Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 1
NEYTENDUR Hvert metverðið á fæt- ur öðru sést nú á olíumörkuðum heimsins. Við lok markaða vestan- hafs í gær seldist fatið af olíu á 60,54 dollara og hefur aldrei verið hærra. Eldra metið var sett síð- asta föstudag þegar fatið seldist á tæpa 59 dollara. Sérfræðingar sjá ekki annað fyrir sér en að verð haldi áfram að hækka og getur það valdið verulegum vandkvæð- um í efnahagslífi heimsins. Verðið hefur hækkað um tæp 40 prósent frá því um síðustu áramót og bendir ekkert til að hækkanir stöðvist eða gangi til baka enda aldrei meiri eftir- spurn á hinum vestræna markaði en nú yfir hásumarið. Hefur verð bæði í New York og London ítrekað hækkað meira þessa viku en áður hefur þekkst. „Það er með hreinum ólíkindum hvað markaðurinn tekur á sig og virð- ist vera óstöðvandi,“ segir Tom Bentz hjá fjárfestingarbankan- um BNP Paribas. Hann er einn af þeim sérfræðingum sem telja ekki útilokað að verð á tunnu geti farið í hundrað dollara áður en langt um líður. Íslendingar hafa ekki farið var- hluta af þessum hækkunum á heimsmarkaðsverði. Í gær hækk- uðu íslensku olíufélögin öll verð sitt nema Skeljungur. Er það í þriðja sinn á tæpum mánuði sem slíkt gerist. Eldsneyti er stór kostnaðar- liður hjá sjávarútvegsfyrirtækj- um og í flugiðnaði. Guðjón Arn- grímsson hjá Icelandair segir óhjákvæmilegt að bregðast við með hækkunum haldi olíuverð áfram að hækka en það standi þó ekki til að svo stöddu. „Við tökum tillit til verðhækkana á eldsneyti fram í tímann og erum þannig að nokkru leyti varðir fyrir hækkunum upp að vissu marki. En eðlilega kemur að þolmarki ef olíuverð heldur áfram að hækka eins og verið hefur. Erna Hauksdóttir hjá Sam- tökum ferðaþjónustunnar segir allar hækkanir koma sér illa fyrir greinina en ferðamönnum hefur fækkað hér á landi í ár. „Fleiri og fleiri vilja keyra um landið okkar en munu eflaust hugsa sig um með tilliti til bens- ínverðsins. Þetta er einn af þeim þáttum sem við höfum áhyggjur af ásamt háu gengi.“ -aöe MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 550 5000 MENNING Gunnar I. Birgisson, bæj- arstjóri í Kópavogi, vill reisa óperu- hús fyrir Íslensku óperuna á ónot- aðri lóð sunnan við Gerðarsafn í miðbæ Kópavogs. Þegar hafa verið unnar frumteikningar að óperuhúsi sem Gunnar telur að gæti kostað 1,5 til tvo milljarða króna. Gunnar vill byggja óperuna á svæði sem kallast menningartorfan. Eftir að óperuhúsið er risið vill Gunnar tengja það og Gerðarsafn, Salinn, Bókasafnið og Náttúrugripa- safnið saman með glerhýsi. Sam- kvæmt frumteikningunum er gert ráð fyrir 250 fermetra húsi sem tæki 600 til 700 manns í sæti. Hugmyndin hefur hvorki verið kynnt fyrir bæjarstjórn Kópavogs né stjórn Íslensku Óperunnar. „Orð eru til alls fyrst,“ segir Gunnar. „Ég er að leggja þessa hugmynd fram og tel hana vera raunhæfa. Ef farið verður strax í málið getum við sýnt óperur eftir tvö og hálft ár.