Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 20

Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 20
Seltirningum gefst á morgun kostur á að kjósa á milli tveggja skipulagstillagna, H- og S-til- lögu, um Hrólfsskálamel og Suðurströnd. Munurinn á tillögunum felst aðallega í því að svokölluð H-til- laga gerir ráð fyrir því að knatt- spyrnuvöllurinn við Suður- strönd verði færður að Hrólfs- skálamel, þar sem Ísbjörninn stóð þar til hann var rifinn í fyrra. Þannig verði hægt að koma fyrir íbúðarbyggð bæði að Hrólfsskálamel og við Suður- braut og byggja 130 nýjar íbúð- ir. S-tillagan gerir ráð fyrir að hafa völlinn á sama stað og að 90 nýjar íbúðir verði byggðar. Halldór Árnason, sem starf- aði með rýnihópnum sem lagði tillögurnar fram, segir það mikilvægt fyrir Seltirninga að nýta landrými sitt vel til íbúðar- byggðar svo íbúum bæjarins fækki ekki frekar. Því styðji hann H-tillöguna. Hann segist gruna að andstaðan við þá til- lögu komi helst frá einbýlis- húsaeigendum í nágrenni malar- vallarins sem af einhverjum ástæðum óttist að fá fjölbýlis- hús í grennd við sig. Hann bendir á að tillaga um að færa knattspyrnuvöllinn yfir að Hrólfsskála hafi komið fram á íbúaþingi fyrir þremur árum og síðan verið samþykkt af skipulagsnefnd, æskulýðs- og íþróttaráði og svo bæjarstjórn. Hann skilji því ekki andstöðuna við þessa tillögu nú. Þá muni gervigrasvöllur við Hrólfs- skálamel einnig nýtast skóla- börnum í Mýrarhúsaskóla. Þór Whitehead, sagnfræðing- ur og íbúi á Seltjarnarnesi, er Halldóri ósammála um ágæti H- tillögunnar. Hann telur að skólakrakkar vilji heldur hafa stórt graslendi við skólann sinn en gervigrasvöll til að leika sér á í frímínútum. Þór telur að samkvæmt H-tillögunni verði aðkoman að miðbænum afar ljót þar sem gert sé ráð fyrir að sex 20 metra háir flóðljósaturnar og 26 metra langur veggur blasi þar við. „Þá verður varla nokk- urri verslun komið fyrir í nýja hverfinu ef völlurinn verður á Hrólfsskálamel. Hvað á þá að gera ef Eiðistorgið rýmir ekki þær verslanir sem þarf í fram- tíðinni?“ spyr hann. Þór telur að ef fótboltavöllurinn fari á Hrólfsskálamel verði svo þrengt að honum að uppbygging við hann verði nær ómöguleg. Því verði örugglega farið að huga að því að færa hann þegar þurfi að endurnýja gervigrasið, sem endist í um tíu ár. Þór telur því skynsamlegri framtíðaráform að hafa völlinn við Suðurströnd þar sem er nóg pláss og kappleikir angra ekki aldraða og aðra sem munu búa að Hrólfsskálamel. Hann segist enn fremur ekki sjá af hverju gervigrasvöllurinn verði að vera nálægt búningsaðstöðu. „Ég sé ekki að íþróttafólkinu sem mun nota þennan völl verði skotaskuld úr því að skokka nokkra tugi metra til að komast á völlinn.“ Einnig telur hann að ef menn vilji hafa búningsklef- ana nær vellinum sé hægt að koma þeim fyrir norðanmegin á húsinu við hlið vallarins við Suðurströnd. Halldór svarar því aftur á móti til að ekki sé þörf á pláss- frekri uppbyggingu við gervigrasvöllinn og að allir for- ráðamenn Gróttu séu hlynntir því að hafa völlinn á Hrólfs- skálamel. Því þyki honum einkennilegt að aðrir sem þekki síður til reyni að hafa vit fyrir þeim um íþróttauppbyggingu félagsins. H-tillaga Gervigrasvöllur við Hrólfsskálamel -gerir ráð fyrir fleiri íbúum -samnýting íþróttavallar og leiksvæðis skólabarna -samnýting íþróttavallar og íþróttahúss S-tillaga Gervigrasvöllur við Suðurströnd -gerir aðkomuna að miðbænum mun fallegri þar sem gert er ráð fyrir háum veggjum og flóðljósum nálægt miðbænum í H-tillögu -eyðileggur minna af útivistarsvæðum -mun meiri möguleikar á frekari uppbyggingu við nýja gervigrasvöllinn -minnkar umferð við skólasvæði Seltirningar deila um skipulag Styr stendur um tvær tillögur sem uppi eru um hva› skuli gera vi› svæ›i› á Seltjarnarnesi flar sem Ís- björninn var á›ur. Íbúar kjósa um tillögurnar á morgun og bæjarstjórnin er bundin af ni›urstö›unni. Í lok síðasta mánaðar ákvað bæjar- stjórn Seltjarnarness að láta niður- stöðu kosninganna sem fram fara á morgun um skipulagsmál bæjarins vera bindandi. Þessu hefur almennt verið fagnað þar í bæ, ekki síst af Magnúsi Erlendssyni, sem var forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness í áratug. Af hverju eru þessar kosningar svo mikið gleðiefni? „Af því að þetta er íbúalýðræði í sinni skýrustu mynd og aldrei áður hefur neitt stjórnvald beitt þessu áður líkt og við gerum. Þetta er því lexía fyrir stóra bróður okkar hér í grendinni um það hvernig skipulags- mál og íbúalýðræði eiga að virka. Í raun vonum við að öll bæjarfélög læri af þessu.