Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 6
6 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Ræningjar eru aðsópsmiklir þessa dagana:
Starfsfólki ógna› me› steikarhnífi
LÖGREGLUMÁL Vopnað rán og til-
raun til annars slíks voru gerð á
höfuðborgarsvæðinu í fyrra-
kvöld.
Á ellefta tímanum í fyrrakvöld
ógnaði ung kona afreiðslustúlku á
veitingastaðnum American Style
við Nýbýlaveg með steikarhnífi
og krafðist peninga. Afgreiðslu-
stúlkan forðaði sér inn í eldhús.
Konan gerði þá sjálf tilraunir til
að opna sjóðvélar staðarins en
þær misheppnuðust með öllu.
Starfsmenn hringdu strax í lög-
reglu en konan var horfin þegar
lögregla kom á vettvang. Lögreglan
í Kópavogi telur líklegast að konan
hafi fengið hnífinn á staðnum.
Um það bil hálftíma síðar var
gerð sams konar tilraun í Lyfju
við Lágmúla en þá var árásarkon-
an vopnuð sprautunál. Hún náði
nokkru magni af lyfseðilskyldum
lyfjum og var horfin þegar lög-
reglumenn komu að.
Lögreglan í Reykjavík handtók
í gærdag konu um tvítugt sem
grunuð er um ránið í Lyfju en
ekki fæst gefið upp að svo stöddu
hvort hún sé einnig grunuð um
ránstilraunina á American Style.
Jafnframt handtók lögreglan í
Reykjavík karlmann sem grunað-
ur er um rán á rítalíni og öðrum
lyfjum í Lyfju við Háaleitisbraut
síðasta föstudag en hann var
einnig vopnaður sprautunál.
-jse
Pólverjar sem komu til landsins fyrir tilstuðlan Geymis ehf.:
Komnir me› öll tilskilin leyfi
ATVINNUMÁL „Ég er kominn með
alla pappíra og leyfi og þessir
menn eru nú starfandi fyrir mig á
löglegan hátt,“ segir Sverrir
Pétur Pétursson, málarameistari
og eigandi SPP Málunar ehf.
Fjórir af þeim Pólverjum sem
hingað komu fyrir tilstuðlan
Geymis og störfuðu án heimilda
og á lágum launum voru á mála
hjá SPP Málun. Sverrir fullyrðir
að hann hafi á engan hátt komið
að launasamningum eða kjaravið-
ræðum við mennina fjóra. „Það
fór alfarið í gegnum Geymi og ég
forvitnaðist ítrekað um hvort ekki
hefði verið gengið frá öllum
leyfum og launum og mér var
aftur og aftur tjáð að svo væri.“
Hann segist hins vegar hafa
komist að því að skömmum tíma
liðnum að ekki væri allt með
felldu. Þá varð gerð gangskör að
því að bæta úr því sem þurfti og
fékk fyrirtækið aðstoð til þess
arna. „Þessir menn eru aftur
komnir til starfa hjá mér og ég
hef fengið fyrir þá tilskilin leyfi
og málinu því vonandi lokið hvað
þá snertir.“
-aöe
fir‡st á um Va›lahei›argöng
Ákve›i› hefur veri› a› breyta undirbúningsfélagi vegna Va›lahei›arganga í framkvæmdafélag og stór-
auka hlutafé. A›standendur verkefnisins segja fjármálastofnanir áhugasamar um fjármögnun en eftir á
a› semja vi› samgönguyfirvöld.
JARÐGANGAGERÐ Á aðalfundi
Greiðrar leiðar á Akureyri síðast-
liðinn miðvikudag var samþykkt
að breyta félaginu úr undirbún-
ingsfélagi vegna Vaðlaheiðar-
ganga við Eyjafjörð í fram-
kvæmdafélag. Jafnframt var
ákveðið að auka hlutafé félagsins
úr 4,4 milljónum króna í allt að
100 milljónir króna. Pétur Þór
Jónasson, stjórnarformaður
Greiðrar leiðar, segir að fram-
kvæmdin hafi verið kynnt fyrir
samgönguyfirvöldum og í sumar
muni félagið óska eftir formleg-
um viðræðum við Sturlu Böðvars-
son samgönguráðherra um að-
komu ríkisins að verkefninu.
„Stjórn félagsins hefur rætt við
fjármálastofnanir um hugsanlega
fjármögnun Vaðlaheiðarganga og
lýstu þær allar yfir miklum áhuga
á að koma að verkefninu,“ segir
Pétur Þór.
Áætlanir Greiðrar leiðar gera
ráð fyrir að heildarkostnaður við
sjö kílómetra löng göng undir
Vaðlaheiði verði rúmir fjórir
milljarðar króna. Fram til þessa
hafa undirbúningsrannsóknir
verið kostaðar af Kaupfélagi Ey-
firðinga en auk þess samþykkti
stjórn KEA í fyrra að leggja
Greiðri leið til allt að 100 milljón-
ir króna eftir að félaginu hefði
verið breytt í framkvæmdafélag,
eins og nú er búið að gera.
