Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 18
18 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR Grunnskólanemar í starfsnámi hjá Landhelgisgæslunni: Gæslumenn framtí›arinnar Samanlögð þyngd ís- lensku þjóðarinnar hefur verið reiknuð út í fyrsta sinn. Meðalþyngd Íslend- ingsins er 68 kíló. Þyngdir þjóða eru alla jafna ekki reiknaðar út enda niðurstaðan varla mælikvarði á eitt eða neitt. Það verður þó að teljast til tíðinda að eftir því sem næst verður kom- ist er samanlögð þyngd íslensku þjóðarinnar nú komin yfir 20 þús- und tonn. Íslendingar voru 293 þúsund um síðustu áramót og þar sem ógjörningur er að stefna þjóðinni allri á vogina til að komast að há- vísindalegri niðurstöðu þurfti að beita öðrum aðferðum í leit að sannleikanum. Á Lýðheilsustöð hafa verið gerðar ýmsar rannsóknir og gagn- legum upplýsingum verið safnað saman. Stefán Hrafn Jónsson, verkefnisstjóri rannsókna- og þró- unarsviðs Lýðheilsustöðvar, taldi það ögrandi verkefni að komast að því hve þung þjóðin væri og lagð- ist því í útreikninga. „Þessi tala verður ekki áætluð mjög nákvæmt í fljótu bragði,“ segir Stefán, „en samkvæmt tölum um hæð og þyngd ýmissa aldurshópa fyrri ára, varlega áætlaðri þyngdar- aukningu síðustu ár og fjölda Ís- lendinga eftir kyni og aldri má áætla gróflega hver samanlögð þyngd Íslendinga sé.“ Stefán þurfti því að líta í mörg horn í leit að svarinu, leggja saman, deila og margfalda. „Við vegum um það bil 20 þúsund tonn,“ segir hann að at- hugunum sínum loknum en leggur um leið ríka áherslu á að aðferðir sínar hafi ekki vísindalegt gildi. Þegar tonnunum 20 þúsund er svo deilt niður á hvern landsmann kemur í ljós að meðalþyngd Ís- lendingsins er 68 kíló. Hafa ber í huga að í þessum útreikningum eru landsmenn allir, fislétt ung- börn og þéttholda fullorðnir. Til samanburðar má svo nefna að árleg kjötframleiðsla íslenskra bænda nemur rétt rúmum 20 þús- und tonnum. bergsteinn@frettabladid.is Heppnir og áhugasamir tíundu- bekkingar um land allt eru nú sem fyrr varðskipsnemar hjá Land- helgisgæslunni. Á dögunum kom varðskipið Týr í höfn í Reykjavík með sex krakka sem dvalið höfðu um borð í fimmtán daga. Kynnt- ust þeir daglegum verkum Gæsl- unnar til sjós og gengu í flest störf í vélarrúmi, eldhúsi, á þilfari og stjórnpalli. „Það eru sérstakir og skemmti- legir túrar þegar krakkarnir koma um borð og afskaplega ánægjulegt að hafa þá með,“ segir Thorben Lund, yfirstýrimaður á Tý. „Vanalega fá þeir smá fiðring í magann þegar lagt er af stað, vita auðvitað ekki hvað bíður, en koma svo skælbrosandi í land og vilja helst fara annan túr,“ bætir hann við. Tilgangurinn er ekki aðeins að skemmta krökkunum og stytta þeim stundir í sumarleyfinu held- ur býr annað og meira að baki. „Ein hugsunin er að kynna þessi störf fyrir ungviðinu svo við fáum endurnýjun í stofninn,“ segir Thorben. Það er sum sé verið að ala upp framtíðarstarfsmenn Landhelgisgæslunnar. Sjálfur hóf Thorben störf í Gæslunni sextán ára og hefur nú unnið þar í 21 ár. Undir lok síðasta túrs Týs kom sonur Thorbens, Bergþór, um borð og undi sér vel. „Hann er tíu ára og upprennandi Landhelgis- gæslumaður. Hann fann ekki fyrir sjóveiki þó ekki væri gott í sjóinn. Sjálfur var ég hins vegar sjóveik- ur þegar ég fór mína fyrstu túra,“ segir Thorben yfirstýrimaður. - bþs 550 5600 Nýtt símanúmer hjá dreifingu: Íslenskir bændur fá hlutfallslega hæstu ríkisstyrki allra þjóða innan OECD- stofnunarinnar og fá 69 prósent tekna sinna í formi styrkja. „Ég er ekki hlynnt styrkjum til landbúnaðar,“ segir Sigríð- ur Klingenberg spámiðill. Sjálf hefur hún búið í sveit og veit af eigin reynslu hvernig það er að hafa lítið á milli handanna. „Landbúnaðarkerfið er fyrst og fremst illa rekið og það þarf að stokka það rækilega upp. Það á bara ekki eftir að gerast ef ríkið er áfram að vasast í þessu; fólk hangir áfram í von- lausri stöðu af því að ríkið borgar því styrki.