“ Gunnar segist hafa talað við marga áhuga- menn um óperur og þeir hafi allir tekið mjög vel í þessa hugmynd. Gunnar segir óperuna heyra undir ríkið, en Kópavogsbær væri þó, auk þess að leggja fram bygg- ingarlóð, tilbúinn að leggja fram fjárhagslegan stuðning. Hann er vongóður um að ríkissjóður og góð- vinir óperunnar myndu veita fé til slíkrar byggingar. Hann býst við að núverandi húsnæði óperunnar í Ing- ólfsstræti myndi seljast dýrt. -grs Hugmyndir um óperuhús fyrir allt að tvo milljarða króna: Gunnar vill óperuna í Kópavog BETRI NOTAÐIR BÍLAR Þrjúhundruð og fimmtíu þúsund króna afsláttur af sérvöldum bílum LÍTILSHÁTTAR SKÚRIR sunnan og vestan til. Léttir smám saman til norðaustan og austan til þegar líður á daginn. Hiti 11-22 stig, hlýjast norðaustan og austan til. VEÐUR 4 ÞRIÐJUDAGUR 28. júní 2005 - 172. tölublað – 5. árgangur Ein besta tónlistar- hátíð heims Breska tímaritið New!, systurblað tímaritsins OK!, hefur valið tón- listarhátíðina Iceland Airwaves eina af fimm bestu tónlistar- hátíðum heims. SÍÐA 26 Virðingarleysi við náttúruna Umgengni Íslendinga við náttúruna hefur hrakað á þeim árum sem liðin eru síðan hald- ið var uppi stöðugum áróðri um að hreint land væri fagurt land, segir Inga Rósa Þórðardóttir og finnst fólk ekki meta náttúr- una að verð- leikum. UMRÆÐAN 16 KR-ingar kjöldregnir Valsmenn sjá um að halda einhverri spennu í Landsbankadeild karla í fótbolta eftir góðan sigur á heillum horfnum KR-ingum í gærkvöldi. Valur virðist vera eina liðið sem getur veitt FH-ingum einhverja keppni um Íslandsmeistaratitilinn og nú að loknum átta umferðum munar sex stigum á liðun- um. Svitnar yfir visakortinu SIGURJÓN BRINK: Í MIÐJU BLAÐSINS ● heilsa ● brúðkaup ▲ VEÐRIÐ Í DAG SNOOP DOGG: KRÖFUR RAPPARANS Kampavín og kjúkl- ingur efstir á lista 7. apríl 25. apríl 2. maí 31. maí 13. júní 20. júní 27. júní 102,50 Bensín Dísel 49,00 103,40 50,20 105,50 52,50 104,80 52,50 107,20 55,60 109,20 57,10 110,20 50,10 ÞRÓUN ELDSNEYTISVERÐS FR ÉT TA B LA Ð IÐ /P JE TU R HUGMYND AÐ ÓPERUHÚSI Í KÓPAVOGI Gunnar vonast til að sýna megi óperur í Kópavogi eftir tvö og hálft ár. DJAKARTA, AP Tíu íslamskir öfga- menn reyndu að stöðva fegurðar- samkeppni klæðskiptinga. Keppnin var rétt hafin þegar mennirnir ruddust inn og létu illum látum. Eft- ir tuttugu mínútna erfiðar samn- ingaviðræður féllust öfgamennirnir á að leyfa keppninni að halda áfram gegn því skilyrði að hún myndi taka enda fyrr en ráðgert hefði verið. Öfgamennirnir tilheyra hópi múslima sem er þekktur fyrir að fremja skemmdarverk á skemmt- unum sem þeir telja ekki samræm- ast trúarbrögðunum. ■ FEGURÐARSAMKEPPNI KLÆÐSKIPTINGA Mikið gekk á þegar efnt var til fegurðarsamkeppni klæðskiptinga. Klæðskiptingar: Hættu fyrr eftir mótmæli N‡tt ver›met er slegi› nær daglega á olíumörku›um. Í gær var olíuver› í fyrsta sinn yfir 60 dollurum fat- i› vi› lokun marka›a. Bensínver› hérlendis hefur hækka› flrisvar á tæpum mánu›i. Margir hugsa sig ef- laust um á›ur en fleir keyra um landi›, segir framkvæmdastjóri Samtaka fer›afljónustunnar. HJÓLAÐ TIL STYRKTAR HJARTVEIKUM Eggert Skúlason lagði í gær hjólandi af stað í hringferð um landið til styrktar Hjartaheillum. Eiður Smári Guðjohnsen fylgdi Eggerti að Litlu Kaffistofunni þar sem Bjarni Ármannsson forstjóri Íslandsbanka tók við og hjólaði til Hveragerðis. Við Litlu Kaffistofuna gáfu þeir tólf ára dreng, Birki Árnasyni, treyju Eiðs Smára sem Íslandsbanki keypti á uppboði fyrr um veturinn. Eiður var ekki af baki dottinn eftir hjólaferðina og ákvað að þiggja ekki far heim heldur skokkaði hálft maraþon í bæinn aftur. Sjá síðu 20 Olían hefur aldrei veri› d‡rari ▲ SÍÐA 40 ÍÞRÓTTIR 22

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.