Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 40

Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 40
Sláttuvélin og stofnfjár- bréfin Þeir sem eiga stofnfé í Sparisjóði Hafnarfjarðar gætu leyst út 40-50 milljónir króna ef sjóðurinn verð- ur yfirtekinn. Umræðan í Hafnar- firði er orðin eldfim vegna þessa máls, enda er sparisjóðurinn einn af hornsteinum byggðarlagsins. Hins vegar finnst mörgum sérkenni- legt að stofnfjárbréf, sem lengi þóttu verðlaus pappír, séu nú orðin tug- milljóna virði. Sagan segir nefni- lega að þegar dánarbúunum hafi verið skipt í Firðinum þá hafi stofn- fjárbréfin yfirleitt verið það síðasta sem ættingjarnir slógust um. Frekar völdu menn garðsláttuvélina en verð- laus stofnfjárbréf. Í Hafnarfirði hafa margir áhyggjur af því að verði af yfir- töku geti hún tvístrað heilu fjölskyldunum. Fleiri sjóðir til sölu? Það eru ekki bara stofnfjáreigendur í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem gætu leyst út mikinn skyndigróða. Í Sparisjóði Mýrasýslu, einum stærsta sparisjóði landsins, eru aðeins tveir stofnfjáreig- endur: Sveitarfélögin Borgarbyggð og Hvítársíðu- hreppur. Borgarbyggð á 97 prósent stofnfjár sem er aðeins 3,8 milljónir króna. Ef sveitarfélögin hefðu áhuga að selja bréfin, sem ætla má að sé harla ólíklegur leikur, þá gætu þessar 3,8 milljónir orðið að einum og hálfum millj- arði, sem er um það bil eigið fé spari- sjóðsins. Sveitarfélögin væru ekki lengi að finna kaupanda fyrir þetta verð. Gengið í þeim viðskiptum yrði því um 370. Sparisjóður Mýrasýslu hefur sjálfur verið í miklum stofnfjárkaupum en hann keypti allt stofnfé í Sparisjóði Ólafsfjarðar á dög- unum. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.087* KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ] Fjöldi viðskipta: 230 Velta: 1.581 milljónir +0,37% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... FL Group tilkynnti í gær að far- þegafjöldi hjá Flugfélagi Íslands hefði verið 3,2 prósentum meiri á fyrstu fimm mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra. Hjá Icelandair varð fjölgunin hins vegar miklu meiri eða 16,1 prósent. Sætanýting hjá félaginu var 80 prósent. Fram kom í Morgunkorni Ís- landsbanka í gær að lán bankanna til heimilanna næmu nú 410 milljörðum króna og hefðu tvöfaldast frá í fyrra. Mestu munar um innkomu bankanna á íbúðalánamarkað. Hlutabréfavísitalan Nikkei í Tókýó hækkaði um 0,26 prósent í gær og stendur í 11.577 stigum. 28 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR Sparisjóður Hafnar- fjarðar hefur um langt skeið verið ein helsta valdastofnun bæjar- félagsins. Hann er met- inn á um tvo milljarða króna en talið er að hlut- ur hvers stofnfjáreig- anda geti numið 45 millj- ónum króna. Eftir nokkru er að slægjast í Sparisjóði Hafnarfjarðar (SPH), sem átök hafa verið um að undan- förnu. Stofnféð er metið á 2,1 milljarð króna samkvæmt þeim tölum sem nefndar hafa verið vegna hugsanlegrar yfirtöku. Eigið fé sjóðsins var í árslok 3,1 milljarður króna. Fjárfestar eru því tilbúnir að meta virði stofnfjár sem 70 prósent af eigin fé. Samkvæmt þessu er gengi á stofnfjárbréfum í sparisjóðnum um 135, sem þýðir að hver stofn- fjáreigandi fengi í sinn hlut um 45 milljónir króna. Sparisjóður Hafnarfjarðar, sem var stofnaður árið 1902, hef- ur gríðarlega sterka stöðu í sínu byggðarlagi og hefur verið lyk- illinn að völdum innan bæjar- félagsins. Meðal stofnfjáreig- enda eru stjórnmálamenn og for- ystumenn í hafnfirsku athafna- lífi. Lengi vel einokaði hann bankastarfsemi á starfssvæðinu. Starfsmenn sparisjóðsins eru um 120 og eru rekin fjögur útibú á vegum hans, þar af eitt í Garðabæ. Sparisjóðurinn hefur í gegn- um tíðina ávallt skilað hagnaði og verið í fararbroddi innan sparisjóðafjölskyldunnar. En þrátt fyrir mikinn fjárhagslegan styrk hefur sparisjóðurinn átt undir högg að sækja á undan- förnum árum og arðsemi eigin fjár verið langtum minni en í til- fellum SPRON, Sparisjóðs vél- stjóra (SPV), Sparisjóðsins í Keflavík (SPKef) og Sparisjóðs Mýrasýslu (SPM). Á síðasta ári skilaði sjóðurinn 320 milljóna króna hagnaði en gengishagnað- ur af sölu verðbréfa var einn og sér 615 milljónir króna. Þótt sparisjóðurinn hafi ekki