Í rekstrarlíkani sem forsvars-
menn Greiðrar leiðar hafa unnið
með vegna fjármögnunar og
reksturs ganganna er gert ráð
fyrir um 500 milljóna króna stofn-
framlagi frá ríkinu til gerðar
Vaðlaheiðarganga, jafnframt því
sem virðisaukaskattur verði felld-
ur niður með sama hætti og gert
var við gerð Hvalfjarðarganga.
Í næsta mánuði hefst undir-
búningur rannsóknarborana sem
varpa eiga ljósi á jarðlögin í heið-
inni og gert er ráð fyrir að jarð-
fræðiskýrsla vegna útboðs verði
tilbúin í febrúar á næsta ári. „Að
fenginni þeirri skýrslu munum
við taka upp viðræður við land-
eigendur á því svæði þar sem
göngin verða byggð,“ segir Pétur
Þór.
Samkvæmt nýjum tilgangi
félagsins mun Greið leið standa
fyrir kynningarstarfi, áætlana-
gerð, jarðfræðirannsóknum, um-
hverfismati og samningum við
ríki og fjárfesta vegna Vaðlaheið-
arganga. „Greið leið mun jafn-
framt fjármagna gerð ganganna
og reka þau með innheimtu
veggjalda en við reiknum með að
veggjöldin verði helmingi lægri
en þau sem nú eru innheimt af
vegfarendum um Hvalfjarðar-
göng. Eftir að öll lán vegna fram-
kvæmdanna verða greidd upp, og
hlutafé hefur verið greitt til baka
til eigenda með hæfilegri ávöxt-
un, mun Greið leið afhenda ríkis-
sjóði göngin,“ segir Pétur Þór.
kk@frettabladid.is
Stjórnsýslukvörtun:
Vilja stö›va
skólameistara
MENNTAMÁL Félag framhaldsskóla-
kennara hefur lagt fram stjórn-
sýslukvörtun við menntamála-
ráðuneytið fyrir hönd Ingibjargar
Ingadóttur, enskukennara við
Menntaskólann á Ísafirði.
Aðalheiður Steingrímsdóttir,
formaður félagsins, segir Ólínu
Þorvarðardóttir, skólameistara
MÍ, hafa farið gróflega út fyrir
valdsvið sitt þegar hún ákvað á
dögunum að óháður aðili ætti að
endurfara yfir próf Ingibjargar
án þess að kvörtun hefði borist.
Hún vill að ráðuneytið stöðvi
Ólínu í tilraunum sínum til að bola
Ingibjörgu frá skólanum. ■
Geisladiskar heimsins:
firi›jungur
ólöglegur
MADRÍD, AP Hópur tónlistarútgef-
enda hefur gefið út skýrslu þar
sem því er haldið fram að einn af
hverjum þremur tónlistargeisla-
diskum sem seldust í heiminum á
síðasta ári hafi verið útgefinn í
trássi við lög um höfundarrétt.
Í þessari sömu skýrslu kemur
fram að tónlistariðnaðurinn hafi
orðið af 4,6 milljörðum Banda-
ríkjadala á síðasta ári, um 300
milljörðum íslenskra króna, og í
31 landi sé markaður fyrir ólög-
legar útgáfur stærri en markað-
urinn fyrir þær löglegu.
Stærsti markaðurinn fyrir sjó-
ræningjadiska er í Kína en þar er
talið að um 85 prósent af seldum
geisladiskum séu ólöglegir.
Lítið er um sölu sjóræningja-
diska hérlendis og hefur
Íslendingur verið hrósað fyrir
vikið. ■
Verður Alfreð Þorsteinsson
góður forseti borgarstjórnar?
SPURNING DAGSINS Í DAG:
Hefur ASÍ farið offari í máli
pólsku verkamannanna sem
vinna fyrir Geymi ehf.?
Niðurstöður gærdagsins á visir.is
55,36%
44,64%
Nei
Já
Farðu inn á fréttahluta visir.is
og segðu þína skoðun
KJÖRKASSINN
KOMNIR AFTUR TIL VINNU Hluti þeirra Pólverja sem hingað komu gegnum Geymi ehf.
hefur fengið atvinnuleyfi og munu starfa hér áfram. Myndin tengist fréttinni ekki.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
IL
H
EL
M
AÐALFUNDARFULLTRÚAR Þrjátíu hluthafar eiga hlut í Greiðri leið. Stærstu hluthafar eru
Akureyrarbær, 35,91 prósent, KEA, 22,67 prósent, og Þingeyjarsveit, 11,33 prósent. Aðrir
hluthafar eiga allir innan við 10 prósenta hlut hver.
AKUREYRI SÉÐ ÚR VAÐLAHEIÐI Gangamunninn að vestanverðu verður að líkindum
nálægt þessum stað en áður en það verður ákveðið endanlega þarf að gera rannsóknar-
boranir sem ásamt annarri gagnavinnslu kostar allt að 60 milljónir króna.
AMERICAN STYLE Misheppnuð tilraun var
gerð til að ræna staðinn í fyrrakvöld.