Fréttablaðið - 24.06.2005, Side 44
24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
> Við hrósum ...
... gamla brýninu Sinisa Valdimari Kekic,
sem sá til þess að Grindavík fékk þrjú stig í
Dalnum í gær. Kekic
er hreint ótrúlegur
leikmaður sem
virðist ekkert vera
farinn að gefa eftir
og á meðan svo er á
Grindavík alltaf von
um að hanga uppi í
deild þeirra bestu.
Heyrst hefur ...
... að Eyjamenn leiti víða þessa dagana
eftir liðsstyrk í fótboltanum. Þeir misstu
Magnús Má í gær og svo hafa þeir verið
óheppnir með meiðsli sem og útlend-
inga en tveir útlendingar liðsins voru ekki
betri en svo að ÍBV lánaði þá til Selfoss,
sem segir sína sögu um styrkleika þeirra.
sport@frettabladid.is
32
> Við hrósum ...
.... KR-ingum, sem brutu marga múra í
gær. Leikmenn liðsins skoruðu
jafn mörg mörk í gær og þeir
höfðu gert í sex leikjum,
Grétar Ólafur skoraði loksins í
deildinni og þá má ekki
gleyma því að Magnús
Gylfason gaf blaðamanni
viðtal aldrei þessu vant.
FH-ingar voru alltaf skrefinu á undan Skagamönnum í leik li›anna í gærkvöld og unnu 2-0. fietta er fyrsti
sigur FH á ÍA í deildarkeppni sí›an 1990.
Loks sigraðist FH á Skagagrýlunni
FÓTBOLTI Gestirnir byrjuðu leikinn
af krafti í Kaplakrikanum í gær
og fengu fyrsta færi leiksins
þegar Sigurður Ragnar Eyjólfs-
son átti bakfallsspyrnu sem Daði
Lárusson varði vel. Nokkuð jafn-
ræði var með liðunum stærstan
hluta fyrri hálfleiks þótt FH virt-
ist alltaf vera skrefinu á undan.
Allan Borgvardt var besti
maður vallarins og átti margar
stórhættulegar sendingar sem
sköpuðu hættuleg færi, til að
mynda átti hann glæsilega send-
ingu á Jón Þorgrím Stefánsson á
42. mínútu en fast skot Jóns fór
framhjá markinu.
Síðustu mínútur fyrri hálfleiks
keyrðu heimamenn yfir gesti
sína, fyrst skoraði Tryggvi Guð-
mundsson frábært mark úr auka-
spyrnu og Borgvardt bætti síðan
við marki eftir sendingu frá Jóni
Þorgrími rétt áður en flautað var
til hálfleiks.
Ólafur Þórðarson gerði tvær
breytingar í hálfleik, tók Sigurð
Ragnar og Hjört Júlíus af velli.
Hjörtur var kominn með gult
spjald og með sama áframhaldi
hefði hann fengið rautt í seinni
hálfleik.
Ungir og efnilegir leikmenn
Skagamanna sýndu góða takta í
seinni hálfleiknum og voru stað-
ráðnir í að sýna Ólafi að þeir væru
tilbúnir í þetta.
Þrátt fyrir að vera tveimur
mörkum yfir hættu FH-ingar ekki
og átti Atli Viðar Björnsson skalla
í slá og Tryggvi skot í stöng í
seinni hálfleiknum. Skagamenn
fengu líka sín færi en eins og oft
áður var heppnin ekki með þeim
fyrir framan markið. Góður sigur
FH-liðsins, sem spilaði vel sem
heild og er enn með fullt hús. ÍA
sýndi góða baráttu í seinni hálf-
leik en það dugði einfaldlega ekki
til og var þetta því fjórði leikur
liðsins í deildinni í röð án sigurs.
elvar@frettabladid.is
Mostafa Marinó Anbari, aðstoðarþjálfari
íslenska knattspyrnuliðsins Afríku og
bróðir aðalþjálfarans Zakaria Elíasar
Anbari, var fyrir skömmu dæmdur í
tveggja mánaða leikbann fyrir að skrá
Abdel Hamid Oulad Idriss á leik-
skýrslu, en hann tók ekki þátt í
leiknum.
Eftir leikinn kom í ljós að hann
var hafður á skýrslunni í stað
Dejan Bilic, sem tók þátt í
leiknum án þess að vera
kominn með tilskilin leyfi til
þess.
Zakaria, sem oftast er kall-
aður Zico, sagði þetta hafa
verið mistök sem vonandi
kæmu ekki fyrir aftur. „Ég
kom aðeins of seint á leikinn og
þess vegna sá bróðir minn um
leikskýrsluna fyrir mig. Hann
gerði þessi litlu mistök við
gerð leikskýrslunnar og svo
vissi hann ekki betur en að
Dejan Bilic, sem var nýr leik-
maður okkar, væri kominn
með leikheimild. En við hjá
Afríku höfum rætt þetta
við Knattspyrnusamband
Íslands og þeir útskýrðu
þessi atriði vel fyrir okk-
ur. Við látum þetta ekki
koma fyrir aftur.“
Zico er annars bjart-
sýnn á framhaldið og
segir Afríku vera að
styrkjast með hverjum
leiknum. „Okkur hefur gengið ágætlega
í sumar. Dejan Bilic kemur til með að
styrkja lið okkar mikið, og svo erum við
að fá nýjan leikmann frá Marokkó líka,
sem vonandi á eftir að reynast okkur
vel.“
Afríka er sem stendur í næstneðsta sæti
síns riðils, C-riðils 3. deildar, með tvö
stig eftir fimm leiki, en ÍH er efst með
tólf stig.
Afríku var jafnframt gert að greiða tólf
þúsund krónur í sekt fyrir þessi mistök.
