Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 8

Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 8
24. júní 2005 FÖSTUDAGUR Ófri›arbáli› í Írak vir›ist óslökkvandi Ekkert lát er á vargöldinni í Írak en sí›astli›inn hálfan annan sólarhring hafa tæplega fjörutíu manns be›i› flar bana. Seti› er um líf fleirra súnnía sem vilja taka flátt í stjórnmálauppbyggingu landsins. ÍRAK Tæplega fjörutíu manns fór- ust í hryðjuverkaárásum víðs vegar í Írak síðastliðinn sólar- hring, þar á meðal virtur laga- prófessor úr röðum súnnía sem hafði lýst áhuga á að taka þátt í samningu stjórnarskrár landsins. Ekkert lát er því á ofbeldisverk- um í landinu. Seint í fyrrakvöld sprungu fjórar bílsprengjur í Shula-hverf- inu í Bagdad með þeim afleiðing- um að 23 týndu lífi. Í gærmorgun voru svo tvær bílsprengjuárásir gerðar fyrir utan jafn margar moskur í Karradah-hverfinu í höfuðborginni. Sprengjurnar sprungu nánast samtímis og biðu fimmtán manns bana af þeirra völdum en 28 særðust. Árásirnar eiga það sammerkt að vera allar gerðar í hverfum sem einkum eru byggð sjíum og framdar um það leyti sem flest fólk er á götunum. Tilræðin í Shula voru gerð rétt áður en út- göngubannið tók gildi og því voru margir á leið heim úr verslunum og af veitingingahúsum. Karra- dah-sprengjurnar sprungu hins vegar snemma morguns þegar margt fólk kaupir inn áður en kæfandi hitinn færist yfir borg- ina. Samtökin Ansar al-Sunnah, sem í eru súnníarabar og Kúrdar, kváðust í yfirlýsingu á netinu hafa staðið á bak við tilræðin í fyrrakvöld. Á miðvikudagskvöldið var svo Jassim al-Issawi, lagaprófessor úr hópi súnnía, skotinn til bana, en hann hafði sóst eftir því að fá að taka þátt í að semja stjórnar- skrá landsins. Morðið var aug- ljóslega framið til að fæla súnnía frá því að taka þátt í stjórnmála- uppbyggingu landsins. Ekki er vitað hverjir bera ábyrgð á morð- inu en al-Kaída í Írak hefur hótað þeim súnníum dauða sem starfa með ríkisstjórninni eða her- námsliðinu. 1.240 Írakar hafa nú fallið í átökum og tilræðum síðan ríkis- stjórn Ibrahim al-Jaafari tók við völdum. Rósturnar í landinu hafa þannig aukist þvert á það sem búist var við. Samtök á borð við al-Kaída eru vissulega ábyrg fyrir mörgum dauðsfallanna en jafnframt vegur þungt að óánægja súnnía með hlut sinn í stjórn landsins hefur vaxið stöðugt. Þeir höfðu töglin og hagldirnar í stjórn landsins þar til Saddam Hussein var steypt af stóli en síðan hefur hallað undan fæti. Atvinnuleysi í landinu er ennþá mikið og upp- byggingin hefur gengið hægar fyrir sig en reiknað er með – ekki síst vegna ótrausts öryggis- ástands. Ástandið leiðir aftur á móti til þess að æsingamenn finna frjóan jarðveg í röðum þeirra sem óánægðastir eru með sinn hag. Þar með hefur myndast vítahringur sem erfitt er fyrir landsmenn að losna út úr. sveinng@frettabladid.is Leiðari sænska Aftonbladet: Skammar norræna rá›herra STJÓRNMÁL Utanríkisráðherrar Norðurlandanna hittust í Brussel á þriðjudag vegna ráðstefnu Evr- ópusambandsins um ástandið í Írak. Í kjölfar fundarins skrifuðu utanríkisráðherrarnir grein í Svenska Dagbladet þar sem þeir lýstu sameiginlegri skoðun sinnu um að standa skuli mynduglega að uppbyggingu lýðræðis í Írak. Í greininni stendur að enginn hafi efni á því að uppbygging í Írak mistakist. Í gær birtist svo leiðari í sænska blaðinu Aftonbladet þar sem þessi grein utanríkisráðherr- anna er gagnrýnd harðlega. Í leið- aranum segir að þótt utanríkis- ráðherrarnir impri mikið á örygg- isvandanum sem nú er í Írak og tali fullum hálsi um harðæri í landinu í meira en tuttugu ár sé ekki minnst einu orði á ólöglegt stríð Bandaríkjamanna í Írak. Í leiðaranum segir að utanríkisráð- herrarnir taki upp málstað Banda- ríkjastjórnar án nokkurrar gagn- rýni, kokgleypi áróður Bush- stjórnarinnar og hundsi aðrar upplýsingar. -oá DAVÍÐ ODDSSON Utanríkisráðherrar Norðurlandanna skrifuðu sameiginlega grein í Svenska Dagbladet þar sem þeir lýstu yfir samstöðu um uppbyggingu í Írak. STÖÐUG SORG Ættingjar Jassim al-Issawi, lagaprófessorsins sem myrtur var fyrir að vilja taka þátt í samningu stjórnarskrár Íraks, voru að vonum miður sín út af morðinu. Þúsundir íraskra fjölskyldna hafa misst ástvini sína undanfarnar vikur. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.