Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 42
Leifur Breiðfjörð glerlistamaður
er staddur í Tékklandi ásamt eig-
inkonu sinni, Sigríði G. Jóhanns-
dóttur veflistakonu. Þau eru þar í
boði Þóris Gunnarssonar, ræðis-
manns Íslands í landinu. „Hann
er svo vinalegur að hann ætlar að
halda upp á afmælið mitt fyrir
mig,“ segir Leifur glaðlega en
hann býst við að um fimmtíu
manns mæti í boðið sem haldið
verður á herragarði Þóris í Tékk-
landi.
Þar mæta bæði vinir Leifs og
Sigríðar frá Íslandi auk vina og
kunningja Þóris.
Í dag verður einnig opnuð
vinnustofa og sýningargallerí á
búgarði Þóris og eru Leifur og
Sigríður fyrstu listamennirnir
sem fá afnot af því. Þetta verður
því sambland af vinnuferð og
sumarfríi hjá þeim hjónum en
brottfarardagur hefur ekki verið
ákveðinn enn og allt eins líklegt
að þau verði í Tékklandi stóran
hluta sumarsins.
Leifur var sæmdur fálkaorð-
unni hinn 17. júní. „Það var stór-
kostlegt,“ segir Leifur sem finnst
hins vegar að margir aðrir eigi
það einnig skilið að hljóta slíka
viðurkenningu og nefndir sem
dæmi Þóri ræðismann sem hafi
staðið sig frábærlega í kynningu
á landi og þjóð.
Leifi finnst gott að hlaða batt-
eríin í Tékklandi eftir miklar
annir hér heima. Hann stóð að
undirbúningi mikillar glerráð-
stefnu sem haldin var í Gerðar-
safni, auk þess sem hann setti
upp eigin sýningu í tónlistarhús-
inu.
Leifur býst við að það verði
mjög gaman hjá sér í kvöld en á
þó ekki von á neinum afmælis-
gjöfum. „Að hitta fólk og vera
með góðu fólki er það sem skiptir
mestu máli,“ segir Leifur, sem
hefur smíðað mörg glerlistaverk
um ævina. Þeirra frægast er að
öllum líkindum í St. Giles dóm-
kirkjunni í Edinborg en auk þess
eru stórir steindir gluggar eftir
Leif bæði í Hallgrímskirkju og
Grafarvogskirkju. ■
30 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
PÉTUR H. BLÖNDAL (1944-)
fæddist þennan dag.
„Óskir manna vaxa yfirleitt hraðar en
tekjurnar.“
- Pétur H. Blöndal er þingmaður Sjálfstæðisflokksins og hefur setið
á Alþingi í tíu ár.
timamot@frettabladid.is
JAR‹ARFARIR
11.00 Aldís G. Einarsdóttir, Dalalandi
11, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju.
11.00 Þröstur Valdimarsson, Keilufelli
33, Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskirkju.
13.00 Guðrún J. Möller, Dalbraut 14,
Reykjavík, verður jarðsungin frá Bú-
staðakirkju.
13.00 Einar Vigfús Jónsson, Köldukinn
20, Hafnarfirði, verður jarðsunginn frá
Hafnarfjarðarkirkju.
LEIFUR BREIÐFJÖRÐ Leifur stendur á tvennum tímamótum. Hann er sextugur í dag og var á dögunum sæmdur fálkaorðunni.
Þennan dag árið 1983 snéri
Sally Ride aftur til jarðar með
geimskutlunni Challenger eftir
sex daga geimflug. Sally var
fyrsta bandaríska konan til að
fara út í geim en sú þriðja í
heiminum.
Hin 32 ára Ride var fyrrverandi
tennismeistari. Hún ákvað að
gerast geimfari árið 1977 eftir að
hún sá auglýsingu frá NASA í
skólablaði en hún stundaði þá
háskólanám í ensku og eðlis-
fræði.
Hún var ein af yfir þúsund kon-
um og sjö þúsund körlum sem
sóttu um 35 pláss í þjálfunar-
prógrammi árið 1978. Þar kynnt-
ist hún manni sínum sem einnig
var geimfari.
Sem flugverkfræðingur var það
meginhlutverk Sallyar að fylgjast
með stjórntækjum og ganga úr
skugga um að allt gengi vel við
flugtak og lendingu.
Tveimur árum síðar skullu hörm-
ungar yfir þegar Challenger
geimskip sprakk í loft upp. Allir
um borð létust og þar á meðal
Christa McAuliffe sem átti að
verða fyrsti kennarinn til að kom-
ast út í geim.
Sally Ride er eina manneskjan sem
vann bæði að rannsókn Challen-
ger- og Columbia-slysanna.
Sally var geimfari til ársins 1987
þegar hún sagði upp störfum hjá
NASA og tók til við kennslu í
Stanford háskóla. Síðar varð hún
prófessor og forstjóri geimvís-
indastofnunar Kaliforníu.
