Fréttablaðið - 24.06.2005, Qupperneq 54
> Plata vikunnar ...
HOT DAMN!:
The Big’n Nasty Groove’O
Mutha
„Smári og Jenni ná
virkilega vel saman og sanna það
enn frekar, rétt eins og The White
Stripes hafa gert, að dúettar geta
hiklaust spjarað sig í rokkinu þrátt
fyrir mikinn einfaldleika.“ FB
42 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR
[ SMS ]
UM NÝJUSTU PLÖTURNAR
[ TOPP 10 ]
X-IÐ 977 - 22. JÚNÍ
LEAVES
The Spell
COLDPLAY
Speed of Sound
QUEENS OF THE STONE AGE
In My Head
BECK
Girl
NINE INCH NAILS
The Hand That Feeds
CYNIC GURU
Drugs
THE BRAVERY
Honest Mistake
THE KILLERS
Smile Like You Mean It
KAISER CHIEFS
Every Day I Love You Less And Less
RASS
Burt með kvótann
* Listanum er raðað af umsjónar-
mönnum stöðvarinnar
1
2
3
4
5
6
7
8
9
10
Nýlega kom út önnur plata Kippa
Kanínus sem nefnist Happens
Secretly og sjá 12 tónar um dreif-
ingu hennar hér á landi. Fyrsta
plata hans, Huggun, kom út á
vegum Tilraunaeldhússins og
Eddu fyrir þremur árum og fékk
hún hvarvetna góðar viðtökur.
Kippi Kanínus er listamanns-
nafn Guðmundar Vignis Karlsson-
ar, sem um þessar mundir dvelst í
Hollandi ásamt fjölskyldu sinni
við nám, leik og störf. Hann stefn-
ir að því að vera þar í tvö ár til
viðbótar. Guðmundur segist alltaf
hafa jafngaman af því að taka upp
nýja tónlist. „Ég var búinn að
koma mér upp stóru og miklu
safni af upptökum yfir langan
tíma. Síðan gengur tónlistin út á
að búa til rétt samhengi fyrir
þessi hljóð. Þetta er stórt og langt
og krefjandi púsluspil,“ segir
Guðmundur.
Nýju plötunni hefur verið lýst
sem frumlegri og melódískri raf-
tónlist þar sem bregður fyrir
orgelleik, strengjum og barna-
söng. „Þetta eru hljóð úr umhverf-
inu,“ segir Guðmundur. „Þau eru
bara teygð og látin passa hvert við
annað þannig að þau hljómi eins
og þau eigi saman.“
Guðmundur, sem er 26 ára,
byrjaði að semja tónlist þegar
hann var í menntaskóla en var
aldrei í neinum hljómsveitum.
Nafnið Kippi Kanínus á sér ein-
kennilega sögu. „Mamma lærði
andlitsnudd þegar ég var fjög-
urra eða fimm ára. Hún var að
þylja upp það sem hún átti að
læra fyrir prófin og ein nuddað-
ferðin fyrir kinnvöðva hét Kippi
Kanínus. Mér fannst þetta fyndið
og mundi alltaf eftir þessu
nafni.“
Guðmundur sækir áhrif sín úr
ýmsum áttum og ekkert sérstak-
lega frá öðrum raftónlistarmönn-
um. „Ég hef verið mikið í kór og
hef hlustað á tónlistina þar. Ann-
ars hlusta ég á allt mögulegt, allan
skalann.“
Guðmundur ætlar að halda tón-
leika í Rotterdam og Köln í sept-
ember og nóvember og vonast til
að gefa nýju plötuna út erlendis á
næstunni.
freyr@frettabladid.is
Krefjandi púsluspil
Poppmetaltríóið Númer Núll
hefur gefið út þriggja laga smá-
skífu. Hljómsveitin hefur verið
starfandi í núverandi mynd í eitt
ár en Gestur Guðnason yngri,
söngvari og gítarleikari, og Garð-
ar Þór Eiðsson trommuleikari
hafa starfað saman í fimm ár.
Bassaleikari sveitarinnar heitir
Jón Svanur Sveinsson.
