Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 2
2 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR Fyrrverandi Klu Klux Klan-maður sýndi enga iðrun: Fær sextíu ára fangelsisdóm FÍLADELFÍA, AP Edgar Ray Killen fékk í gær sextíu ára fangelsis- dóm, tuttugu ár fyrir hvert mannsdrápanna þriggja sem hann var sakfelldur fyrir á þriðjudag. Killen var talinn hafa leitt hóp Klu Klux Klan-manna sem myrtu þrjá baráttumenn fyrir mannréttind- um árið 1964. Sjö af samverkamönnum Killen voru dæmdir fyrir morð- in árið 1967, en enginn þeirra sat lengur inni en sex ár. Killen, sem var prestur, var ekki sakfelldur þá þar sem einn kviðdómend- anna sagðist ekki geta sakfellt prest. Killen sýndi engin svipbrigði þegar dómurinn var lesinn upp. Karlmennirnir sem voru myrt- ir voru allir í kringum tvítugt. Tveir þeirra höfðu sérstaklega ferðast frá New York til Miss- issippi til að hjálpa blökkumönn- um að skrá sig sem kjósendur. Morðin á þremenningunum vöktu mikinn óhug í Bandaríkjun- um og ýttu undir það að löggjöf sem staðfesti borgaraleg réttindi blökkumanna var samþykkt sama ár. Myndin „Missisippi Burning“ frá árinu 1988 var byggð á atburð- unum. - grs Formaður Verslunarráðs Íslands: Ekki næg tengsl milli valds og ábyrg›ar EFNAHAGSMÁL Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Verslunar- ráðs Íslands, segir að niðurstaða Ríkisendurskoðunar um fjárlög 2004 veki upp spurningar um tengsl valds og ábyrgðar hjá forstöðumönnum ríkisstofnana. „Það er búið að færa valdið meira og meira til yfirmanna og forstöðumanna en ábyrgðin hefur ekki flust með,“ segir Þór. Hann segir að þótt ný lög um opinbera starfsmenn eigi að gefa svigrúm til aukins aðhalds virð- ist sem það hafi ekki verið nýtt og forstöðumenn geti óáreittir farið fram úr fjárheimildum ár eftir ár. Þetta hefur að mati Þórs mjög slævandi áhrif á aðra for- stöðumenn sem vilja kappkosta að halda sig innan heimilda. „Það er efnahagsuppgangur hér heima en það getur ekki þýtt það að þjóðin hafi efni á því að þetta stærsta fyrirtæki landsins sé rekið þannig að það fari langt út fyrir áætlanir,“ segir Þór. - þk FRAMHALDSSKÓLAR Álíka margir nýir nemendur sækja um að kom- ast í framhaldsskóla nú og á síð- asta ári, en sá árgangur var mjög stór og erfitt var að finna öllum stað í kerfinu. Nokkrir skólar hafa nú þegar lokið öllum nýskráning- um, en það eru þeir skólar sem mest ásókn var í og fylltust í fyrstu skráningalotu. Óvenju mikil aðsókn var að Verzlunarskóla Íslands, en 560 sóttu um hann sem aðalskóla. Af þeim fengu hins vegar aðeins 340 skólavist og rúmlega hundrað fleiri nemendum var vísað frá en í fyrra. Aðrir fimmhundruð nem- endur sem valið höfðu skólann til vara áttu því enga von um að kom- ast að. Aðstoðarskólastjóri Verzl- unarskólans taldi sennilegt að þetta væri mesta aðsókn í sögu skólans. Á síðasta ári var aðeins um hundrað vísað frá. Kvennaskólinn þurfti að vísa frá yfir helmingi umsækjenda. 256 sóttu um skólann sem fyrsta val en aðeins var tekið við 135 nýnemum. Þegar tekið er tillit til vara- umsókna sem skól- anum bárust hefur alls 187 um- sóknum verið hafnað. Óvenju- margir voru teknir í Kvennaskól- ann á síðasta ári og því komust færri að í ár. Menntaskólinn í Reykjavík og Menntaskólinn við Hamrahlíð höfðu einnig lokið nýskráningum í gær. Rafrænt innritunarkerfi fyrir þá sem voru að ljúka grunnskóla virðist almennt gefa góða raun. Fljótlegt er að senda umsóknir þeirra sem ekki komust inn í fyrsta valskóla yfir á næsta skóla og betri yfirsýn fæst yfir skráningarstöð- una í heild. Einn skólastjórnandi segist þó sakna þess að fá ekki meiri upplýsingar um nemendur, eins og til dæmis um skólasókn. Aðrir skólar ljúka nýskráning- um á næstunni. Þótt álíka margir sæki um skólavist og á síðasta ári er ástandið þó ekki jafn erfitt. Vonast er til að allir sem þess óska komist í framhaldsnám. grs@frettabladid.is Sparisjóður Skagafjarðar: Deilurnar lag›ar ni›ur VIÐSKIPTI „Við erum ágætlega sáttir við þessa niðurstöðu. Menn töluðu í þá átt að vinna saman og halda áfram á uppbyggingar- braut,“ segir Valgeir Bjarnason, en hann var í gær kosinn í stjórn Sparisjóðs Skagfirðinga á