma hingað til lands og hafa umsjón með athugunum. Til að byrja með verða gerðar athuganir á helstu vegum í um 50 km radíus frá höfuðborgar- svæðinu. „Hugmyndafræðin með EuroRAP er sú að við sem neytend- ur getum haft hugmynd um aðstæð- ur á þeim vegum sem við keyrum á, þetta er því verkfæri fyrir hinn al- menna neytanda og eins viðmiðun- arstaðall fyrir vegagerðarmenn, annars vegar milli svæða og hins vegar milli landa,“ segir Runólfur. Íslenskum vegum verða síðar gefnar stjörnur frá einni upp í fjór- ar eftir öryggi út frá EuroRAP. Fyrstu niðurstöður rannsóknanna verða birtar í haust. - ifv DÓMSTÓLAR Áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Japan Tobacco og tóbaksverslunarinnar Bjarkar frá því í lok apríl. Í honum var hafnað kröfum um að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni og um að tóbaksframleiðandinn mætti birta upplýsingar um tóbaksvarning sinn, svo sem um útlitsbreytingar pakkninga eða breytingar á tóbaksblöndun. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður fyrirtækjanna, telur ein- stakt að sett hafi verið á sam- skiptabann fyrirtækja og markað- ar líkt og gert var með tóbaksvarn- arlögum. Hann segir Evrópureglur kveða á um að taka þurfi tillit til viðskiptahagsmuna og hugverka- réttinda við takmörkun á sölu og dreifingu, en áréttar að fyrirtækið sé ekki að mótmæla gildandi banni á tóbaksauglýsingum. Um miðjan maí var ríkið einnig sýknað af kröfum tóbaks- framleiðandans British American Tobacco þar sem kröfur voru áþekkar og hjá Japan Tobacco. Jakob R. Möller, lögmaður fyrir- tækisins, segir ekki búið að taka ákvörðun um hvort því máli verði áfrýjað, en fyrirtækið fékk þýdd- an dóminn fyrst í hendur í byrjun vikunnar. - óká Alþjóðlegur öryggisstaðall fvrir vegi: Meta íslensku fljó›vegina EURORAP Bíll líkur þessum., Mercedes Benz A-150, verður notaður við vegamat EuroRAP. Japan Tobacco og verslunin Björk gegn ríkinu: Tóbaksdómur fyrir Hæstarétt Í TÓBAKSVERSLUNINNI BJÖRK Sölvi Óskarsson í tóbaksversluninni Björk við Bankastræti þarf að draga tjald fyrir hluta varningsins sem hann hefur að bjóða í verslun sinni til að forðast brot á tóbaksvarnarlöggjöf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.