Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 41

Fréttablaðið - 24.06.2005, Síða 41
29FÖSTUDAGUR 24. júní 2005 ÞOL - létt í notkun og myndar sterka lakkfilmu. - mikið veðrunarþol. - fyrir bárujárnsþök og aðra málmfleti utanhúss Þakmálning sem þolir íslenskt veðurálag Tryggðu þakinu betri endingu Akrýl - ÞOL - létt í notkun. - mjög gott veðrunarþol - fyrir bárujárn, ýmsar gerðir af klæðningum og aðra málmfleti utanhúss. Við erum sérfræðingar í útimálningu Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Áratugarannsóknir á þakjárni og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar og strangar prófanir með hliðsjón af séríslenskum aðstæðum og álagsþáttum hafa verið grundvöllur að vöruþróun og gefið þakmálningu frá okkur sérstöðu á íslenskum markaði. Nýtt útilitakort á næsta sölustað Flugfélög hækka far- gjöld sín í kjölfar verð- hækkana á olíu. Olíuverð hefur lækkað lítillega eftir snarpar hækkanir að undanförnu. Flugfélög hafa undanfarið keppst við að hækka fargjöld í kjölfar veðhækkana á olíu. Bandaríska flugfélagið United Airlines var síðast í röðinni og hækkaði fargjöld um þrjú prósent: ,,Við vonum að við- skiptavinir okkar skilji þessa ákvörðun. Við eigum einskis annars úrkosti í kjölfar hækk- ana á olíuverði“, sagði John Tague, talsmaður United. Sérfræðingar eru þó á því að þessar hækkanir séu aðeins tímabundnar: ,,Verð mun lækka aftur þegar háannatíminn hefst. Það kemur fleira til en hækkan- ir á olíu. Mörg flugfélög hafa átt í rekstrarerfiðleikum,“ sagði Terry Egger, varaforseti Hags- munasamtaka flugfarþega í Bandaríkjunum. Af olíumarkaðnum bárust annars þær fréttir að verð sé aftur komið niður fyrir 59 dali á olíufat, eftir að Bandaríkja- stjórn sendi frá sér tilkynningu um að ekki væri hætta á olíu- skorti í landinu í bráð. -jsk Farflegum fjölgar hjá Icelandair Flutningar hjá Icelandair Cargo dragast saman. Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 16 prósent í maí í samanburði við maí á síð- asta ári. Framboð félagsins jókst um 11 prósent og salan um tæp 20 prósent þannig að sætanýting varð 80 prósent í mánuðinum, sex prósentustigum hærri en í maí í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum árs- ins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 11,5 prósent milli ára. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um 3 prósent í samanburði við maí á síðasta ári. Flutningar hjá Icelandair Cargo voru sjö prósent minni í maí í ár en í fyrra. -dh OgVodafone hækkar Verðmæti OgVodafone er 18,7 milljarðar króna samkvæmt nýju verðmati greiningardeildar KB banka, sem gefið var út í gær. Miðað við forsendur bankans ætti gengi hlutabréfa í OgVodafone að vera 4,3, sem er 9,7 prósentustig- um hærra en lokagengið í fyrra- dag. Hækkuðu bréf í félaginu í Kauphöll Íslands í gær um 3,8 prósent og var lokagengið 4,07. KB banki segir að miklar breytingar hafi orðið á rekstri Og- Vodafone með kaupum á félögum, sem nú séu rekin undir nafni 365 prent- og ljósvakamiðla og gefur meðal annars út Fréttablaðið. Gerir bankinn ráð fyrir að fram- legð muni verða góð næsta ár en lækki eitthvað árin 2007 og 2008. – bg Vill eignast Pan Fish Norski olíu- og skipakóngurinn John Fredriksen fer mikinn á norska hlutbréfamarkaðnum. Fé- lag í eigu hans lagði í vikunni fram yfirtökutil- boð í hlutabréf í laxeldisfélaginu Pan Fish. Félagið, Greenwich Hold- ing, eignaðist 48 prósenta hlut í fiskeldisfyrirtæk- inu snemma í júní. Við það myndaðist yfirtökuskylda og býðst félagið til þess að kaupa aðra eigendur út á genginu 1,35 norskar krónur á hlut sem er það verð sem Fredriksen greiddi fyrir sinn hlut. Síðasta viðskiptagengi í Pan Fish var 1,95 sem bendir sterklega til þess að fjárfestar bú- ist við mun betra tilboði frá öðr- um fjárfestum. Olíukóngurinn þarf að punga út sautján milljörð- um fyrir bréfin. Gangi yfirtakan eftir hefur Fredriksen fjárfest fyrir rúma 30 milljarða á fáeinum dögum. Hann fór nefnilega í þrettán milljarða yfirtöku á olíufyrirtækinu Odfell Invest á mánudaginn. - eþa Kaupfling á pöbbarölti Bresk blöð greindu frá því í gær að fasteignaauðkýfingurinn Ró- bert Tchenguiz væri að kaupa kráarkeðjuna SFI. Techenguiz á fyrir kráarkeðju sem á og rekur fjölda pöbba í London. Með kaup- um yrðu krár í eigu Tchenguiz hátt í fjögur hundruð talsins. KB banki fjármagnaði fyrri kaup Tchenguiz á breskum krám og má telja nær öruggt að bankinn sé einnig með í ráðum við kaupin á SFI. Róbert hefur ásamt bróður sínum auðgast á fasteignavið- skiptum í London og eiga þeir bræður í samstarfi við Baug um kaup á Somerfield. KB banki kom því samstarfi á þegar í stefndi að tveir góðir viðskiptavinir bankans yrðu keppinautar í baráttunni um Somerfield. - hh FER VEL UM HANN Það fer vonandi vel um þennan farþega því flugfélög víða um heim hafa undanfarið keppst við að hækka fargjöld eftir hækkanir á olíuverði. D‡rara a› fljúga FARÞEGUM FLUGFÉLAGS ÍSLANDS FJÖLGAÐI Í MAÍ 29 þúsund farþegar flugu með Flugfélaginu í maí. JOHN FREDRIK- SEN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.