Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 6
6 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR JERÚSALEM, AP Ólga fer nú vaxandi í Ísrael vegna brottflutnings land- nema frá Gaza-ströndinni sem hefj- ast á í ágúst. Enn sem komið er eru mótmælin þó að mestu friðsamleg. Í gær ollu andstæðingar brott- flutningsins truflunum á umferð en þúsundir þeirra stilltu sér upp við helstu umferðaræðar landsins. Þeir sögðu þó að ekki væri meiningin að tefja vegfarendur heldur einungis að vekja athygli á málstað sínum. Þá komu húsatökumenn úr hópi andstæðinga brottflutningsins sér fyrir í rústum húsa landnema á Gaza sem herinn reif um helgina. Þegar hermenn reyndu að rýma rústirnar kom til lítilsháttar átaka við mótmælendurna. Íbúar í land- inu hafa hins vegar helst orðið var- ir við mótmælin eftir að andstæð- ingar og stuðningsmenn brottflutn- ingsins tóku að hengja borða út um allt, á bíla, fatnað og ljósastaura svo dæmi séu tekin. Appelsínugulur er einkennislitur þeirra sem leggjast gegn brottflutningnum en þeir sem eru honum hlynntir skrýðast bláu og hvítu. Litirnir eru þegar orðnir stórpólitískir, til dæmis var sendi- nefnd indverskra þingmanna beðin um að taka niður appelsínugula trefla sína á dögunum til að styggja engan. Sjálfur brottflutningurinn hefst svo um miðjan ágúst. ■ HÚSNÆÐISMÁL Forsvarsmenn Svif- flugfélags Íslands telja sig svikna í samskiptum við verk- takafyrirtækið Mark-Hús. Fyrir- tækið vinnur að framkvæmdum á íþróttasvæði Vals við Hlíðar- enda og telja svifflugmenn sig hafa haft orð framkvæmdastjóra þess fyrir því að félagið fengi sjálft íþróttahúsið til nota. Var hugmyndin að taka það niður, flytja á Sandskeið, þar sem fé- lagið hefur aðstöðu, og breyta því í flugskýli. Nú er annað uppi á teningnum og verið að rífa húsið í brotajárn. Kristján Skarphéðinsson for- maður Svifflugfélags Íslands tel- ur slæmt að borgaryfirvöld hafi ekki stutt hugmyndir félagsins en það er í hópi elstu íþróttafé- laga borgarinnar. Fulltrúar borg- arinnar eiga sæti í byggingar- nefnd Vals. Þá telur félagið það bruðl með peninga að húsið skuli rifið í brotajárn en því ekki fundið ann- að hlutverk, enda kostar það svifflugmenn upp undir 25 millj- ónum króna meira að reisa nýtt flugskýli frá grunni. bþs PAKISTAN Pakistönsk kona sem nauðgað var af hópi karla í refsing- arskyni hefur nú eftir langa baráttu fengið illvirkjana dregna fyrir hæstarétt landsins. Hugrekki kon- unnar hefur vakið heimsathygli og jafnframt beint sjónum fólks að stöðu kvenna í þessum heimshluta. Óhætt er að segja að Makhtar Mai, 36 gömul kona frá Punjab-hér- aðinu, hafi mætt miklu mótlæti allt frá júnídeginum örlagaríka árið 2002. Þá úrskurðaði öldungaráðið í þorpinu hennar að Mai skyldi nauðgað vegna þess að bróðir henn- ar hafði gert sér dælt við konu úr öðrum ættflokki. Skömmin sem fylgir nauðgunum þýðir að fátítt er að konur sæki kvalara sína til saka. Mai ákvað aftur á móti að tala um þessa hræðilegu lífsreynslu og freista þess að fá ódæðismennina dæmda. Héraðsdómur dæmdi sex menn til dauða fyrir verknaðinn en átta voru hins vegar sýknaðir. Í mars á þessu ári sneri hins vegar áfrýjun- ardómstóll dómunum við, sýknaði fimm manns og breytti dauðadómi þess sjötta í lífstíðarfangelsi. Til að bæta gráu ofan á svart var Mai sett í farbann á dögunum en henni hafði verið boðið að halda er- indi í Bandaríkjunum og bar Pervez Musharraf, forseti Pakistans, því við að hann vildi ekki að talað yrði illa um land sitt erlendis. Vegna al- þjóðlegs þrýstings afléttu stjórn- völd í Islamabad hins vegar far- banninu. Mai hefur aftur á móti ver- ið undir ströngu eftirliti lögreglu, að sögn henni til verndar. Í gærmorgun kom hæstiréttur saman í stutta stund en frestaði svo réttarhaldinu um einn dag. „Ég er afar bjartsýn. Ég vona að upphaf- legi dómurinn öðlist gildi á ný og þeim sem misþyrmdu mér verði refsað,“ sagði Mai skömmu áður en dómararnir hittust. Paul Anderson, fréttaritari BBC í Pakistan, segir málið vera próf- stein á vilja stjórnvalda til að verja rétt og stöðu kvenna í landinu. Mannréttindasamtök telja að þau hafi hingað til hvorki sýnt áhuga né getu til að koma í veg fyrir að ættar- höfðingjar taki lögin í sínar hendur eins og gerðist í máli Mai. Samhliða