Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 35

Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 35
Nefið á Nicole Kidmanvar ástæða þess að hún var valin í hlutverk nornarinnar Samönthu í Bewitched. Leikstjórinn, Nora Ephron, segir að nef leikkonunnar sé svo líkt nefi Elizabethar Montgomerys, sem lék nornina í Bewitched- þáttunum á sjöunda áratugnum, að hún hafi orðið að fá hlutverkið. Eins og margir vita er sérstakur nefsnúningur einkenni nornarinnar í Bewitched. Liam Gallagher segistóska þess að hann gæti spilað á Live 8 – en eingöngu til þess að geta gert lítið úr Robbie Williams. „Ef Oasis hefði ekki verið að spila á öðrum tón- leikum sama dag þá hefðum við pott- þétt mætt á Live 8,“ sagði Gallagher í viðtali við kanadískt blað. „Við mynd- um svo sem alveg vilja vekja athygli á ástandinu, eða hvað það nú er, en við myndum gera allt brjálað og svo myndi ég segja: Robbie Williams, reyndu að leika þetta eftir, delinn þinn!.“ Jennifer Aniston segist ekki eiga íástarsambandi við leikarann Vince Vaughn. Þau vinna nú saman að kvik- myndinni The Break Up og fór hávær orðrómur í gang þegar þau sáust faðma hvort annað í tíma og ótíma. „Ég held að fólk vilji bara endilega sjá hana í nýju ástarsambandi, en hún er bara ástrík manneskja,“ sagði Stephen Huvane, tals- maður Jennifer. Vaughn sést nú í myndinni The Wedding Cras- hers en svo skemmtilega vill til að hann er einnig í myndinni Mr. and Mrs. Smith. Brittany Murphy opnaði hina ár-legu sumarútsölu í Harrods. Mohamed Al Fayed fær alltaf fræga stjörnu til að opna út- söluna og hafa Victoria Beckham og Christina Aguilera báðar sinnt því starfi. Þetta þykir mjög eftirsóknarvert því við- komandi fær að gera sérstaklega góð kaup á útsölunni. FRÉTTIR AF FÓLKI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.