Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 18
18 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Grunnskólanemar í starfsnámi hjá Landhelgisgæslunni:
Gæslumenn framtí›arinnar
Samanlögð þyngd ís-
lensku þjóðarinnar hefur
verið reiknuð út í fyrsta
sinn. Meðalþyngd Íslend-
ingsins er 68 kíló.
Þyngdir þjóða eru alla jafna ekki
reiknaðar út enda niðurstaðan
varla mælikvarði á eitt eða neitt.
Það verður þó að teljast til tíðinda
að eftir því sem næst verður kom-
ist er samanlögð þyngd íslensku
þjóðarinnar nú komin yfir 20 þús-
und tonn.
Íslendingar voru 293 þúsund
um síðustu áramót og þar sem
ógjörningur er að stefna þjóðinni
allri á vogina til að komast að há-
vísindalegri niðurstöðu þurfti að
beita öðrum aðferðum í leit að
sannleikanum.
Á Lýðheilsustöð hafa verið
gerðar ýmsar rannsóknir og gagn-
legum upplýsingum verið safnað
saman. Stefán Hrafn Jónsson,
verkefnisstjóri rannsókna- og þró-
unarsviðs Lýðheilsustöðvar, taldi
það ögrandi verkefni að komast að
því hve þung þjóðin væri og lagð-
ist því í útreikninga. „Þessi tala
verður ekki áætluð mjög nákvæmt
í fljótu bragði,“ segir Stefán, „en
samkvæmt tölum um hæð og
þyngd ýmissa aldurshópa fyrri
ára, varlega áætlaðri þyngdar-
aukningu síðustu ár og fjölda Ís-
lendinga eftir kyni og aldri má
áætla gróflega hver samanlögð
þyngd Íslendinga sé.“ Stefán
þurfti því að líta í mörg horn í leit
að svarinu, leggja saman, deila og
margfalda. „Við vegum um það bil
20 þúsund tonn,“ segir hann að at-
hugunum sínum loknum en leggur
um leið ríka áherslu á að aðferðir
sínar hafi ekki vísindalegt gildi.
Þegar tonnunum 20 þúsund er
svo deilt niður á hvern landsmann
kemur í ljós að meðalþyngd Ís-
lendingsins er 68 kíló. Hafa ber í
huga að í þessum útreikningum
eru landsmenn allir, fislétt ung-
börn og þéttholda fullorðnir.
Til samanburðar má svo nefna
að árleg kjötframleiðsla íslenskra
bænda nemur rétt rúmum 20 þús-
und tonnum.
bergsteinn@frettabladid.is
Heppnir og áhugasamir tíundu-
bekkingar um land allt eru nú sem
fyrr varðskipsnemar hjá Land-
helgisgæslunni. Á dögunum kom
varðskipið Týr í höfn í Reykjavík
með sex krakka sem dvalið höfðu
um borð í fimmtán daga. Kynnt-
ust þeir daglegum verkum Gæsl-
unnar til sjós og gengu í flest
störf í vélarrúmi, eldhúsi, á þilfari
og stjórnpalli.
„Það eru sérstakir og skemmti-
legir túrar þegar krakkarnir
koma um borð og afskaplega
ánægjulegt að hafa þá með,“ segir
Thorben Lund, yfirstýrimaður á
Tý. „Vanalega fá þeir smá fiðring
í magann þegar lagt er af stað,
vita auðvitað ekki hvað bíður, en
koma svo skælbrosandi í land og
vilja helst fara annan túr,“ bætir
hann við.
Tilgangurinn er ekki aðeins að
skemmta krökkunum og stytta
þeim stundir í sumarleyfinu held-
ur býr annað og meira að baki.
„Ein hugsunin er að kynna þessi
störf fyrir ungviðinu svo við fáum
endurnýjun í stofninn,“ segir
Thorben. Það er sum sé verið að
ala upp framtíðarstarfsmenn
Landhelgisgæslunnar.
Sjálfur hóf Thorben störf í
Gæslunni sextán ára og hefur nú
unnið þar í 21 ár.
Undir lok síðasta túrs Týs kom
sonur Thorbens, Bergþór, um
borð og undi sér vel. „Hann er tíu
ára og upprennandi Landhelgis-
gæslumaður. Hann fann ekki fyrir
sjóveiki þó ekki væri gott í sjóinn.
Sjálfur var ég hins vegar sjóveik-
ur þegar ég fór mína fyrstu túra,“
segir Thorben yfirstýrimaður.
