Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 23. nóvember 2005 19
MANNRÉTTINDI Félögum í Íslands-
deild Amnesty International fjölg-
aði um tæplega tvö þúsund á síðast-
liðnu ári. Þeir eru nú um fjögur þús-
und. Þetta sagði Jóhanna K. Eyjólfs-
dóttur, framkvæmdastjóri deildar-
innar í hádegisþætti Fréttablaðsins
á Talstöðinni í gær. Jóhanna sagði
einnig að hún teldi að íslensk stjórn-
völd verði við áskorun þeirra ríf-
lega sjötíu sem óski þess að þau
hvetji Bandaríkjastjórn til að leyfa
rannsóknir á meintum pyntingum í
Guantanamó-fangelsinu á Kúbu. Ís-
lensk stjórnvöld hafi á vettvangi
Sameinuðu þjóðanna stutt tillögur
um að mannréttindi séu virt í stríð-
inu gegn hryðjuverkum.
„Það væri því eðlilegt framhald
að íslensk stjórnvöld þrýstu á
bandarísk stjórnvöld um að allar
ásakanir um pyntingar verði rann-
sakaðar og hinir ábyrgu verði
dregnir til ábyrgðar; að eftirlitsfull-
trúi Sameinuðu þjóðanna fái aðgang
að öllum þessum fangelsum; að þeir
sem eru í haldi fái ákæru og réttláta
dómsmeðferð ellegar verði leystir
úr haldi og að Guantanamo verði
lokað,“ sagði Jóhanna. - gag
Íslandsdeild Amnesty International:
Fjöldi félagsmanna tvöfaldast
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/G
VA
MEÐ ÁRSKÝRSLU MANNRÉTTINDA-
SAMTAKA Í HÖND Jóhanna K. Eyjólfs-
dóttir framkvæmdastjóri Íslandsdeildar
Amnesty International.
BRAKANDI ÞURRKUR Úrkoma hefur
verið með minnsta móti á Ítalíu í sumar
og því er yfirborð vatnsbóla helmingi
lægra en í meðalári. Fljótið Pó er ekki svip-
ur hjá sjón, raunar má segja að það líkist
frekar læk þessa dagana.
SIGRÚN JÓHANNESDÓTTIR
Forstjóri Persónuverndar
Fjölmiðlar að
ná nýrri lægð
„Mér finnst margt í fjölmiðlum hafa
náð ákveðinni lægð sem ég hef ekki
séð fyrr,“ segir Sigrún Jóhannesdóttir,
forstjóri Persónuverndar. „Burtséð frá
lögmæti fréttamennskunnar þá vekur
þessi umfjöllun oft spurningar um
það hvort viðkomandi blaðamenn
kunni einföldustu mannasiði.“
Hún tekur fram að þetta séu sínar
skoðanir en ekki Persónuverndar. „Að
mínu mati er það hlutverk dómstóla
frekar en Persónuverndar að fjalla
um slík mál. Einungis þeir geta skorið
úr um það hvort fjölmiðill hafi við
gerð fréttar brotið lög og skapað sér
bóta- eða refsiábyrgð. Við höfum
hins vegar í nokkrum tilvikum gefið
almennt álit um opinbera umfjöllun
en það hafa ekki verið mál sem
tengjast hefðbundinni fréttamennsku.
Síðustu mánuði hafa nokkrar slíkar
kvartanir borist til okkar en það bíður
stjórnar Persónuverndar að taka af-
stöðu til þess að hvaða marki það
falli undir hennar valdsvið að af-
greiða þau mál.