Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 12
Mikil umræða hefur verið um
það undanfarið hvert íslenskir
fjölmiðlar séu að þróast í kjölfar-
ið á umfjöllun blaðanna DV og
Hér og nú um skilnað Bubba og
Brynju. Hér og nú sló því upp á
forsíðu á dögunum að Bubbi væri
fallinn en átti þó aðeins við að
hann væri byrjaður að reykja.
Einnig hafa þessi blöð fjallað um
meint framhjáhald og jafnvel
notað vafasamar aðferðir til að fá
viðmælendur til að tjá sig að því
er Ásgerður Guðmundsdóttir
sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær-
kvöldi. Hún hafði áður sagt í
tímaritinu Hér og nú að Brynja
hefði haldið framhjá Bubba með
eiginmanni sínum. Fleiri en einn
virðast íhuga lögsóknir gagnvart
þessum fjölmiðlum vegna um-
fjöllunar þeirra.
Sigrún Jóhannesdóttir, for-
stjóri Persónuverndar, segir að
nokkur mál liggi fyrir hjá stofn-
unni þar sem kvartað er undan
fréttamiðlum. Þótt Persónuvernd
hafi nokkrum sinnum fjallað um
mál þar sem tjáningarfrelsi og
einkalíf skarast hafa það ekki
verið mál sem tengjast hefðbund-
inni fréttamennsku. Stjórn Per-
sónuvernar mun sérstaklega taka
afstöðu til þess að hve miklu leyti
Persónuvernd getur tekið afstöðu
til þeirra mála, en það er dóm-
stóla að skera úr um refsiábyrgð.
Rétturinn til tjáningarfrelsis
og rétturinn til einkalífs getur
víða skarast en þótt lögin séu
ekki afgerandi virðist lengst af
hafa ríkt bærileg sátt um það
hvar hin siðferðislegu mörk liggi.
Í dag tala menn hins vegar um
nýja gerð fjölmiðlunar og sitt
sýnist hverjum um gæði hennar,
enda er einn af fylgifiskum
fréttamennskunnar sá að ekki er
borin sama virðing fyrir fjöl-
skyldu þeirra sem í fréttunum
eru.
grs@frettabladid.is
Einkalíf undir smásjá fjölmi›la
Lengi vel sátu íslenskir bændur uppi
með heilu kjötfjöllin vegna dræmrar
sölu og offramboðs. Nú er öldin
önnur. Baldvin Jónsson er verkefnis-
stjóri hjá Bændasamtökunum.
Er eðlilegt að lambakjötsbirgðir
klárist áður en nýtt kjöt kemur á
markað?
Það má segja að svo sé, enda betra
fyrir alla aðila. Bændurna þar sem
þeir fá hærra verð fyrir eftirsótta
vöru sína frekar en að sitja uppi
með birgðir sem svo þarf kannski að
farga. Neytendur vegna þess að þeir
fá betri vöru fyrir vikið.
Hækkar þá ekki verðið?
Eflaust eitthvað en stóra málið er að
kjötfjallið er með öllu horfið og
bændur eru nú að framleiða fyrir
markaðinn í stað þess að framleiða
upp á von og óvon um sölu.
Hver er framtíðin fyrir neytendur
Ef vel tekst til hjá þeim bændum
sem gera tilraunir með að slátra fyrr
en venjulega í september má gera
ráð fyrir að nýtt ferskt kjöt verði í
boði fyrir neytendur á þeim tíma
þegar best lætur yfir hásumarið.
Allt kjöti› fer
beint á marka›
SPURT OG SVARAÐ: ER KJÖT-
FJALLIÐ HORFIÐ?
SPURT & SVARAÐ
12 28. júní 2005 ÞRIÐJUDAGUR
Nú er genginn í garð sá tími sem frjókornaof-
næmi fer að herja á fólk. Á vorin er það
birkifrjóið sem veldur usla í þessum efnum,
en grasfrjóið á sumarmánuðum, fram undir
haust.
Af hverju stafar frjókornaofnæmi?
Þegar líkaminn fer að mynda ofgnótt af sér-
tækum mótefnum gegn sérstökum efnum, til
dæmis grasi, þá blossar ofnæmið upp. Það
getur gerst eftir að einstaklingurinn hefur ver-
ið útsettur fyrir miklu magni af frjókornum í 2
– 3 ár. Þá fer ónæmiskerfið að svara áreitinu
með því að mynda mikið af mótefnum sem
síðan setjast á bólgufrumur. Það veldur aftur
því að þegar fólk kemst í tæri við frjókorn er
líkaminn með tilbúin mótefni, svo af stað fer
bólgufrumusvörun. Bólga og bjúgur koma í
slímhúðina og oft fylgir mikill kláði. Einn af
bólgumiðlunum sem losna heitir histamin og
veldur kláðanum fyrst og fremst á þeim stöð-
um þar sem frjókornin setjast, einkum í önd-
unarveg og augu.
Er fólk mismóttækilegt fyrir frjókornaof-
næmi?
Hér ríkir samspil erfða og umhverfis. Þeim
sem hafa mikið magn af þessu tiltekna
mótefni frá fæðingu er hættara við að mynda
frjókornaofnæmi en hinum. Þá hefur frjó-
kornamagn í umhverfinu einnig talsvert að
segja.
Fólk virðist vera næmara fyrir þessu ofnæmi á
fyrri hluta ævinnar. Eftir 35-40 ára aldur
minnkar tilhneigingin, en er þó alltaf til staðar
í einhverjum mæli.
