Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 10
MUNAÐARLAUS Lögreglumaður í bænum Cerignola, nærri Foggia á Suður-Ítalíu, heldur á litlu barni sem fannst yfirgefið úti á götu í gær. Ekkert er vitað um barnið sem er kallað Fortunata Maria Diletta en þó er talið að móðir þess sé ítölsk. 10 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR HEILBRIGÐISMÁL Frjókornaofnæmi blossar nú upp í kjölfar hlýinda og vætu undanfarinna daga, að sögn Dóru Lúðvíksdóttur sérfræðings í lungna- og ofnæmissjúkdómum. „Það er mikið að aukast þessa dagana,“ segir hún. „Það kom svo- lítill hlýindakafli fyrir páska og þá lét frjókornaofnæmið aðeins á sér kræla. Það var fremur lítið í maí, en er nú farið aftur af stað eins og í meðalári.“ Dóra segir, að samkvæmt upp- lýsingum frá Náttúrufræðistofn- un Íslands hefur fjöldi grasfrjó- korna mælst undir meðallagi á síð- ustu dögum og heldur minna held- ur en á sama tíma í fyrra. Aftur á móti mældist töluvert af birkifrjó- kornum í loftinu nú en yfirleitt væri farið að draga úr fjölda þeirra á þessum tíma í meðalári. „Skýringin getur verið sú, að maí var fremur kaldur og þurr. Þegar vætan kemur með hlýind- um fer allur gróður af stað,“ segir Dóra, sem bendir fólki á að það geti leitað sér aðstoðar hjá lækni sé það illa haldið af frjókornaof- næmi. -jss SLÁTTUR Fólk sem hættir til að fá frjó- kornaofnæmi ætti að forðast að vera nærri nýslegnu grasi, að sögn Dóru Lúðvíksdótt- ur sérfræðings. Norrænir forsætisráðherrar: Funda á Fjóni DANMÖRK Forsætisráðherrar Norðurlandanna komu saman í Danmörku í gær til þess að sitja árlegan sumarfund forsætisráð- herranna. Fundurinn fer fram á Falsled Kro á Fjóni og lýkur í dag. Meðal umræðuefna eru formennska Dana í Norrænu ráðherranefnd- inni, umbætur hjá Sameinuðu þjóðunum og staðan í Evrópusam- bandinu. Halldór Ásgrímsson, Anders Fogh Rasmussen, Danmörku, Göran Persson, Svíþjóð, Kjell Magne Bondevik, Noregi og Matti Vanhanen, Finnlandi, sitja fund- inn en hann var haldinn á Íslandi í fyrra. -rsg Hlýindi og væta: Frjókornaofnæmi blossar strax upp ESSO-mót KA: Mörg flúsund gesta a› vænta KNATTSPYRNA Von er á fimm til sex þúsund manns til Akureyrar á morgun í tengslum við árlegt ESSO-mót KA í knattspyrnu, í fimmta flokki drengja, en mótið er nú haldið í 19. sinn. Gunnar Gunnarsson mótsstjóri segir að mótið sé fjölmennasti íþróttavið- burður sem haldinn er árlega á Ís- landi en um 1400 drengir, í 144 lið- um, taka þátt í mótinu og hefur það aldrei verið fjölmennara. Lokahóf og mótsslit verða í íþróttahúsi KA næst komandi laugardagskvöld en þá mun Eiður Smári Guðjohnsen, landsliðsfyrir- liði og Englandsmeistari í knatt- spyrnu, afhenda verðlaun. kk Háskólinn á Akureyri: Deildarforseti kennaradeildar STÖ Ð U V E I T I N G Dr. Guðmund- ur Heiðar Frí- mannsson hef- ur verið end- urráðinn sem prófessor og deildarforseti kennaradeild- ar Háskólans á Akureyri til næstu fjög- urra ára. Guð- mundur Heið- ar, sem braut- skráðist með doktorsgráðu frá háskólan- um í St. Andrews í Skotlandi árið 1992, hefur starfað sem deildarforseti kennaradeildar HA frá 1. júní 1999. Auk þess að sinna kennslu við skólann hefur hann stundað rannsóknir í menntunarfræðum og heimspeki. kk ÓDÝRARI HÁSKÓLAGRÁÐA FYRIR ÚTLENDINGA Háskólakennarar í Ástralíu fella ekki fjölda er- lendra stúdenta þrátt fyrir að þeir uppfylli ekki akademískar kröfur sem gerðar eru til þeirra. Yfirmenn háskólanna telja háskólana ekki mega við því að missa fjármagn sem kemur með erlendu nemunum. Þeir borgi skólagjöld úr eigin vasa en styðjist ekki við ríkis- framlög sem alltaf eru að minnka. GUÐMUNDUR HEIÐ- AR FRÍMANNSSON Deildarforsetinn á að baki langan námsferil en hann lauk stúd- entsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri árið 1972. ÁSTRALÍA 550 5000 AUGLÝSINGASÍMI M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.