Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 16
24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
RJF-hópurinn til Texas:
Sárnar a› fá ekki vi›brög›
RÉTTINDABARÁTTA Stuðningsmenn
Arons Pálma Ágústssonar, hinn
svokallaði RJF-hópur, ætlar að
halda út til Bandaríkjanna um
miðjan júlí ef engin viðbrögð hafa
þá borist frá Náðunar- og reynslu-
lausnanefnd Texas-ríkis vegna
erinda hópsins. Að sögn Einars S.
Einarssonar, talsmanns hópsins,
er tilgangurinn með ferðinni að
reyna að fá Aron Pálma fluttan
heim til Íslands.
„Okkur hefur sárnað að fá
engin viðbrögð við erindum okkar
og finnst snautlegt að hundsa
menn með þessum hætti. Okkur
er því ekki annað fært en að knýja
þarna dyra. Við höfum reynt að
hafa samband út en enginn virðist
vita neitt um erindi okkar,“ segir
Einar. Hann segir að fyrst verði
haldið til Washington þar sem
gögn málsins liggi fyrir hjá ís-
lenska sendiráðinu og í fram-
haldinu verði haldið til Houston til
þess að reyna að banka upp á hjá
ríkisstjóra.
„Þetta virðist vera okkar eina
leið til að nálgast málið og þá
förum við hana,“ segir hann. -hb
Öldrun þjóða í Evrópu og Bandaríkjunum:
Getur haft alvarleg áhrif á efnahagslíf
RÁÐSTEFNA Öldrun þjóða í Evrópu
og Bandaríkjunum getur komið af
stað alvarlegum þrengingum í
efnahagskerfinu ef ekki veður
gripið til viðeigandi aðgerða.
Þetta segir Gylfi Magnússon, for-
seti viðskipta- og hagfræðideildar
HÍ, en deildin stóð nýverið fyrir
ráðstefnu um þessi mál í sam-
starfi við Columbia-háskóla.
Ástæður þessa eru að ef hlutfall
ellilífeyrisþega miðað við fólk á
vinnumarkaði er of hátt stendur
þjóðarbúskapurinn varla undir
því að greiða öllum lífeyri.
„Við Íslendingar stöndum
nokkuð vel í alþjóðlegum saman-
burði,“ segir Gylfi, en þrátt fyrir
það kemur vandinn við Ís-
lendinga. Um er að ræða eins
konar innfluttann vanda því það
hefur sannarlega áhrif hér á landi
ef helstu viðskiptalönd okkar
lenda í vandræðum.
„Við Íslendingar höfum miðlað
talsverðu til umheimsins með
þeim ráðstöfunum sem við höfum
gripið til, sérstaklega í lífeyris-
málum og með þeim sveigjanleika
sem við höfum hvað varðar þátt-
töku á vinnumarkaði.“
- AT
Trukkur slítur vegum á
vi› tíu flúsund fólksbíla
Umfer› um fljó›vegi landsins hefur stóraukist sí›ustu ár. fiví mælist lítil
aukning í flungaumfer› sem hlutfalli af almennri umfer›, flrátt fyrir a›
hún hafi margfaldast eftir flví sem sjóflutningar hafa lagst af.
SAMGÖNGUR Samhliða því að
flutningar á sjó hafa aflagst
smám saman undanfarin ár hafa
þungaflutningar um þjóðvegi
landsins margfaldast. Við-
miðunartölur gera ráð fyrir því að
vegslit af völdum þungs bíls á
borð við vöruflutningabíl sé um
það bil 10 þús-
und sinnum
meira en af
völdum fólks-
bíls.
Friðleifur
Ingi Brynjars-
son, verkefna-
stjóri í um-
f e r ð a r d e i l d
Vegagerðar-
innar, segir
umferð um þjóðvegi landsins
hafa stóraukist síðustu ár og það
kunni að fela þá aukningu sem
orðið hefur í þungaflutningum.
Hann segir mælingar sem gerðar
voru í Hvalfirði árin 1990 og 2002
til dæmis einungis sýna hlutfalls-
aukningu þungaumferðar upp á
eitt prósentustig, úr um sjö í átta
prósent af almennri umferð. Á
fimmtán ára tímabili, frá 1989 til
2004 segir hann hins vegar um-
ferð þungra bíla á hringveginum
við gatnamót Akranesvegar hafa
þrefaldast, farið úr um 95 í um
290 þunga bíla á sólarhring. „Þó
svo að þungaumferð hafi stór-
aukist, þá drukknar sú aukning í
fólksbílaaukningunni,“ segir
hann.
Jón Rögnvaldsson vegamála-
stjóri segir vegakemmdir af
völdum þungaflutninga hafa verið
skoðaðar en fátt sé nýtt í þeim
efnum. „Flutningar hafa verið að
færast af sjó upp á þjóðvega-
kerfið síðustu fimmtán ár. Um
síðustu áramót gerðist ekki annað
en síðasta skipið hætti.“
Vegsig segir Jón hins vegar
ekki skrifast á þungaflutinga,
heldur skipti þar undirlag meira
máli. Vegsig og mishæðóttir vegir
séu því eilífðarvandamál að fást
við. „Hitt er svo annað mál að
þungir bílar brjóta vegakerfið
heilmikið niður og við því verðum
við bara að bregðast.“
olikr@frettabladid.is
Battlefield 2
fylgir með
BTnet áskriftum
í verslunum BT*
V16 extra
• • 4 Mb/s hraði
• • 3 póstföng
Afnot af þráðlausum beini
Mánaðaráskrift á tónlist.is
Allt þetta á aðeins
3.890 kr.
á mánuði allt innifalið m.v. 12 mánaða samning!
extra light
V16
• • Ótakmark
að
niðurhal
!
light
*Tilboð gildir á meðan birgðir endast og aðeins í verslunum BT.
www.btnet.is.
Official Battlefield 2 EA Server.
Aðeins á www.BTnet.is!
ÞUNGAFLUTNINGAR Á ÞJÓÐVEGI Vegagerðin gengur út frá því að meðalöxulþungi þungra bíla sé 10 tonn og meðalöxulþungi fólksbíla
sé eitt tonn og því slíti einn þungur bíll vegum landsins á við 10.000 fólksbíla.
AUKNING MEÐALUMFERÐAR Á
FIMM ÁRA TÍMABILI:
Hringvegurinn - Borgarfjarðarbraut
Ár Fjöldi bíla á dag
2000 2.723
2001 3.040
2002 3.156
2003 3.317
2004 3.566
Umferðaraukning milli 2000 og 2004 er
30,95 prósent.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/P
JE
TU
R
JÓN RÖGNVALDSSON
GYLFI MAGNÚSSON Deildarforseti við-
skipta- og hagfræðideildar HÍ.
EINAR S. EINARSSON Heldur til
Texas til að reyna að fá Aron
Pálma heim.