Fréttablaðið - 24.06.2005, Blaðsíða 22
Segir rá›uneyti› ekki hafa
fari› fram úr fjárheimildum
Gu›ni Ágústsson landbúna›arrá›herra vísar á bug fréttum um a› rá›uneyti sitt hafi fari› milljar›a fram
úr fjárheimildum. fivert á móti hafi fla› skila› meira en 300 milljóna króna afgangi í sinni tí› a› teknu
tillliti til fjáraukalaga og sértekna.
Guðni Ágústsson landbúnaðarráð-
herra mótmælir harðlega fram-
setningu Fréttablaðsins síðastlið-
inn þriðjudag þar sem sagði í
fyrirsögn að ráðuneyti hans hefði
farið alls um þrjá milljarða króna
fram úr fjárlögum árin 1999 til
2003.
„Blaðið birti fréttina án þess að
styðjast við upplýsingar um fjár-
aukalög. Þar fór verr því fréttin
er röng, ekki byggð á réttum for-
sendum,“ segir Guðni. Hann segir
að sönn mynd af fjárheimildum
og útgjöldum fáist með því að
taka ekki aðeins tillit til heimilda í
fjárlögum heldur einnig fjárauka-
laga sem og annarra tekna. „Á
þessum fimm árum námu viðbót-
arheimildir í fjáraukalögum um
1,6 milljörðum króna og breyting-
ar á tekjum merktar landbúnaði
urðu einnig meiri eða sem nemur
1,6 milljörðum króna. Þannig
verður ljóst að á árunum frá 1999
til ársloka 2004 var ráðuneyti mitt
meira en 300 milljónum króna
innan heimilda,“ segir Guðni.
Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoð-
unar er meðal annars fjallað um
framkvæmd fjárlaga hjá landbún-
aðarráðuneytinu. Uppsafnaður
halli embættis yfirdýralæknis er
þar talinn vera um 80 milljónir
króna auk 90 milljóna króna vegna
gjaldþrota sláturhúsa. Landbúnað-
arháskólinn á Hvanneyri hefur
farið alls um 144 milljónir króna
fram úr heimildum á þremur árum
og Háskólinn á Hólum í Hjaltadal
hefur á þremur árum farið alls um
110 milljónir króna fram úr heim-
ildum. Ríkisendurskoðun segir um
embætti yfirdýralæknis að óviðun-
andi sé að ekki skuli gripið til að-
gerða gegn hallarekstrinum miklu
fyrr af hálfu forstöðumanns og
ráðuneytis. Í svipaðan streng er
tekið varðandi rekstrarvanda
Landbúnaðarháskólans á Hvann-
eyri og talið óviðunandi að skólinn
sé rekinn með halla á þessu ári.
„Ljóst er að rekstrarumfang var
langt út fyrir fjárheimildir árið
2004. Yfir 50 milljóna króna halli
myndaðist vegna fjósbyggingar.
Það er ekki hægt í fljótu bragði að
sjá að Landbúnaðarháskóli Íslands
hafi nægjanlega traustan fjárhags-
grundvöll miðað við núverandi
stöðu,“ segir í skýrslunni.
Ríkisendurskoðun telur jafn-
framt að forstöðumaður og ráðu-
neyti hafi brugðist allt of seint við
rekstrarvanda Háskólans á Hól-
um. Lagt er til að rekstrinum verði
breytt nú þegar til samræmis við
fjárheimildir og mælst er til þess
að ráðuneytið taki af skarið í þeim
málum sem lögð hafi verið fyrir
það. Ríkisendurskoðun telur að
skoða þurfi hvort raunhæft sé að
reka fleiri en einn landbúnaðar-
háskóla og vísar til þess að kostn-
aður í skólunum á Hvanneyri og
Hólum sé tveimur til þremur millj-
ónum króna meiri á hvern nem-
anda en í öðrum háskólum. Í
skýrslunni er talið verulega ámæl-
isvert að stjórnendur stofni nýja
deild við skólann án þess að full-
nægjandi heimildir liggi fyrir.
Guðni Ágústsson segir að skól-
arnir hafi verið sókndjarfir á síð-
ustu árum. „Miklar væntingar eru
bundnar Landbúnaðarháskóla Ís-
lands og Hólaskóla, nemendum
fjölgar og mörg ný tækifæri blasa
við í landbúnaði. Ég lít ávallt á það
sem verkefni mitt að stofnanir
innan landbúnaðarráðuneytisins
séu reknar innan fjárheimilda en
einnig að þær fái það sem þær
þurfa til þess að sinna verkefnum
sínum,“ segir Guðni Ágústsson. ■
Málefni erlends verkafólks hefur
mjög verið til umræðu að undan-
förnu, þar sem stéttarfélög telja að
margir vinnuveitendur greiði þeim
laun sem eru undir þeim lágmarks-
kjörum sem það á rétt á að fá. Þór-
unn Sveinbjörnsdóttir, hjá Eflingu-
stéttarfélagi, segir algengt að erlent
verkafólk þekki ekki réttindi sín.
Er algengara að brotið sé á
erlendu verkafólki en ís-
lensku?
