Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 56

Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 56
Sjónvarpsstöðin Sirkus fer í loftið í kvöld klukkan tíu með glæsilegri dagskrá. Stöðin leggur áherslu á afþreyingarefni, innlent sem er- lent. Stöðin verður frístöð fyrir- tækisins 365 með tæp áttatíu pró- sent í dreifingu. Hægt verður að ná henni inn á Digital Ísland, Breiðbandið sem og á UHF. Meðal þeirra íslensku þátta sem verða á dagskrá stöðvarinnar eru Kvöldþátturinn en umsjónar- menn hans eru Guðmundur Stein- grímsson, Halldóra Rut Bjarna- dóttir og Sigríður Pétursdóttir. Einnig mun þátturinn Sjáðu vera á dagskránni sem og Íslenski popplistinn, Geim Tíví auk þess sem þættir af 70 Mínútum verða endursýndir. Þessir fjórir þættir voru á dagskrá sjónvarpsstöðvar- innar Popptíví sem nú færist yfir á Digital Ísland. Þau nýmæli hafa þó orðið á tveimur þáttanna að fegurðardrottningin Unnur Birna Vilhjálmsdóttir mun stýra kvik- myndaþættinum Sjáðu og Jónsi úr Svörtum fötum mun kynna okkur nýjustu og vinsælustu tónlistina í Íslenska popplistanum. Fjölmargir erlendir þættir verða á dagskrá stöðvarinnar. David Letterman er einn þeirra sem og spennuþátturinn True Call- ing sem fjallar um Tru Davis sem hefur dulda hæfileika sem gætu bjargað mannslífum. Dr. Vegas er ekta dramaþáttur með Rob Lowe í aðalhlutverki ásamt Joe Pantoli- ano og Tom Sizemore. American Dad er teiknimyndasería af bestu gerð frá höfundum Family Guy sem gefur þeim vinsælu þáttum ekkert eftir. The Road to Stardom with Missy Elliott er HipHop út- gáfa af American Idol þar sem valinn er besti HipHop / R&B listamaðurinn í hópnum. Auk þessara verða þættirnir Joan of Arcadia, Fabulous Life of og Rescue Me á dagskránni. Sirkus mun svo kitla nostalgíufiðringinn í maganum á áhorfendum með því að sýna þeim gamla klassíska þætti eins og Friends, Seinfeld og The X-Files. 44 24. júní 2005 FÖSTUDAGUR „Við ætlum að spila á húmorinn, þetta er bara skemmtisýning. Við spilum Bítlalögin og fabúlerum kringum þau á skondinn hátt,“ segir Sigurjón Brink, sem frum- sýnir í kvöld Bítl í Loftkastalan- um með félögum sínum Jóhannesi Ásbjörnssyni, betur þekktum sem Jóa í Idol, og Pálma Sigurhjartar- syni. „Sumir halda að við séum að leika Bítlana, að þetta sé leiksýn- ing, en svo er ekki,“ segir Sigur- jón. Þríeykið kallar sýninguna „tónleik“ enda er hún meira í ætt við tónleika en söngleik. „Þetta byrjaði þannig að ég og Jói ákváðum að koma saman fyrir einhverjum árum og halda eina tónleika í Vesturporti, báðir mikl- ir Bítlaaðdáendur. Þetta teygðist í nokkra tónleika og í kjölfarið fór- um við að spila á Hverfisbarnum á fimmtudagskvöldum,“ segir Sigurjón. „Við náðum svo góðri stemningu á Hverfisbarnum. Það er örugglega ár síðan að við sett- umst niður og fórum að hugsa um að gera sýningu úr þessu.“ Jó- hannes og Sigurjón, kallaðir Jói og Sjonni, hafa áður spilað með Pálma á þjóðhátíð í Eyjum og við ýmis önnur tilefni en þeir fengu til liðs við sig Hilmi Snæ Guðna- son til að koma Bítlasýningunni á fjalirnar. „Leikstjórn og ekki leik- stjórn, hann styður við bakið á okkur í gegnum þetta. Það er svo- lítið stórt stökk að fara frá Hverfisbarnum í 400 manna leik- hús, svo við þurftum góða menn með okkur,“ segir Sigurjón. Sýningin Bítl verður sýnd í Loftkastalanum á föstudags- og laugardagskvöldum klukkan níu í allt sumar. „Þetta er svona sýning þar sem þú ferð út að borða, færð þér einn kaldan og sest í leikhús- sæti með bjórinn. Þetta er fyrst og fremst stuðsýning. En þetta er náttúrlega viðkvæmt mál, Bítl- arnir, þannig að við reynum að grínast ekkert með lögin sjálf. Við einbeitum okkur að því að skila góðum flutningi á lögunum í bland við smá óútreiknanlegt grín,“ segir Sigurjón bítill. Hann bætir við að þó að þeir félagar skemmti sér konunglega á sýningunni muni þeir spara Bítlana fyrir leik- húsið og flytja lög eftir aðra höf- unda á Hverfisbarnum í sumar. rosag@frettabladid.is UNNUR BIRNA FEGURÐARDÍS Hún mun taka við af Ásgeiri Kolbeinssyni í kvik- myndaþættinum Sjáðu. Þar fer hún yfir nýjustu og vinsælustu myndirnar í kvik- myndahúsunum. KVÖLDÞÁTTURINN Þáttastjórnendurnir Guðmundur Steingrímsson, Halldóra Rut Bjarnadóttir og Sigríður Pétursdóttir munu taka á daglegum fréttum og fjalla um þær í háðslegum tóni. Einnig kíkja gestir við og grínistar verða með innslög. Grænjaxlar og gamlir vinir á Sirkus ÍSLENSKU BÍTLARNIR Þeir Sjonni, Jói og Pálmi á æfingu fyrir forsýninguna sem þótti takast vel. „Fólk virðist fíla þennan húmor. Auðvitað dönsum við á línunni sums staðar, við viljum ekki vera útreiknanlegir. Það verður að vera smá spenna í loftinu. Stór hluti af þessu er spuni, engar tvær sýningar eru eins,“ segir Sigurjón. Bítl frá barnum á svi›i› Jay Kay me› fatalínu Jay Kay, söngvari fönkhljómsveit- arinnar Jamiroquai, hefur ákveðið að deila sérstökum fatasmekk sínum með almenningi. Hann ætlar að setja fatamerki á mark- aðinn áður en árið er liðið og mun það heita Quai. Töffarinn segir að fötin verði mjög sérstök, jafnvel svolítið klikkuð og meðal annars verða hinir frægu Jay Kay hattar á boðstólum en þeir eru eins konar vörumerki hans. Hann er einnig mikill aðdáandi gamaldags fatnað- ar og er líklegt að í fötunum megi greina afturhvarf til eldri tíma. „Hann mun byrja með litla fata- línu í völdum búðum, en ef það gengur vel mun hann stækka veld- ið,“ sagði heimildarmaður. „Hann ætlar að reyna að halda verðinu í algjöru lágmarki svo fólk hafi efni á fötunum.“ Jay Kay hefur því í nógu að snúast því Jamiroquai gáfu út sína nýjustu plötu, Dynamite, fyrir nokkrum dögum síðan. JAY KAY Söngvari Jamiroquai í einni af sinni undarlegu múnderingum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.