Fréttablaðið


Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 41
29FÖSTUDAGUR 24. júní 2005 ÞOL - létt í notkun og myndar sterka lakkfilmu. - mikið veðrunarþol. - fyrir bárujárnsþök og aðra málmfleti utanhúss Þakmálning sem þolir íslenskt veðurálag Tryggðu þakinu betri endingu Akrýl - ÞOL - létt í notkun. - mjög gott veðrunarþol - fyrir bárujárn, ýmsar gerðir af klæðningum og aðra málmfleti utanhúss. Við erum sérfræðingar í útimálningu Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i • Málningarbú›in Akranesi Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i • Litabú›in Ólafsvík Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga • Verslunin Eyri, Sau›árkróki Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› • Byko Selfossi Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Áratugarannsóknir á þakjárni og áhrifaþáttum yfirborðsmeðhöndlunar og strangar prófanir með hliðsjón af séríslenskum aðstæðum og álagsþáttum hafa verið grundvöllur að vöruþróun og gefið þakmálningu frá okkur sérstöðu á íslenskum markaði. Nýtt útilitakort á næsta sölustað Flugfélög hækka far- gjöld sín í kjölfar verð- hækkana á olíu. Olíuverð hefur lækkað lítillega eftir snarpar hækkanir að undanförnu. Flugfélög hafa undanfarið keppst við að hækka fargjöld í kjölfar veðhækkana á olíu. Bandaríska flugfélagið United Airlines var síðast í röðinni og hækkaði fargjöld um þrjú prósent: ,,Við vonum að við- skiptavinir okkar skilji þessa ákvörðun. Við eigum einskis annars úrkosti í kjölfar hækk- ana á olíuverði“, sagði John Tague, talsmaður United. Sérfræðingar eru þó á því að þessar hækkanir séu aðeins tímabundnar: ,,Verð mun lækka aftur þegar háannatíminn hefst. Það kemur fleira til en hækkan- ir á olíu. Mörg flugfélög hafa átt í rekstrarerfiðleikum,“ sagði Terry Egger, varaforseti Hags- munasamtaka flugfarþega í Bandaríkjunum. Af olíumarkaðnum bárust annars þær fréttir að verð sé aftur komið niður fyrir 59 dali á olíufat, eftir að Bandaríkja- stjórn sendi frá sér tilkynningu um að ekki væri hætta á olíu- skorti í landinu í bráð. -jsk Farflegum fjölgar hjá Icelandair Flutningar hjá Icelandair Cargo dragast saman. Farþegum í millilandaflugi Icelandair fjölgaði um 16 prósent í maí í samanburði við maí á síð- asta ári. Framboð félagsins jókst um 11 prósent og salan um tæp 20 prósent þannig að sætanýting varð 80 prósent í mánuðinum, sex prósentustigum hærri en í maí í fyrra. Á fyrstu fimm mánuðum árs- ins hefur farþegum Icelandair fjölgað um 11,5 prósent milli ára. Farþegum í innanlandsflugi Flugfélags Íslands fjölgaði um 3 prósent í samanburði við maí á síðasta ári. Flutningar hjá Icelandair Cargo voru sjö prósent minni í maí í ár en í fyrra. -dh OgVodafone hækkar Verðmæti OgVodafone er 18,7 milljarðar króna samkvæmt nýju verðmati greiningardeildar KB banka, sem gefið var út í gær. Miðað við forsendur bankans ætti gengi hlutabréfa í OgVodafone að vera 4,3, sem er 9,7 prósentustig- um hærra en lokagengið í fyrra- dag. Hækkuðu bréf í félaginu í Kauphöll Íslands í gær um 3,8 prósent og var lokagengið 4,07. KB banki segir að miklar breytingar hafi orðið á rekstri Og- Vodafone með kaupum á félögum, sem nú séu rekin undir nafni 365 prent- og ljósvakamiðla og gefur meðal annars út Fréttablaðið. Gerir bankinn ráð fyrir að fram- legð muni verða góð næsta ár en lækki eitthvað árin 2007 og 2008. – bg Vill eignast Pan Fish Norski olíu- og skipakóngurinn John Fredriksen fer mikinn á norska hlutbréfamarkaðnum. Fé- lag í eigu hans lagði í vikunni fram yfirtökutil- boð í hlutabréf í laxeldisfélaginu Pan Fish. Félagið, Greenwich Hold- ing, eignaðist 48 prósenta hlut í fiskeldisfyrirtæk- inu snemma í júní. Við það myndaðist yfirtökuskylda og býðst félagið til þess að kaupa aðra eigendur út á genginu 1,35 norskar krónur á hlut sem er það verð sem Fredriksen greiddi fyrir sinn hlut. Síðasta viðskiptagengi í Pan Fish var 1,95 sem bendir sterklega til þess að fjárfestar bú- ist við mun betra tilboði frá öðr- um fjárfestum. Olíukóngurinn þarf að punga út sautján milljörð- um fyrir bréfin. Gangi yfirtakan eftir hefur Fredriksen fjárfest fyrir rúma 30 milljarða á fáeinum dögum. Hann fór nefnilega í þrettán milljarða yfirtöku á olíufyrirtækinu Odfell Invest á mánudaginn. - eþa Kaupfling á pöbbarölti Bresk blöð greindu frá því í gær að fasteignaauðkýfingurinn Ró- bert Tchenguiz væri að kaupa kráarkeðjuna SFI. Techenguiz á fyrir kráarkeðju sem á og rekur fjölda pöbba í London. Með kaup- um yrðu krár í eigu Tchenguiz hátt í fjögur hundruð talsins. KB banki fjármagnaði fyrri kaup Tchenguiz á breskum krám og má telja nær öruggt að bankinn sé einnig með í ráðum við kaupin á SFI. Róbert hefur ásamt bróður sínum auðgast á fasteignavið- skiptum í London og eiga þeir bræður í samstarfi við Baug um kaup á Somerfield. KB banki kom því samstarfi á þegar í stefndi að tveir góðir viðskiptavinir bankans yrðu keppinautar í baráttunni um Somerfield. - hh FER VEL UM HANN Það fer vonandi vel um þennan farþega því flugfélög víða um heim hafa undanfarið keppst við að hækka fargjöld eftir hækkanir á olíuverði. D‡rara a› fljúga FARÞEGUM FLUGFÉLAGS ÍSLANDS FJÖLGAÐI Í MAÍ 29 þúsund farþegar flugu með Flugfélaginu í maí. JOHN FREDRIK- SEN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.