Gestur, sem einnig er í hljóm-
sveitinni Stórsveit Nix Nolte, er
margreyndur í tónlistarbransan-
um því hann hefur auki starfað
með hljómsveitunum Skátum og
5tu herdeildinni. „Við hugsum
þessa smáskífu sem tvö lög af
væntanlegri breiðskífu og eitt
bónuslag. Við eigum upptekið efni
á heila plötu sem á eftir að hljóð-
blanda,“ segir Gestur. „Við höfum
verið að fá mjög góðar viðtökur
þó fólk sé latt við að mæta á tón-
leika yfir höfuð,“ bætir hann við.
Eiríkur Hilmisson og Sigurður
Bjóla, yfirhljóðmaður í Þjóðleik-
húsinu, hljóðblönduðu smáskífuna
og ber Gestur þeim vel söguna.
„Eiríkur vinnur í Þjóðleikhúsinu
og Sigurður rak eyrun í þetta og
vildi fá að vera með,“ segir hann.
„Hann tekur þátt í einstaka verk-
efnum sem vekja áhuga hans.“
Númer Núll spilar á Þinghús-
bar á Hvammstanga annað kvöld
ásamt reykvísku kvennasveitinni
Viðurstyggð. ■
KIPPI KANINUS Raftónlistarmaðurinn Kippi Kanínus hefur gefið út sína aðra plötu sem nefnist Happens Secretly.
tonlist@frettabladid.is
Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI
Bubbi: Paradís, Hölt hóra: Love Me Like You Elskar
mig, Rain: Experiment of Day, Kippi Kaninus:
Happens Secretly, DJ Margeir: PZ’ 05 – Dansa
meira og Khonnor: Handwriting.
>
B
ub
bi
>
H
ölt hóra Jóhannes Birgir Pálmason, sem kallar sig Rain, hefur gefið
út plötuna Experiment of Day. Jóhannes, sem er einnig í
rappsveitinni Twisted Minds, lýsir nýju plötunni sem tilrauna-
kenndu hiphopi.
„Það eru margar stefnur á plötunni og lögin blandast saman,“
segir Jóhannes um gripinn. „Platan stoppar aldrei og þetta er
eins og að hlusta á eitt lag.“
Birkir úr hljómsveitinni Forgotten Lores aðstoðar Jóhannes í
laginu Telepathic Translation, sem er eina lag plötunnar
sem er rappað á íslensku. Jóhannes, sem hefur verið í
tónlistinni í tíu ár, segist vera undir áhrifum frá mörg-
um hljómsveitum en nefnir sérstaklega Buck 65 frá
Kanada. Einnig má greina á plötunni áhrif frá rappar-
anum Sage Francis, sem hefur gefið út tvær plötur á
undanförnum árum sem hafa fengið mjög góðar
viðtökur gagnrýnenda.
> Popptextinn ...
„He called up the House of Lust
ordered a five foot two, but to his sur-
prise, this lady was a dude.“
Lagið Hot Damn, That
Woman Is a Man er
byggt á sannsögulegum
atburðum um ungan
mann sem lenti í heldur
óskemmtilegri lífs-
reynslu í Amsterdam.
NÚMER NÚLL Frá vinstri: Jón Svanur
Sveinsson, Gestur Guðnason og Garðar
Þór Eiðsson.
Heldur
efsta sætinu
Nýjasta plata Coldplay, X&Y, hefur
gert frábæra hluti á vinsældalist-
um síðan hún kom út í byrjun mán-
aðarins. Platan
er í efsta sæti
bandaríska vin-
sældal is tans
aðra vikuna í
röð og hefur
selst í 1,1 millj-
ón eintaka.
