Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 38
Snoop Dogg kemur til landsins
og spilar í Egilshöllinni þann 17.
júlí. Áður en hann stígur á svið-
ið og þegar hann kemur niður af
því vill hann þó hafa ákveðna
hluti til taks. Þetta er ekkert
einsdæmi en stórstjörnur gera
iðulega ákveðnar kröfur um að-
búnað á tónleikum og Snoop
verður jafnvel að teljast nokkuð
hóflegur í samanburði við ýmsa
minni spámenn sem hafa viljað
láta dekra við sig í hvívetna.
Fréttablaðið hefur heimildir
fyrir þvi að Snoop vilji hafa
vatn, te og pakka af Fisherman’s
Friends í búningsherberginu
sínu. Þá á hann að hafa beðið um
að átta flöskur af Moet kampa-
víni yrðu til taks auk tveggja
stórra kartöfluflögupoka. Auk
þess vill Snoop fá eina flösku af
Hennessey og ferska ávexti.
Rapparinn virðist einnig vera
mikill kjúklingamaður en hann
mun hafa pantað Hot Wings fyr-
ir allt að tuttugu manns að
ógleymdum einum kassa af
kleinuhringjum og einum
Hubba Bubba Bubble
tyggjópakka.
Hljómsveitin hans, Snoopa-
delics, biður ekki um alveg jafn
mikið; einn kassi af Corona bjór,
einn lítri af appelsínudjús auk
kleinuhringja, tortilla flögur og
salsa sósa gera hana glaða auk
annarra smáhluta.
Tíu mínútum áður en Snoop
stígur á sviðið þurfa nokkrir
hlutir að vera komnir upp á
svið og þar á meðal eru
ein flaska af Henness-
ey, tuttugu flöskur af
vatni, fjórar flöskur af
Moet kampavíni og þrjú
kampavínsglös.
Þegar tónleikahaldinu er
lokið vill rapparinn fá sitt-
hvað að borða og þar mun
steiktur kjúklingur
vera algjört lykilat-
riði. Vanilluís er
einnig mjög mik-
ilvægur að
ó g l e y m d u m
smábrauðum.
Þá má finna
óskir um
pasta, bak-
aðar kart-
öflur með
s ý r ð u m
rjóma sem
og broccoli.
Snoop verður því
seint sakaður um að
vera gikkur á mat ef marka má
þennan lista. Steiktur matur
virðist þó vera ákaflega mikil-
vægur á matseðli rapparans.
Hvað afþreyingu varðar er
mjög nauðsynlegt að
X – Box leikjatölva
sé á svæðinu auk
sjónvarps og út-
varps. Þá er
krafist rólegs
andrúmslofts í
b ú n i n g s h e r -
bergjunum og
að þau séu
ennfremur upphituð. Snoop
Dogg leggur mikið upp
úr hreinlæti á tónleika-
ferðum og kærir sig
ekki um skítuga að-
stöðu.
freyrgigja@frettabladid.is
SNOOP DOGG Á TÓNLEIKUM
Meðal hluta sem rapparinn vill hafa
klára inn í búningsherberginu sínu er
einn pakki af Fisherman’s Friends
og Hubba Bubba Bubble
tyggjópakki
30 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
„Þetta var orðið fínt. Ég stend í
stórræðum með fyrirtækið mitt,
skólann og allt það sem ég er að
gera. Idolið varð því að víkja,“
segir Þorvaldur Bjarni Þorvalds-
son, sem hætti dómarastörfum í
Idol-stjörnuleit. „Ég er líka að
semja nýjan söngleik svona í
framhaldi af Ávaxtarkörfunni,
sem stendur einmitt í stórræðum
um þessar mundir. Þetta er fjöl-
skyldusöngleikur með vinnuheitið
Hafið bláa hafið og gerist neðan-
sjávar – svona einhvers konar
sjávarréttasöngleikur,“ segir Þor-
valdur Bjarni í gamansömum tón.
„Idolið varð að víkja þar sem
að það á að lengja það. Fleiri þætt-
ir verða og núna er stórt fyrirtæki
í kringum þetta.“
Þorvaldi Bjarna líst vel á arf-
taka sína í dómarasætinu, þá Ein-
ar Bárðarson og Pál Óskar
Hjálmtýsson. „Þetta eru engar
smá bombur sem eiga aldeilis eft-
ir að standa sig vel.“ ■
fiorvaldur í sjávarréttasöngleik
ÞORVALDUR BJARNI Er hættur sem dómari í Idolinu en stefnir að því að frumsýna nýj-
an fjölskyldusöngleik í desember.