Hvað er til ráða?
Til eru lyfjameðferðir sem læknar leiðbeina
um. Nefna má sprautumeðferð sem felst í því
að sjúklingurinn
fær lítið magn af
ofnæmisvaldinum
undir húð í 3-5 ár.
Við þetta getur fólk
læknast. Þá er not-
uð töflumeðferð
sem kemur í veg
fyrir losun á bólgu-
miðlum. Hægt er
að nota töflurnar
fyrirbyggjandi eða
eftir þörfum.
Þeir sem eiga á
hættu að fá frjó-
kornaofnæmi eiga að varast birki á vorin og
nýslegið gras og túnsúrur á sumrin. Varast ber
að hafa svefnherbergi á jarðhæð og að fara í
útilegur í júlímánuði.
Samspil erf›a og umhverfis
FBL GREINING: FRJÓKORNAOFNÆMI
fréttir og fró›leikur
SVONA ERUM VIÐ
Landnýting
á íslandi
Byggingar 1,3 %
Skóglendi 1,4 %
Landbúnaður 19,1%
Annað 78,2 %
Umfjöllun tímaritsins Hér og nú og DV um skilna› Bubba Morthens og Brynju Gunnarsdóttur hefur vak-
i› hör› vi›brög›. Deilt hefur veri› á a› mun har›ar sé gengi› fram gagnvart fólki en fjölmi›lar hafa
á›ur gert og einkalíf fless ekki virt sem skyldi.
Nei, mér finnst það ekki,“ segir Mika-
el Torfason, ritstjóri DV aðspurður
um það hvort íslenskri fjölmiðlar
væru farnir að ganga of langt í um-
fjöllun um einkalíf fólks. „Ég get ekki
séð að nein sérstök breyting hafi
orðið á þau sjö ár sem ég hef verið í
blaðamennsku. Viðtöl hafa verið tek-
in við fólk um einkalíf þess áratugum
saman bæði í blöðum og tímaritum.
Við á DV segjum bara fréttir og ein-
staklingar eru oft tilefni frétta.“
Mikael tekur dæmi af húsi sem verið
er að byggja en skyggir á hús ná-
grannanna og verður í kjölfarið tilefni
kærumála og fjölmiðlaumfjöllunar.
„Það er ekki húsið sem byggir sig
sjálft, heldur er það einstaklingur
sem byggir húsið. Þetta má síðan yf-
irfæra á dómsmál, pólitík og annað.“
Mikael segir DV leggja meiri áherslu
á einstaklingana á bak við fréttina en
aðrir fjölmiðlar. „Við förum ekki í
Kringluna og veljum af handahófi,
heldur er alltaf tilefni. Við leggjum
áherslu á hver gerði hvað, hvar,
hvenær, hvernig, hvers vegna og
hvað svo?“
RÓBERT MARSHALL
Formaður Blaðamannafélagsins.
Ómerkilegt og
orkar tvímælis
„Mér finnst að blaðamenn eigi að fá
að dansa á línunni milli tjáningar-
frelsis og einkalífs og jafnvel stund-
um að megi fara yfir hana. En þeir
verða þá að passa sig á því að fara
ekki of langt,“ segir Róbert Marshall,
formaður Blaðamannafélagsins.
„Þannig væri undir ákveðnum kring-
umstæðum í lagi að fjalla um að
Bubbi væri aftur farinn að reykja,
enda hefur hann tjáð sig um reyking-
ar á opinberum vettvangi. En það
verður að huga að framsetningunni.
Mér fannst margt í þessu orka tví-
mælis auk þess hve ómerkilegt þetta
er gagnvart viðkomandi persónum.“
Róbert segir DV hafa endurskilgreint
mörkin milli einkalífs og tjáningar-
frelsis. „Ég myndi verja tjáningarfrels-
ið eins mikið og þurfa þykir, en því
fylgir ábyrgð. Þú verður að ganga
þannig fram að þú sért ekki að búa
til umhverfi þar sem menn færu í
fullri alvöru að skoða það að tak-
marka tjáningarfrelsið.“
MIKAEL TORFASON Ritstjóri DV
Ganga ekki of langt
í umfjöllun
„Ég verð að segja það að mér finnast
DV og Hér og nú hafa farið offari í
fréttaflutningi sínum um einkalíf
fólks upp á síðkastið,“ segir Bjarni
Brynjólfsson, ritstjóri Séð og heyrt.
Hann tekur sem dæmi umfjöllun
blaðanna um Bubba Morthens og
einnig manninn sem veiktist af her-
mannaveiki. „Mér finnst það sem
gerist inni í svefnherbergjunum vera
einkamál fólks. Framhjáhald hefur frá
upphafi verið bannorð hjá Séð og
heyrt. Við höfum einnig forðast að
elta fólk með myndavélina þó vissu-
lega hafi svokallaðar paparassi-
myndir ratað inn í blaðið.“
Bjarni segist ekki ætla að fara með
blaðið á sömu slóðir og ofangreindir
fjölmiðlar. „Mér finnst óþægilegt að
Séð og heyrt sé líkt við þessa fjöl-
miðla þar sem okkar meginmarkmið
er að gera lífið skemmtilegra, en ekki
að eyðileggja líf fólks. Ég vil taka það
fram að þrátt fyrir tíu ára útgáfu hef-
ur Séð og heyrt aldrei verið lögsótt.
Vill ekki að Séð og heyrt sé
líkt við DV og Hér og nú
BJARNI BRYNJÓLFSSON ritstjóri Séð
og heyrt.