24. JÚNÍ 1983
ÞETTA GERÐIST MERKISATBURÐIR
1000 Kristnitakan. Kristin trú er
lögtekin á Alþingi á Þing-
völlum við Öxará.
1865 Keisaraskurði er beitt í
fyrsta sinn hér á landi.
Barnið lifði en móðirin dó.
1875 Fyrsta ferðin yfir Vatnajökul
er farin af enskum vísinda-
manni og fjórum Íslending-
um.
1901 Picasso heldur sína fyrstu
stóru sýningu í París.
1934 Gunnar Thoroddsen er kos-
inn á þing, 23 ára.
1968 Ráðherrafundur Atlants-
hafsbandalagsins er hald-
inn á Íslandi í fyrsta sinn.
1988 Vatnsrennibrautin er tekin í
notkun í Laugardalslaug.
Sally Ride kemur til jar›ar
Þakkir
Innilegar þakkir fær einnig frændfólk og vinir hér heima og erlendis,
fyrrum starfsfélagar og söngfélagar fyrir norðan og þið öll, sem senduð
mér hlýjar kveðjur með símtölum, blómum og gjöfum þennan dag.
Blessunaróskir og kveðjur,
Björg Baldvinsdóttir
Hjartans þakkir til barna minna
og fjölskyldna þeirra, sem héldu mér
höfðinglega afmælisveislu á 90 ára
afmælinu þann 16. júní.
Ástkær sonur okkar, stjúpsonur, bróðir og barnabarn,
Arent Pjetur Eggertsson
Sindragötu 4, Ísafirði,
verður jarðsunginn frá Ísafjarðarkirkju laugardaginn 25. júní
klukkan 14.00.
Berglind Sveinsdóttir Pálmi Ó. Árnason
Kristrún Sif Gunnarsdóttir
Jóna Sigurlína Pálmadóttir
Sveinn Jóhann Pálmason
Ingibjörg Kristjánsdóttir
Sveinn Jóhannsson
Eggert Hjartarson Gríma Huld Blængsdóttir
Lára Ósk Eggertsdóttir
Gunnar Smári Eggertsson
Laura Claessen.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma,
Fanney Halldórsdóttir
frá Sviðningi, Skagabyggð,
andaðist þriðjudaginn 21. júní á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi.
Útförin auglýst síðar.
Börn, tengdabörn og barnabörn
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og
amma,
Ólína Jörundsdóttir
Eikjuvogi 17, Reykjavík,
sem lést á Landspítalanum Fossvogi mánudaginn 20. júní verður jarð-
sungin frá Grafarvogskirkju þriðjudaginn 28. júní kl. 15.
Svavar Kristjónsson
Guðný Svavarsdóttir Sveinn Óttar Gunnarsson
Jörundur Svavarsson Sif Matthíasdóttir
Erla Kristín Svavarsdóttir Smári Ragnarsson
Lilja Steinunn Svavarsdóttir Bjarni Jónsson
Auður Ólína Svavarsdóttir
og barnabörn.
AFMÆLI
Í tilefni sextugsafmælis Kristjáns
Axelssonar frá Bakkakoti, 22. júní,
verður opið hús í þjónustumiðstöð
BSRB í Munaðarnesi,föstudaginn 24.
júní nk. frá kl. 20. Léttar veitingar og
heitt á könnunni.
50 ára er á sunnudaginn 26. júní,
Kristín Helgadóttir, Kristnibraut 79,
Reykjavík. Maður hennar er Marteinn
Sigurbjörn
Björnsson.
Þau taka á
móti gestum
á afmælis-
daginn milli
kl. 16.00 og
19.00 í
Lionsheimil-
inu, Sóltúni
20.
Afmælisveisla á herragarði
LEIFUR BREIÐFJÖRÐ: GLERLISTAMAÐUR ER SEXTUGUR
14.00 Friðmundur Leonard Herman
verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju.
14.00 Helgi Geirmundsson, Miðtúni 21,
Ísafirði, verður jarðsunginn frá Ísafjarðar-
kirkju.
15.00 Friðrik Fáfnir Eiríksson, frá Hesti,
Ársölum 5, Kópavogi, verður jarðsung-
inn frá Fossvogskirkju.
15.00 Óli Þór Ingvarsson rafvirkjameist-
ari, Álftamýri 40, verður jarðsunginn frá
Fríkirkjunni.
15.00 Þórður Annas Jónsson, frá Gests-
stöðum, áður til heimilis í Markholti 7,
Mosfellsbæ, verður jarðsunginn frá
Lágafellskirkju.
ANDLÁT
Knútur Kristján Gunnarsson húsgagna-
bólstrari lést á sjúkrahúsinu í Lundi, Sví-
þjóð, föstudaginn 17. júní.
Fanney Halldórsdóttir frá Sviðningi,
Skagabyggð, andaðist þriðjudaginn 21.
júní á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi.
Víkingur Þór Björnsson fyrrverandi eld-
varnareftirlitsmaður, Munkaþverárstræti
2, Akureyri, lést á heimili sínu þriðjudag-
inn 21. júní.
www.steinsmidjan.is