Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 63

Fréttablaðið - 24.06.2005, Page 63
Skógræktarfélag Íslands er 75 ára, en félagið var stofnað á Alþingishátíðinni 27. júní 1930. Innan vébanda félagsins starfa 59 skógræktarfélög. Skógræktarfélögin eru fjölmenn frjáls félagasamtök og starfa í flestum byggðum landsins. Skógræktarfélag Íslands færir íslensku þjóðinni og velunnurum félagsins alúðar þakkir fyrir stuðning í 75 ár og góðar viðtökur í félagasöfnuninni sem nú stendur yfir. Skógræktarfélögin munu halda áfram að stuðla að betra umhverfi, þjóðinni til handa. Í tilefni afmælisins bjóða eftirtalin skógræktarfélög til skógardags: Fimmtudaginn 23. júní: Skógræktarfélag Eyfirðinga. Jónsmessuhátíð í Kjarnaskógi kl 19. Laugardaginn 25. júní: Skógræktarfélag Reykjavíkur. Skógarskemmtun í Heiðmörk, Vígsluflöt við Borgarstjóraplan kl. 13.30-16. Skógræktarfélag Skilmannahrepps. Opið hús í Furuhlíð kl. 14-18. Skógræktarfélag Hafnarfjarðar. Skógarganga um Skólalund kl. 18. Sunnudaginn 26. júní: Skógræktarfélag Rangæinga. Aldamótaskógurinn á Gaddstöðum kl. 14-16. Mánudaginn 27. júní: Skógræktarfélag Akranes. Skógarganga um Slöguskóg kl. 20. Þriðjudaginn 28. júní: Skógræktarfélag Vestmannaeyja. Lautarferð um Hraunskóg kl. 20. Nánar á www.skog.is Hin fjölmörgu skóglendi skógræktarfélaganna eru öllum opin. Þú ert ávallt velkominn í skóginn.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.