„Það er svona ívið meira um það
myndi ég telja. Þannig er að þetta
fólk hefur yfirleitt ekki mjög góða ís-
lenskukunnáttu og þar liggur vand-
inn. Við höfum heldur ekki kjara-
samninga nema á íslensku þannig
þetta getur verið mjög erfitt fyrir
fólkið. Við höfum núna sóst eftir því
til félagsmálaráðuneytisins að þýða
kjarasamninga yfir á erlend tungu-
mál og bíðum eftir svari.“
Hvað breytist með því að
þýða kjarasamninga?
„Það er auðvitað ekki nauðsynlegt
að þýða kjarasamningana alveg. Það
þarf að þýða að minnsta kosti hluta
þeirra svo þeir sem hér starfa geti
fengið upplýsingar um réttindi sín
og skyldur samkvæmt samningun-
um. Upplýsingaflæðið til fólksins er
takmarkað og þess vegna þarf að
koma skilaboðunum einhvern veg-
inn til þess.“
Hvaða tungumál þarf að
þýða á?
„Það er auðvitað fyrst og fremst
enska en svo er orðið nauðsynlegt
að þýða yfir á pólsku finnst mér því
mikið af pólsku fólki er komið hing-
að til lands.“
ÞÓRUNN SVEINBJÖRNSDÓTTIR
Fyrsti varaformaður Eflingar-stéttarfélags.
fi‡›a kjara-
samninga
ERLENT VERKAFÓLK OG
KJARASAMNINGAR
SPURT & SVARAÐ
FJÁRHEIMILDIR OG GJÖLD LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTISINS Í
FIMM ÁR
ALLAR FJÁRHÆÐIR Í MILLJÓNUM KRÓNA
Ár fjárlög fjárlög, gjöld mismunur frávik
fjáraukalög
1999 8.530 9.121 9.346 -225 -2,5 %
2000 8.971 9.471 9.520 -31 -0,3 %
2001 10.526 11.424 11.039 385 3,4%
2002 10.821 11.514 11.610 -96 -0,8%
2003 11.465 12.389 12.096 293 2,4%
samtals 50.313 53.920 53.594 326 0,6%
22 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
Ríkisendurskoðun hefur verið í fréttum að
undanförnu, fyrst vegna rannsóknar á hæfi
Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra við
sölu ríkisbankanna og aftur fyrir umfjöllun
sína um útgjöld ríkisstofnana. Hlutverk Ríkis-
endurskoðunar er hins vegar býsna fjölbreytt.
Ábyrgðin gagnvart Alþingi
Samkvæmt lögum um Ríkisendurskoðun
starfar stofnunin á vegum Alþingis og ber
ábyrgð gagnvart því. Forstöðumaður stofnun-
arinnar, ríkisendurskoðandi, er skipaður af
forsætisnefnd Alþingis til sex ára í senn og
skal engum vera háður í störfum sínum.
Hann ræður sjálfur starfsfólk til stofnunarinn-
ar og getur ýmist að eigin frumkvæði eða
samkvæmt óskum þingmanna krafist skoðun-
ar á einstökum málum sem falla undir starf-
semi Ríkisendurskoðunnar.
Endurskoða reikn-
inga ríkisfyrirtækja
Ríkisendurskoðun er
falið að endurskoða ríkis-
reikning og reikninga
allra þeirra stofnana,
sjóða og annarra þar
sem kostnaður er greidd-
ur af ríkissjóði. Einnig
skal stofnunin endur-
skoða reikninga þeirra
stofnanna sem reknar
eru á ábyrgð ríkissjóðs.
Við endurskoðun skal
Ríkisendurskoðun kanna
hvort reikningar séu í
samræmi við heimildir í
fjárlögum og fjáraukalög-
um.
Grípa ekki til aðgerða
Samkvæmt reglugerð um
framkvæmd fjárlaga skal
meta hvort grípa eigi til sér-
stakra aðgerða ef rekstrar-
kostnaður ríkisstofnana fer
meira en fjögur prósent
fram yfir fjárlög og fjárauka-
lög. Í nýútkominni skýrslu
Ríkisendurskoðunar er bent
á að á síðasta ári fóru um
120 af nærri 520 ríkisstofn-
unum yfir þetta fjögurra
prósenta mark. Þegar slík
staða kemur upp getur
Ríkisendurskoðun ekki grip-
ið til annarra aðgerða en að
benda ríkisstjórn á misbrest-
ina.
Fjárrei›ur ríkisins grandsko›a›ar
FBL GREINING: RÍKISENDURSKOÐUN
fréttir og fró›leikur
SVONA ERUM VIÐ
ALIFUGLAKJÖTFRAMLEIÐSLA
Á ÍSLANDI
1990: 1.519 TONN
1995: 1.952 TONN
2003: 5.706 TONN
Heimild: Bændasamtök Íslands
JÓHANN HAUKSSON
BLAÐAMAÐUR
FRÉTTASKÝRING
FJÁRLÖG
Að viðbættum fjáraukalögum og öðrum tekjuliðum skilar landbúnaðarráðuneytið lið-
lega 300 milljóna króna afgangi í tíð Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra.
GUÐNI ÁGÚSTSSON LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA „Að öllu samanlögðu hefur landbúnaðarráðuneytið skilað nokkrum afgangi en ekki þriggja milljarða króna halla í minni tíð.“
SIGURÐUR ÞÓRÐARSON
RÍKISENDURSKOÐANDI