[ VEISTU SVARIÐ ]
Svör við spurningum á bls. 8
1
3
2
Magnús Jóhannesson
Tryggvi Guðmundsson og
Ragnar Sigurðsson.
Rúmar 200 milljónir.
SNOOP DOGG: VILL HAFA SNYRTILEGT Í KRINGUM SIG
Kampavín og kjúklingar efstir á lista
Dótið? Sundlaugarvörðurinn eða Safety Turtle Pool
Alarm System.
Sem er? Bráðsniðugt tæki sem hentar þeim sem eiga
börn og sundlaug. Tækið er sérstaklega hannað til að
vernda lítil forvitin börn, sem eiga það til að sulla í
vatni þegar fullorðnir eru ekki nálægt, frá drukknun.
Hvernig virkar tækið? Armband er sett utan um úln-
lið barns. Það fer lítið sem ekkert fyrir því, er svipað
að stærð og úr. Móðurstöð er komið fyrir nálægt
sundlauginni sem lætur svo vita ef barnið stekkur eða
dettur út í sundlaugina með háværu pípi. Móðurstöð-
in gengur fyrir rafmagni og henni er einfaldlega
stungið í samband. Ef innstunga er ekki nálægt er
óþarfi að fara á taugum því stöðin gengur einnig fyrir
rafhlöðum.
Nágrannarnir gætu einnig fengið sér álíka kerfi en
það þarf ekki að örvænta. Hvert kerfi fyrir sig er stillt
inn á sína eigin tíðni svo nálæg armbönd ættu ekki
að hafa áhrif. Þó er hægt að hafa mörg armbönd
tengt við eina móðurstöð.
Kostir? Sundlaugarvarðar-armbandskerfið þarf
ekki að festa við einhvern einn stað heldur er
hægt að flytja það á milli staða. Það hentar því vel
fyrir þá sem ætla í sumarfrí eða til ættingja sem
eiga sundlaug.
Armbandið er afar einfalt í notkun og það helst
kyrfilega á barninu þar sem það þarf lykil til að
opna það og loka. Þannig losnar það ekki af þótt
börnin séu að ólmast og lítil sem engin hætta á
að það týnist.
Eitt verður þó að hafa í huga þegar armbandið er
notað. Það kemur ekki í veg fyrir að barn geti
drukknað. Því verður að fylgjast vel með ef tækið
byrjar að pípa og hlaupa strax til. Tækið hentar
einnig ágætlega þar sem heitir pottar eru en það
má ekki nota í saltvatni.
Hvað kostar það? Sundlaugarvörðurinn kostar
tæpa 110 dollara eða rúmar sjö þúsund krónur.
Allar nánari upplýsingar um það má finna á
heimasíðunni www.smarthome.com.
DÓTAKASSINN
...fær innkaupadeild Sjónvarps-
ins fyrir skjót viðbrögð og að
skella stúlkunni í Kaffihúsinu,
The Girl in the Café, á dagskrá.
Myndin var að hluta til tekin
upp hér á landi.
HRÓSIÐ
Björgólfur Takefusa
stórslasaði markmann
Sauma þurfti sjö
spor í punginn
MEÐAL ÞESS SEM SNOOP VILL:
Vatn
Te
Fisherman’s Friends
Flaska af Hennessey
Ferskir ávextir
Kassi af kleinuhringjum
Kartöfluflögur
X – box tölva
Útvarp
Sjónvarp
1
6 7
98
10
12 13
1514
16
18
17
11
2 3 4 5
Lárétt:
1 lúi, 6 bætti við, 7 tveir eins, 8 ármynni,
9 virti, 10 fataefni, 12 ærða, 14 uppi-
staða, 15 kextegund, 16 fæddi, 17 óskaði,
18 formóðir.
Lóðrétt:
1 drykkja, 2 blóm, 3 teppi, 4 varla, 5 gott
eðli, 9 leiðtogi, 11 litla eyju, 13 eyðimörk,
14 fugl, 17 prófgráða. Lausn
Lárétt:
1þreyta, 6jók,7rr, 8ós,9mat,10tau,
12óða,14lón,15lu,16ól,17bað,18
amma.
Lóðrétt:
1þjór, 2rós,3ek,4trauðla,5art, 9
maó,11hólm,13auðn,14lóa,17ba.