Þetta er í annað sinn á stuttum tíma
sem þjálfari meistaraflokksliðs er
dæmdur í tveggja mánaða bann fyrir
leikskýrslumistök, en Nói Björnsson,
þjálfari Leifturs/Dalvíkur, var dæmdur í
bann í vor.
ÞUNGUR DÓMUR HJÁ KSÍ: AÐSTOÐARÞJÁLFARI AFRÍKU DÆMDUR Í TVEGGJA MÁNAÐA KEPPNISBANN
Mistök sem koma ekki fyrir aftur
LA
N
DS
BA
N
K
AD
EI
LD
IN
Það var mikið fjör og mikið skorað suður með sjó í gærkvöld:
Fylkismenn héldu jöfnu í Keflavík
FÓTBOLTI Þó það hljómi undarlega
voru Keflvíkingar mun betri á
heimavelli gegn Fylkisvelli í gær,
í leik sem lauk með jafntefli, en
þeir voru uppi á Skipaskaga í síð-
ustu umferð, en þar unnu þeir sig-
ur. Liðið var einfaldlega að spila
mun betri knattspyrnu og var
sóknarleikurinn þá sérstaklega
öflugur. Fylkismenn voru einnig
að leika fína knattspyrnu þó svo
að þeir hafi oft gert betur.
Leikurinn í gær var án efa einn
af skemmtilegri leikjum sumars-
ins. Bæði lið léku sókndjarfan
bolta og leikmennirnir börðust af
krafti, með fáeinum undantekn-
ingum þó. Fylkismenn voru með
undirtökin lengst af í leiknum án
þess að ná að skapa færi í hverri
sókn. Keflvíkingar voru hins
vegar fljótir fram og iðulega stór-
hættulegir þegar þeir færðust
nær marki gestanna. Sem fyrr var
Guðmundur Steinarsson öflugur
en Stefán Örn Arnarson átti
einnig mjög góðan leik og var
ætíð skapandi.
Vandamálið virðist vera hjá
Fylkismönnum að þó svo að kant-
mennirnir eiga nokkra ágæta
spretti inni á milli eru þeir ein-
faldlega ekki nógu snöggir að at-
hafna sig og þannig verður oft lít-
ið úr sóknarlotum þeirra. Þá virð-
ist Viktori Bjarka hreinlega fyrir-
munað að skora en hann fékk
nokkur afar góð tækifæri til þess
í leiknum.
„Þetta var án efa einn af harð-
ari leikjum sem ég hef spilað,“
sagði Keflvíkingurinn Stefán Örn
eftir leik. „Liðin voru jöfn að stig-
um fyrir leikinn og ætluðu ekkert
að gefa eftir og urðu að lokum að
sættast á jafntefli. En við lékum
vel í dag og þrátt fyrir að það hafi
vantað menn í liðið eins og Gest
Gylfason og Hörð Sveinsson sýndi
leikur okkar í kvöld styrk liðsins
og að það kemur maður í manns
stað. Hvað sjálfan mig varðar er
auðvitað alltaf gott að skora. Nú
er sjálfstraustið hjá mér komið
upp í topp og þýðir ekkert annað
en að halda áfram og bæta við
fleiri mörkum.“ - esá
2-2
Keflavík, áhorf: 852 Erlendur Eiríksson (6)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 12–13 (8–7)
Varin skot Magnús 3, Ómar 2 – Bjarni 6
Horn 3–4
Aukaspyrnur fengnar 14–11
Rangstöður 4–8
Keflavík Fylkir
*MAÐUR LEIKSINS
KEFLAV. 4–4–2
Magnús 6
(57. Ómar 6)
Guðjón Árni 6
Johansson 6
Baldur Sig. 7
Milicevic 5
Bjarni 4
(74. Isse –)
Jónas Guðni 8*
Gunnar H. 5
Hólmar Örn 6
Guðmundur 7
Stefán 7
FYLKIR 4–3–3
Bjarni Þórður 6
Arnar Þór 5
Ragnar 7
Valur Fannar 7
Gunnar Þór (sjm) 6
Helgi Valur 7
Guðni Rúnar 4
Hrafnkell 6
(46. Christian 6
Viktor Bjarki 6
Björgólfur 7
(89. Björn V. –)
Eyjólfur 5
(88. Jón B. –)
*MAÐUR LEIKSINS
FH 4–3–3
Daði 7
Guðmundur 7
Tommy 6
Auðun 8
Freyr 7
Heimir 4
(68. Siim 6)
Ásgeir 6
Davíð 5
(72. Baldur –)
Jón Þorgrímur 6
(64. Atli Viðar 6)
Tryggvi 7
Allan 8*
ÍA 4–5–1
Bjarki 6
Kári Steinn 6
Gunnlaugur 5
Reynir 5
Guðjón Heiðar 4
Unnar 6
(65. Hafþór 6)
Hjörtur 5
(46. Jón V. 6)
Pálmi 6
Igor 6
Martin 5
Sigurður R. 4
(46. Andri 7)
2-0
Kaplakr., áhorf: 1622 Kristinn Jakobsson (7)
TÖLFRÆÐIN
Skot (á mark) 11–6 (6–3)
Varin skot Daði 3 – Bjarki 2
Horn 4–4
Aukaspyrnur fengnar 10–11
Rangstöður 2–2
FH ÍA
STERKUR Fylkismaðurinn Helgi Valur
Daníelsson átti fínan leik fyri Fylki í gær.
FRÉTTABLAÐIÐ/HARII
HÖRÐ BARÁTTA Bjarki Guðmundsson, markvörður ÍA, fer hér í úthlaup og nær að stöðva
FH-inginn Jón Þorgrím Stefánsson. FH vann sjöunda leik sinn í röð.
FRÉTTABLAÐIÐ/LÁRUS