“ Sigríður telur mikla möguleika fólgna í íslenskri náttúru og segir bara þurfa dálítið hugvit til að koma þeim í fram- kvæmd. „‘Íslendingar eru greint fólk og um leið og það er búið að skera niður styrkina er kominn hvati til að nýta landið á nýstárlegri og skynsamlegri hátt.“ SIGRÍÐUR KLINGENBERG SPÁMIÐILL fiarf a› stokka kerfi› upp HÁIR RÍKISSTYRKIR TIL BÆNDA SJÓNARHÓLL Við vöknuðum klukkan sjö í Braut- arholti í gærmorgun og sunnlenska sumarið tók vel á móti okkur. Við sváfum vel eins og venjulega og draumfarir voru góðar. Eftir stað- góðan morgunverð gengum við af stað, enda ekki til setunnar boðið. Árni Þorgilsson, æskulýðs- og menningarfulltrúi, og Eymundur Gunnarsson, atvinnu- og ferðamála- fulltrúi í Rangárþingi eystra, komu til móts við okkur og gengu með okkur. Í hádeginu komum við að Lauga- landi en þar eru starfræktar sumar- búðir fyrir þroskaheft börn. Þar var gaman og gott að koma og þáðum við þar hádegismat. Sunnlendingar eru svo sannarlega höfðingjar heim að sækja, því höfum við svo sannar- lega fengið að kynnast. Í sjoppunni við Vegamót var okkur boðið upp á ís og lögreglan færði okkur að gjöf endur- skinsvesti frá Rauða krossinum. Heilsan er almennt góð, nema hvað Bjarka hrjáir slæmska í stóru tánni á vinstri fæti og hana þarf að kæla við og við. Kappinn lætur það vitaskuld ekki á sig fá og herðir bara gönguna ef eitthvað er. Áningastaðurinn að þessu sinni er hið rómaða Hótel Rangá sem stendur við bakka árinnar fögru. Við stefnum að því að vera í Vík í Mýr- dal á sunnudagskvöldið og höfum við þá lagt 180 kílómetra að baki. Þá eru bara um eitt þúsund kílómetrar eftir. Kveðja, Bjarki og Guðbrandur. Stóra táin á vinstri fæti Bjarka kæld HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI nær og fjær „Í hugum margra gam- alla Álftnesinga var fló fri›urinn fyrst úti, flegar n‡búar eins og Sveinbjörn héldu inn- rei› sína á svæ›i›.“ ELSA S. EYÞÓRSDÓTTIR Í MORGUN- BLAÐINU. „Ég hef ekki spila› körfubolta í 25 ár.“ KÁRI STEFÁNSSON Í DV. OR‹RÉTT„ “ Tölvuvæddir bændur: Bestu bænda- vefirnir valdir Vefsetur bæjanna Haukagils í Vatnsdal, haukagil.is og Neðri- Háls í Kjós, biobu.is, báru sigur úr býtum í samkeppni um besta bændavefinn sem Bændasamtökin efndu til á dögunum. Alls bárust 22 vefsíður í keppnina og stóðu tvær þeirra uppi sem sigurvegarar; önnur fyrir bestu framsetninguna, en hin fyrir besta innihald. Um vefsíðu Haukagils í Vatns- dal sagði dómnefnd að hún væri skemmtileg, lifandi, auðveld yfir- ferðar og léttleikandi. Síðunni væri vel haldið við, sem hvetti fólk til að koma aftur og aftur. Í til- viki vefsíðu Neðri-Háls í Kjós var litið til tæknilegra þátta, efnistaka, faglegra vinnubragða og málfars. Á síðunni er fjallað um lífræna framleiðslu í víðu sam- hengi, áhrif hennar á umhverfi, velferð dýra og heilsu fólks. Sigurvegararnir unnu gistingu fyrir tvo í tvær nætur á Radisson SAS. -bs TORFHÚS VIÐ LITLA-BAKKA. Vera má að bóndinn hér á bæ sé inni að blogga. FRÁ MENNINGARNÓTT Í FYRRA Talið er að allt að því sjö þúsund tonn af fólki hafi safnast saman á hafnarbakkanum í Reykjavík. KÚRSINN TEKINN Pálmi Jónsson, 2. stýrimaður á Óðni, kennir þeim Rakel S. Jónasdóttur og Kristjáni K. Kristjánssyni undirstöðuatriði siglingafræðinnar. Á DEKKINU Á TÝ Thorben Lund yfirstýrimaður, Stígur Berg Sophusson, Bergþór Lund sonur Thorbens, Arnar Friðrik Albertsson, Ingvar Leví Gunnarsson, Símon Bergur Sigur- geirsson og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra. Vegum 20 flúsund tonn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.