Fréttablaðið - 24.06.2005, Side 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is
DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is
VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000
Stundum verður maður klumsa yfirþví að maðurinn skyldi gerður
öðrum spendýrum æðri, finnst mann-
kynið vera bjálfakyn.
MEÐ vit sitt og greind í sífellu á
vörunum réðist téð kyn í það snilld-
arverkefni að puðra sólarknúinni
flaug út i geiminn. Flaug með hug-
vitssamlega smíðaða vél sem hópar
manna í mörgum stofnunum fyrir fé
alls staðar að úr heiminum hafa
klastrað saman. Vél sem slökkti á sér
83 sekúndum eftir að fírað var upp í
henni í Rússíá.
OG nú eru þeir búnir að týna gripn-
um; halda að hann sé einhvers staðar
svífandi um geiminn, hrapaður í
Barentshaf – eða bara eitthvað. Vís-
indamenn eystra og vestra reyna að
klóra í bakkann og halda því fram að
dýrið sé enn „lifandi“, sendandi
merki. Hvað eiga þeir líka að segja?
Það er ekki eins og þetta sé frum-
raun. Fyrri tilraunin fór líka fjand-
ans til.
Á meðan menn ausa miljörðum í hel-
vítismaskínur til að týna uppi í skýj-
um svelta hundrað milljónir manna í
heiminum, milljónir barna eru heim-
ilislausar, lifandi á götunni. Tölur um
hversu mörg þeirra eru kynlífsþræl-
ar eru óljósar – en það ku vera meiri-
hluti þeirra sem náð hafa skólaaldri
og ættu að vera að læra að draga til
stafs. Ungbörnum er nauðgað til ólíf-
is í Afríku þar sem fáfræðin er slík
að menn trúa því að þeir læknist af
eyðni ef þeir eiga samfarir við hvít-
voðunga. Í Rúmeníu er vændi að
verða ein arðbærasta atvinnugrein
drengja frá átta ára aldri sem nærast
á því að anda að sér lími úr poka til
þess að finna ekki fyrir hungri.
SVO verða allir vitlausir ef hvalur
drepst.
ÓSONLAGIÐ er stöðugt að þynn-
ast, Kína að verða vatnslaust. Allir
tiltækir dropar nýttir í verksmiðjur
sem smíða bíla í akkorði, rétt eins og
einhver skortur sé að verða á þeim.
Varla hægt að rækta rófudruslu leng-
ur á skika í sínum eigin garði þar.
Velmegunin á fullu blússi upp á við.
ÞAÐ eina sem hægt er að gera er að
vona að endurholdgunarkenningin sé
röng. Það yrði bara svekkjandi að
þurfa að mæta aftur, eins og að sitja
eftir um bekk í barnaskóla fyrir hálf-
vita.
SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR
BAKÞANKAR
Mannkyn og
maskínur