“ En verður sátt um niðurstöðuna þó hún sé ákveðin af íbúum? „Áratuga reynsla mín af Seltirning- um er sú að þeir séu svo þroskaðir og lýðræðislega sinnaðir að þeir sætti sig við þá niðurstöðu sem úr kosningunum kemur.“ MAGNÚS ERLENDSSON FYRRVERANDI FORSETI BÆJARSTJÓRNAR SELTJARNARNESS Lexía fyrir stóra bró›ur ÍBÚALÝÐRÆÐI Á SELTJARNARNESI SPURT & SVARAÐ 20 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR Á morgun verður kosið um skipulagsmál á Seltjarnarnesi þar sem í boði eru tvær skipu- lagstillögur. Önnur þeirra er kölluð H-tillagan og gerir hún ráð fyrir fleiri íbúum en hin sem kölluð er S-tillagan. Fylgismenn H-tillögurnar hafa lagt áherslu á það að íbúum fjölgi á Sel- tjarnarnesi en þar fækkaði íbúum á síðasta ári enda er landsvæði af skornum skammti. Hvernig hefur íbúaþróunin verið á Seltjarn- arnesi? Á fjórða áratug síðustu aldar hófst þéttbýlis- myndun við Lambastaðahverfi á Seltjarnarnesi en það er svæðið fyrir neðan Nesveg þar sem keyrt er inn í bæinn frá Reykjavík. Á sjötta áratugnum fór íbúunum að fjölga verulega og náði þessi þróun hámarki árið 2000. Eftir það fór að að gæta stöðnunar vegna skorts á byggingarsvæðum. Árið 2004 voru íbúarnir 4.547 og hafði fækkað lítillega frá árinu áður. Hver er saga Seltjarnarnessbæjar? Sú var tíðin að umdæmi Seltjarnarness náði yfir Reykjavík og Kópavog og alla leið að Blá- fjöllum. Reykjavík fékk kaupstaðarréttindi árið 1786 og skar sig þá frá og Kópavogur sömu- leiðis árið 1948. Árið 1974 fékk Seltjarnarnes kaupstaðarréttindi en þá voru íbúarnir 2.500 talsins. Það má því segja að ekkert sveitar- félag hafi misst jafn stórt og mikilvægt land- svæði og Seltjarnarnes. Hverjir ráða á Seltjarnarnesi? Sigurgeir Sigurðsson sjálfstæðismaður var ráðinn sveitarstjóri árið 1965 og kosinn til embættisins ári síðar. Allar götur síðan hefur Sjálfstæðisflokkurinn farið með stjórnar- taumana. Sigurgeir varð fyrsti bæjarstjórinn árið 1974 og hafði gegnt slíku starfi lengst allra Íslendinga þegar hann ákvað að bjóða sig ekki fram í síðustu sveitarstjórnarkosning- um árið 2002. Enginn misst jafn miki› land FBL GREINING: ÍBÚAÞRÓUN Á SELTJARNARNESI fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ Íbúalýðræði í fyrsta sinn: Tímamóta- kosningar SVEITARSTJÓRNARMÁL Niðurstöður kosninganna á Seltjarnarnesi sem fara fram á morgun um skipulagsmál við Suðurströnd og Hrólfsskálamel eru bindandi fyrir bæjarstjórnina. Jónmund- ur Guðmarsson bæjarstjóri segir þetta vera tímamót hér á landi þar sem ekki hafi þekkst að stjórnvöld hafi gengið svo langt að leggja skýra valkosti í hendur bæjarbúa og bjóða þeim að taka bindandi ákvörðun um niður- stöðu máls. Hins vegar hafi stjórnvöld staðið fyrir skoðana- könnunum og kosningum með flóknum reglum þar sem stjórn- málamenn telji sig svo óbundna af niðurstöðunni. Bæjarstjórinn segir því að íbúarnir stigi skref samráðs og lýðræðis á morgun sem hingað til hafi ekki verið stigið til fulls. Heimild: Hagstofan H-TILLAGA Gerir ráð fyrir að gervigrasvöllur komi á Hrólfsskálamel og íbúðarbyggð þar sem malarvöllurinn er neðan við Valhúsaskóla. Samkvæmt henni verða byggðar 130 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um það bil 350 íbúa. S-TILLAGA Gerir ráð fyrir að gervigrasvöllur komi þar sem malarvöllurinn er nú við Suðurströnd og einungis verði íbúðarbyggð á Hrólfsskálamel. Samkvæmt henni verða byggðar 90 nýjar íbúðir sem hýsa myndu um það bil 240 íbúa. HRÓLFSSKÁLAMELUR VIÐ SUÐUR- STRÖND Framtíð þessa svæðis hefur skipt Seltirningum í tvær fylkingar. JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING SKIPULAGSMÁL

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.