málarekstrinum hefur Mai látið til sín taka í baráttunni fyrir bættum réttindum kvenna. Þrátt fyrir að vera sjálf ólæs hefur hún til dæmis haft forgöngu um stofnun skóla fyrir stúlkur í heima- héraði sínu. sveinng@frettabladid.is KÍNVERSKUR MYNDATÖKUMAÐUR Hvílir sig við upptökur á Appointment, sjón- varpsþætti sem gerður er til sýninga í far- símum. Kínversk tækninýjung: Sjónvarpi› í farsímann AP, PEKING Farsímaeigendum í Kína gefst nú kostur á að horfa á sjónvarpsþátt sem er gerður fyrir farsíma. Þátturinn heitir Stefnu- mót og fjallar um tvo mótorhjóla- kappa sem reyna að vinna hylli sömu konunnar. Hver þáttur er fimm mínútur á lengd og er hægt að horfa á hann í sérstökum far- símum gegn vægu gjaldi. Að sögn aðalleikara þáttanna er mjög erfitt að leika í þáttum fyrir farsíma vegna þess að þar ræður knappur stíll ríkjum og ekki talið vænlegt að byggja á miklum samtölum. ■ BURÐARMIKLIR STÓLPAR Forsteyptum stólpum er komið fyrir á steyptum undir- stöðum en stólparnir eru misstórir; frá 17 tonnum upp í 34 tonn. Alcoa Fjarðaál: Stólpar í flúsundavís ÁLVER Hlutfallslega meira fer af forsteyptum einingum í álver Alcoa í Reyðarfirði en í nokkurt annað álver sem byggt hefur ver- ið. Bechtel, sem annast byggingu álversins, hefur lagt inn pöntun hjá BM Vallá fyrir þúsundum for- steyptra eininga af ýmsum stærð- um og gerðum en nú þegar er búið að koma fyrir 130 af 488 for- steyptum stólpum sem bera munu uppi stálgrind kerskálanna. Í ágúst verða steyptar hellur fyrir kerskálana og eru starfsmenn BM Vallár að hanna steypumót sem hellurnar verða steyptar í. kk LÖGREGLUFRÉTTIR Á R-listinn að stilla upp á lista með opnu prófkjöri? SPURNING DAGSINS Í DAG: Getur eitthvert lið komið í veg fyrir að FH-ingar verji Íslands- meistaratitil sinn í fótbolta? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 23,8% 76,2% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN KRÓKURINN MAKAÐUR Vefnaðarverksmiðjur græða á tá og fingri við að sauma borðana. Sem stendur eru appelsínugulu borðarnir meira áberandi enda hefur dreifing þeirra stað- ið lengur. M YN D /A P Spenna vex vegna brottflutningsins frá Gaza: Áró›ursstrí› í bláu, hvítu og appelsínugulu Þrjár SAMAN! FERÐATÖSKUSETT 402x3-EGI 6.995,- Ódýrari töskur Afgreiðslutím ar versla na! Office 1 Smára lind Virka daga frá 11-19, laugardaga 11 -18, sunnudaga 13 -18 Office 1 Skeifu nni 17 Virka daga frá 9-18, laugardaga frá 11-16 Office 1 Akure yri Office 1 Egilss töðum Virka daga frá 11-18, laugardaga frá 11-14 FÍKNIEFNAMÁL Í REYKJAVÍK Tveir voru handteknir í íbúð í miðborg Reykjavíkur aðfaranótt mánudags. Þrír lögreglubílar komu að gleðskap í íbúðinni og fann lögregla eitthvað af am- fetamíni og hassi. HURÐUM OG GLUGGUM STOLIÐ Sumarbústaðareigendur í ná- grenni Búðardals komu að bústað sínum hurða- og gluggalausum á sunnudag. Gluggar og hurðir höfðu verið tekin í heilu lagi úr bústaðnum. Lögreglan telur að þjófurinn ætli sér að nota þýfið í annan bústað. Ekki er vitað hvenær þjófnaðurinn átti sér stað. Í LÖGREGLUFYLGD Mukhtar Mai hefur kvartað undan því að lögreglumenn fylgi henni hvert fótmál. Yfirvöld segja eftirlitið vera henni til verndar. M YN D /A P Nau›ga› a› skipun öldungará›sins Hæstiréttur Pakistans hóf í gær a› fjalla um mál konu sem nau›ga› var af hópi karla a› skipan öldungará›s bæjarins. Lei›in í hæstarétt hefur veri› flyrnum strá› en styrkur konunnar hefur vaki› a›dáun bæ›i heima og erlendis. HLÍÐARENDI ENDALAUS Vinna við niðurrif íþróttahúss Vals við Hlíðarnenda er hafin. Brak- ið fer í brotajárn, svifflugmönnum til armæðu. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Svifflugmenn ósáttir við niðurrif Hlíðarenda: Segjast sviknir um húsnæ›i› Sjómaður sóttur: Slasa›ist á andliti BJÖRGUN Maður slasaðist á andliti um borð í bátnum Smáey frá Vest- mannaeyjum aðfaranótt mánudags og var fluttur með Ingibjörgu björgunarskipi Landsbjargar til Hafnar í Hornafirði. Maðurinn hrasaði á fiskikar með þeim afleið- ingum að hann hlaut stóran skurð á vör og tennur brotnuðu. Ingibjörg var kölluð út kl. 4.30 og gekk ferðin vel. Komið var með skipverjann til Hafnar í Hornafirði um átta leytið og fékk maðurinn aðhlynningu á heilsugæslustöðinni á Hornafirði. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.