- bþs
550 5600
Nýtt símanúmer
hjá dreifingu:
Íslenskir bændur fá hlutfallslega hæstu
ríkisstyrki allra þjóða innan OECD-
stofnunarinnar og fá 69 prósent tekna
sinna í formi styrkja. „Ég er ekki hlynnt
styrkjum til landbúnaðar,“ segir Sigríð-
ur Klingenberg spámiðill. Sjálf hefur
hún búið í sveit og veit af eigin reynslu
hvernig það er að hafa lítið á milli
handanna. „Landbúnaðarkerfið er fyrst
og fremst illa rekið og það þarf að
stokka það rækilega upp. Það á bara
ekki eftir að gerast ef ríkið er áfram að
vasast í þessu; fólk hangir áfram í von-
lausri stöðu af því að ríkið borgar því
styrki.“
Sigríður telur mikla möguleika fólgna í
íslenskri náttúru og segir bara þurfa
dálítið hugvit til að koma þeim í fram-
kvæmd. „‘Íslendingar eru greint fólk og
um leið og það er búið að skera niður
styrkina er kominn hvati til að nýta
landið á nýstárlegri og skynsamlegri
hátt.“
SIGRÍÐUR KLINGENBERG
SPÁMIÐILL
fiarf a› stokka
kerfi› upp
HÁIR RÍKISSTYRKIR TIL BÆNDA
SJÓNARHÓLL
Við vöknuðum klukkan sjö í Braut-
arholti í gærmorgun og sunnlenska
sumarið tók vel á móti okkur. Við
sváfum vel eins og venjulega og
draumfarir voru góðar. Eftir stað-
góðan morgunverð gengum við af
stað, enda ekki til setunnar boðið.
Árni Þorgilsson, æskulýðs- og
menningarfulltrúi, og Eymundur
Gunnarsson, atvinnu- og ferðamála-
fulltrúi í Rangárþingi eystra, komu
til móts við okkur og gengu með
okkur.
Í hádeginu komum við að Lauga-
landi en þar eru starfræktar sumar-
búðir fyrir þroskaheft börn. Þar var
gaman og gott að koma og þáðum
við þar hádegismat. Sunnlendingar
eru svo sannarlega höfðingjar heim
að sækja, því höfum við svo sannar-
lega fengið að kynnast. Í sjoppunni við
Vegamót var okkur boðið upp á ís og
lögreglan færði okkur að gjöf endur-
skinsvesti frá Rauða krossinum.
Heilsan er almennt góð, nema hvað
Bjarka hrjáir slæmska í stóru tánni á
vinstri fæti og hana þarf að kæla við
og við. Kappinn lætur það vitaskuld
ekki á sig fá og herðir bara gönguna ef
eitthvað er.
Áningastaðurinn að þessu sinni er hið
rómaða Hótel Rangá sem stendur við
bakka árinnar fögru.
Við stefnum að því að vera í Vík í Mýr-
dal á sunnudagskvöldið og höfum við
þá lagt 180 kílómetra að baki. Þá eru
bara um eitt þúsund kílómetrar eftir.
Kveðja, Bjarki og Guðbrandur.
Stóra táin á vinstri fæti Bjarka kæld
HALTUR LEIÐIR BLINDAN: PÓSTKORT FRÁ BJARKA OG GUÐBRANDI
nær og fjær
„Í hugum margra gam-
alla Álftnesinga var fló
fri›urinn fyrst úti,
flegar n‡búar eins og
Sveinbjörn héldu inn-
rei› sína á svæ›i›.“
ELSA S. EYÞÓRSDÓTTIR Í MORGUN-
BLAÐINU.
„Ég hef ekki spila›
körfubolta í 25 ár.“
KÁRI STEFÁNSSON Í DV.
OR‹RÉTT„ “
Tölvuvæddir bændur:
Bestu bænda-
vefirnir valdir
Vefsetur bæjanna Haukagils í
Vatnsdal, haukagil.is og Neðri-
Háls í Kjós, biobu.is, báru sigur úr
býtum í samkeppni um besta
bændavefinn sem Bændasamtökin
efndu til á dögunum. Alls bárust 22
vefsíður í keppnina og stóðu tvær
þeirra uppi sem sigurvegarar;
önnur fyrir bestu framsetninguna,
en hin fyrir besta innihald.
Um vefsíðu Haukagils í Vatns-
dal sagði dómnefnd að hún væri
skemmtileg, lifandi, auðveld yfir-
ferðar og léttleikandi. Síðunni
væri vel haldið við, sem hvetti
fólk til að koma aftur og aftur. Í til-
viki vefsíðu Neðri-Háls í Kjós var
litið til tæknilegra þátta,
efnistaka, faglegra vinnubragða
og málfars. Á síðunni er fjallað um
lífræna framleiðslu í víðu sam-
hengi, áhrif hennar á umhverfi,
velferð dýra og heilsu fólks.
Sigurvegararnir unnu gistingu
fyrir tvo í tvær nætur á Radisson
SAS. -bs
TORFHÚS VIÐ LITLA-BAKKA. Vera má
að bóndinn hér á bæ sé inni að blogga.
FRÁ MENNINGARNÓTT Í FYRRA Talið er að allt að því sjö þúsund tonn af fólki hafi safnast saman á hafnarbakkanum í Reykjavík.
KÚRSINN TEKINN Pálmi Jónsson, 2.
stýrimaður á Óðni, kennir þeim Rakel S.
Jónasdóttur og Kristjáni K. Kristjánssyni
undirstöðuatriði siglingafræðinnar.
Á DEKKINU Á TÝ Thorben Lund yfirstýrimaður, Stígur Berg Sophusson, Bergþór Lund
sonur Thorbens, Arnar Friðrik Albertsson, Ingvar Leví Gunnarsson, Símon Bergur Sigur-
geirsson og Sigurður Steinar Ketilsson skipherra.
Vegum 20 flúsund tonn