aðal- fundi. Deilur hafa verið í stjórn sparisjóðsins vegna sölu Kaupfé- lags Skagfirðinga á stofnfé til tengdra aðila og ákvörðunar um fjórföldun stofnfjár. Vildu gömlu stofnfjáreigend- urnir ógilda gjörningana fyrir dómi, sem KS-menn féllust ný- lega á. Á aðalfundinum í gær var ákveðið að tvöfalda stofnféð og að fylkingarnar fengju hvor tvo menn í stjórn. Gísli Kjartansson, í Sparisjóði Mýrarsýslu, er formaður stjórn- arinnar og oddamaður. – bg 33 ára maður: Situr inni í 18 mánu›i DÓMSTÓLAR Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur á þriðjudag var 33 ára gamall maður dæmdur í 18 mánaða fangelsi. Enn fremur var áréttuð ævi- löng ökuréttarsvipting yfir hon- um og einnig gert upptækt bit- vopn og tæplega eitt og hálft gramm af amfetamíni sem á hon- um fannst. Maðurinn reyndi í september í fyrra að ræna Péturspöbb á Höfðabakka með táragasbrúsa. Auk þess ók hann bifreiðum án tilskilinna ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns og sljóvg- andi lyfja við ýmis tækifæri. Þar við bætist að hann sveik út vörur hjá þremur fyrirækjum í borg- inni, einu þarf hann að greiða rúmlega 200.000 króna bætur. -óká Hlutafjárútboð Actavis: Mikil eftirspurn VIÐSKIPTI Mikil eftirspurn var eftir bréfum sem í boði voru til kaups í forgangsréttarútboði Actavis Group sem lauk í gær. Alls voru boðnir til sölu rúm- lega 543 milljón hlutir á verðinu 38,50 kr. á hlut, eða að andvirði 20,9 milljarðar króna. Alls tóku þátt hluthafar sem eiga 96,1 pró- sent hlutafjár og óskuðu þeir alls eftir nær 795 milljónum hluta að andvirði 30,6 miljarðar króna. Það samsvarar 46,2 prósenta um- framáskrift eftir þeim hlutum sem í boði voru eða 9,7 milljörðum meira en var til sölu. - hh LÖGREGLA HANDTEKINN MEÐ KANNABISEFNI Lögreglan í Borgarnesi handtók mann á þrítugsaldri eftir að lítið magn af kannabisefnum fannst í bíl hans í fyrrinótt. Hann var stöðvaður á þjóðveginum rétt fyrir utan bæinn við venjubundið eftirlit en þegar lögreglu grunaði hann um að vera undir áhrifum fíkniefna hóf hún leit í bílnum. Honum var sleppt að lokinni yfir- heyrslu og málið telst upplýst. FRAMLENGT VARÐHALD Gæslu- varðhald yfir bresku pari, sem talið er hafa stolist úr landi með Norrænu með tvo bílaleigubíla með sér auk meintra fjársvika hér, var í Héraðsdómi Reykjavík- ur í gær framlengt til 30. júní. Í ljós hefur komið að vegabréf mannsins var falsað. MENNTASKÓLINN Í KÓPAVOGI Stjórnendur skólans hafa náð tökum á margra ára rekstr- arvanda en skólinn hefur stækkað mjög ört. Fjárhagsvandi MK: Hefur komist fyrir vandann SKÓLAMÁL Menntaskólinn í Kópa- vogi hefur náð tökum á langvar- andi rekstrarhalla sem rekja má allt aftur til ársins 1996 og hefur síðustu ár verið afgangur af rekstri skólans. Þetta kemur fram í greinargerð Ríkisendurskoðunar um fjárlög ársins 2004. Menntaskólinn óx mun hraðar en gert var ráð fyrir í fjárlögum. Frá árinu 1998 hafa húsnæði og nemendafjöldi skólans rúmlega tvöfaldast. Ríkisendurskoðun segir enn fremur nauðsynlegt að samkomu- lag náist milli skólans og mennta- málaráðuneytisins um úrlausn á uppsöfnuðum halla sjóðsins gagn- vart ríkissjóði frá fyrri árum. - grs SPURNING DAGSINS Jóhann, er flér illa vi› síma? „Nei, og ég vil ekki selja hann. En síma- staurar eru úrelt fyrirbæri sem eiga ekkert erindi hér lengur.“ Jóhann Sveinbjörnsson er fallbyssumeistari á Seyðisfirði. 17. júní hæfði fallbyssuskot hans gamlan símastaur í bænum. GAGNRÝNIR HIÐ OPINBERA Þór Sigfússon telur að tengslin milli valds og ábyrgðar séu ekki nægilega sterk í opinberum stofnunum. Á LEIÐ Í RÉTTARSALINN Killen er átt- ræður og ófær um að ganga. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P Hundru›um nema synja› um skólavist Fjórir framhaldsskólar hafa flegar loki› n‡skráningum. Meta›sókn var a› Verzlunarskóla Íslands og Kvennaskólinn flurfti a› vísa frá yfir helmingi um- sækjenda. N‡tt rafrænt skráningarkerfi vir›ist gefa gó›a raun. VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS Sennilega er þetta mesta aðsókn í sögu skólans. KVENNASKÓLINN Tæplega helmingi þeirra sem sóttu um hann sem fyrsta skóla þurfti að vísa frá.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.