átt við rekstrarvanda að stríða hefur hann tapað miklum fjár- munum vegna útlánatapa. Hann hefur afskrifað 1,3 milljarða króna á síðustu fjórum rekstrar- árum og lagt inn tæpa tvo millj- arða á sama tímabili til að mæta frekari töpum. Á þessum árum tapaði sjóðurinn miklum fjár- munum vegna útlána sem veitt voru í góðærinu í kringum alda- mótin. Ljóst er að með betri afkomu sjóðsins eykst verðmæti hans til muna. eggert@frettabladid.is Peningaskápurinn… Actavis 40,30 -0,25% ... Atorka 5,90 – ... Bakkavör 38,60 +0,52% ... Burðarás 15,00 +0,67% ... FL Group 15,50 – ... Flaga 3,95 -0,75% ... Íslandsbanki 13,30 +0,38% ... KB banki 526,00 +0,19% ... Kögun 59,60 -0,67% ... Landsbankinn 16,90 +1,81% ... Marel 58,10 +1,40% ... Og fjarskipti 4,07 +3,83% ... Samherji 12,10 – ... Straumur 12,15 – ... Össur 81,00 -1,22% *Tölur frá 15.40 í gær. Nýjustu tölur á Vísi. Tekist á um valda- stofnun í Hafnarfirði Ætla að veita greiðan að- gang að orkulindum beggja fyrirtækja. Bláa lónið hf. hefur fest kaup á Hreyfingu – heilsurækt og verður velta sameinaðs félags á annan milljarð króna. Ágústa Johnson segir fyrirtækin sameinast um að veita viðskiptavinum sínum greiðan aðgang að orkulindum beggja fyrirtækjanna auk þess að bjóða upp á spennandi nýjungar í náinni framtíð. 150 manns starfa hjá sameinuðu fyrirtæki. Ágústa Johnson mun áfram gegna starfi framkvæmdastjóra Hreyfingar en hún hefur verið framkvæmdastjóri allt frá stofnun fyrirtækisins árið 1998. Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, verður stjórnarfor- maður Hreyfingar. -dh Bláa lóni› kaupir Hreyfingu Og fjarskipti 3,83% Landsbankinn 1,81% Marel 1,40% Össur -1,22% Jarðboranir -0,95% Flaga -0,75% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Umsjón: nánar á visir.is Yfir 200 titlar á lægra verði ÓDÝRARI TÍMARIT Gerðuverðsamanburð NÝ SENDING AF TÍM ARITUM Kauptækifæri skapast ef hlutabréfaverð lækkar um 10 til 20 prósent. Hægt getur á verðþróun hluta- bréfa að mati Landsbankans en ekki eru miklar líkur á verð- lækkun. Nokkrar ástæður sem helst styðja þetta mat eru að mikið fé hefur verið sótt á mark- aðinn, líklega fer að draga úr peningamagni í umferð og líf- eyrissjóðir minnka líklega við sig hlutabréf á næstu misserum. Í Sérriti greiningardeildar Landsbankans um innlendan hlutabréfamarkað kemur fram að ef til lækkunar kæmi, til að mynda um 10 til 20 prósent, myndu skapast kauptækifæri á markaðinum og því líklegt að slíkt verðþróun snúist fljótt við. Verð- bóla hafi þó ekki myndast sem kalli á umtalsverða verðleið- réttingu. Á árinu hafa fyrirtæki á markaði verið dugleg við að sækja sér pening og samtals hafa þau náð í 125 milljarða króna í út- boðum. Frekari hlutafjárútboð eru framundan og á Landsbank- inn von á að um 130 milljarðar verði sóttir með hlutafjárút- boðum á árinu. Líklega hægir það á verðhækkun hlutabréfa. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 21 prósent frá áramótum en verðmat Landsbankans á stærstu hlutafélögunum í Kauphöllinni gefur tilefni til að ætla að ávöxtun bréfanna verði tæp sjö prósent á næstu 12 mánuðum. Sú 16 prósenta hækkun sem hafi verið frá þeim tímapunkti eigi því stoð- ir í auknu virði félaganna. Miklir peningar hafa verið í umferð sem hafa leitt til hækk- unar á hlutabréfaverði. Aðgerðir Seðlabankans gætu leitt til minni kaupþrýstings og jafnvel lækk- unar á hlutabréfaverði þó ekki fyrr en á næsta ári að mati Lands- bankans. -dh FYRIRTÆKI HAFA SÓTT 125 MILLJARÐA Á ÁRINU Edda Rós Karlsdóttir, forstöðu- maður greiningardeildar Landsbankans. Hægir á hækkunum hlutabréfaver›s VELTA SAMEINAÐS FÉLAGS ER Á ANNAN MILLJARÐ Grímur Sæmundsen, fram- kvæmdastjóri Bláa lónsins, og Ágústa Johnson, framkvæmdastjóri Hreyfingar. YFIRLIT YFIR FIMM STÆRSTU SPARISJÓÐINA Í LOK ÁRS 2004 Hagnaður * Eignir ** Eigið fé ** SPRON 1.465 68,7 5,9 SPH 319 38,6 3,1 SPV 683 29,7 5,0 SPKEF 409 26,3 2,7 SPM 192 15,9 1,4 Alls 3.068 179,2 18,1 * Í MILLJÓNUM KRÓNA * Í MILLJÖRÐUM KRÓNA SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Stofnféð er metið á yfir tvo milljarða samkvæmt þeim tölum sem hafa heyrst. Bættur rekstur gæti aukið virði sjóðsins til muna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.