Fréttablaðið - 13.06.2005, Side 8

Fréttablaðið - 13.06.2005, Side 8
13. júní 2005 MÁNUDAGUR MENNTASKÓLINN VIÐ SUND S é r h æ f ð u r b ó k n á m s s k ó l i Í tilefni af innritun verða opnir dagar í Mennta- skólanum við Sund dagana 13. og 14. júní frá kl. 8.10 til kl. 19.00 báða dagana. • NÁMSFRAMBOÐ Gestum gefst kostur á að fræðast um skólann, skoða sig um og kynna sér námsframboðið. • RAFRÆN INNRITUN Stjórnendur og námsráðgjafar verða til viðtals og veita nemendum aðstoð við val og innritun. Rafrænni innritun lýkur á miðnætti 14.júní. VERIÐ VELKOMIN Menntaskólinn við Sund | Gnoðarvogi 43 | 104 Reykjavík sími: 580 7300 | www.msund.is Opnir dagar A 4 H Ö N N U N A R S T O FA / H G M SAMGÖNGUR Rannsóknir verða gerð- ar á íslenska vegakerfinu í sumar út frá alþjóðlegum vegaöryggisstaðli EuroRAP. „Þetta er alþjóðlegur öryggisstaðall byggður á stöðluðu kerfi um mat á öryggi vega. Hann byggist á því að meta umhverfi, mannvirki og annað sem tengist ör- yggi vegarins,“ segir Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB. Fulltrúar frá EuroRAP koma hingað til lands og hafa umsjón með athugunum. Til að byrja með verða gerðar athuganir á helstu vegum í um 50 km radíus frá höfuðborgar- svæðinu. „Hugmyndafræðin með EuroRAP er sú að við sem neytend- ur getum haft hugmynd um aðstæð- ur á þeim vegum sem við keyrum á, þetta er því verkfæri fyrir hinn al- menna neytanda og eins viðmiðun- arstaðall fyrir vegagerðarmenn, annars vegar milli svæða og hins vegar milli landa,“ segir Runólfur. Íslenskum vegum verða síðar gefnar stjörnur frá einni upp í fjór- ar eftir öryggi út frá EuroRAP. Fyrstu niðurstöður rannsóknanna verða birtar í haust. - ifv DÓMSTÓLAR Áfrýjað hefur verið til Hæstaréttar dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Japan Tobacco og tóbaksverslunarinnar Bjarkar frá því í lok apríl. Í honum var hafnað kröfum um að stilla mætti út tóbaksvörum í versluninni og um að tóbaksframleiðandinn mætti birta upplýsingar um tóbaksvarning sinn, svo sem um útlitsbreytingar pakkninga eða breytingar á tóbaksblöndun. Hróbjartur Jónatansson, lög- maður fyrirtækjanna, telur ein- stakt að sett hafi verið á sam- skiptabann fyrirtækja og markað- ar líkt og gert var með tóbaksvarn- arlögum. Hann segir Evrópureglur kveða á um að taka þurfi tillit til viðskiptahagsmuna og hugverka- réttinda við takmörkun á sölu og dreifingu, en áréttar að fyrirtækið sé ekki að mótmæla gildandi banni á tóbaksauglýsingum. Um miðjan maí var ríkið einnig sýknað af kröfum tóbaks- framleiðandans British American Tobacco þar sem kröfur voru áþekkar og hjá Japan Tobacco. Jakob R. Möller, lögmaður fyrir- tækisins, segir ekki búið að taka ákvörðun um hvort því máli verði áfrýjað, en fyrirtækið fékk þýdd- an dóminn fyrst í hendur í byrjun vikunnar. - óká Alþjóðlegur öryggisstaðall fvrir vegi: Meta íslensku fljó›vegina EURORAP Bíll líkur þessum., Mercedes Benz A-150, verður notaður við vegamat EuroRAP. Japan Tobacco og verslunin Björk gegn ríkinu: Tóbaksdómur fyrir Hæstarétt Í TÓBAKSVERSLUNINNI BJÖRK Sölvi Óskarsson í tóbaksversluninni Björk við Bankastræti þarf að draga tjald fyrir hluta varningsins sem hann hefur að bjóða í verslun sinni til að forðast brot á tóbaksvarnarlöggjöf. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.