Í öðru sæti
er nýjasta
plata Foo
Fighters, In
Your Honor,
sem seldist í
310.000 eintök-
um sína fyrstu
viku á lista
sem er þrisvar sinnum meira en
síðasta plata sveitarinnar, One by
One, seldist fyrstu vikuna. Í
þriðja sæti á listanum er ný plata
frá strákunum í Backstreet Boys
sem nefnist Never Gone. ■
Bubbi: Ást
„Ást er nokkurs konar uppgjör Bubba við ástar-
mál sín. Þrjú lög skara fram úr en meiri Barða-
stemningu vantar í afganginn.“
FB
British Sea Power: Open Season
„Það er ekki mikil von í nýjustu von Breta. Ef
þetta er afli breska sjóveldisins, þá legg ég til að
við hendum af stað öðru þorskastríði, því við
myndum valta yfir þá.“
BÖS
Coldplay: X&Y
„Coldplay kaupa sér nýtt hljómborð og gera enn
eina „örugga“ plötu. Full af grípandi lögum sem
við eigum öll bókað eftir að fá hundleið á áður
en útvarpsstöðvarnar hætta að spila þau.“
BÖS
Fourt Tet: Everything Ecstatic
„Ekki bara ein magnaðasta plata sem hefur kom-
ið út á þessu ári, heldur ein magnaðasta plata
sem hefur verið gefin út í sögu raftónlistar. Fullt
hús stiga.“
BÖS
Jane: Berserker
„Annar helmingur Animal Collective færir sig enn
dýpra í undarlegheitin og mallar saman ambíent
tónlist við krútt-elektróník. Falleg grúskaraplata
sem róar taugarnar.“
BÖS
System of a Down: Mezmerize
„System of a Down nær að gera hið ótrúlega og
standast ótrúlegar væntingar fólks með því að
gefa út aðra frábæra plötu. Lög Mezmerize eru
sterk, textasmíðar því miður lakari.“
BÖS
Jack Johnson: In Between Dreams
„Notaleg plata sem reynir að sannfæra hlust-
anda sinn um hversu yndislegt lífið er. Og á ör-
ugglega eftir að takast það í mörgum tilfellum.“
BÖS
Birgir Örn Steinarsson & Freyr Bjarnason
Gítarleikari
sn‡r aftur
Hljómsveitin
The Cure hef-
ur endurráðið
gamla gítar-
leikarann sinn
Porl Thomp-
son sem spil-
aði með sveit-
inni 1976 til
1978 og 1983
til 1993.
The Cure
varð fyrir
áfalli á dögunum þegar gítarleik-
arinn Perry Bamonte og hljóm-
borðsleikarinn Roger O’Donnell
hættu í sveitinni og skildu eina
eftir þá Robert Smith, Simon
Gallup og Jason Cooper.
Hljómsveitin mun spila í fyrsta
sinn opinberlega með nýju upp-
stillingunni á tónlistarhátíð á
Spáni þann 5. ágúst. ■
Eldsvo›i
hjá Ash
Íslandsvinirnir í Ash lentu í hon-
um kröppum á dögunum þegar
eldur kviknaði í rútu þeirra eftir
tónleika í Knitting Factory í Los
Angeles.
Eftir að
mikill reyk-
ur hafði
komið í rút-
una tókst að
s l ö k k v a
eldinn með
s l ö k k v i -
tæki. Þurfu
l i ð s m e n n
Ash að bíða úti á götu í nokkurn
tíma eftir nýrri rútu. Keyrðu þau
rútuna sjálf til San Francisco þar
sem þau héldu vel heppnaða tón-
leika skömmu síðar. Þar tileinkaði
söngvarinn Tim Wheeler rútufyr-
irtækinu og bílstjórum þess lagið
Burn Baby Burn. ■
RAIN Jóhannes Birgir Pálmason hefur
gefið út plötuna Experiment of Day.
Tilraunakennt hiphop
CHRIS MARTIN
Söngvari Coldplay
hlýtur að vera í skýj-
unum þessa dagana
yfir nýju plötunni.
THE CURE Robert
Smith og félagar í
The Cure hafa endur-
heimt gamla gítarleik-
arann sinn.
ASH Rokksveitin Ash
lenti í lífsháska í Banda-
ríkjunum á dögunum.
ARNAR GUÐJÓNSSON Hljómsveitin
Leaves er í efsta sæti X-listans með lagið
The Spell af væntanlegri plötu sinni The
Angela Test.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
G
AR
Ð
U
R
Smáskífa frá Númer Núll