Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 28.06.2005, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar Bílar & farartæki Keypt & selt Þjónusta Heilsa Skólar & námskeið Heimilið Tómstundir & ferðir Húsnæði Atvinna Tilkynningar Góðan dag! Í dag er þriðjudagur 28. júní, 179. dagur ársins 2005. REYKJAVÍK 3.00 13.31 24.01 AKUREYRI 1.46 13.16 24.42 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Sigurjón Brink tónlistarmaður er einn af þeim sem ætlar að taka líkams- ræktina með trukki ár hvert. Þegar mætingarnar verða strjálli bætir hann það upp með göngum og fótbolta. „Ég hef ekki stundað miklar æfingar innan veggja líkamsræktarstöðvanna, en við göngum mikið fjölskyldan og ég fer í fót- bolta með tíu ára syni mínum Aroni Brink. Þetta telur allt. Svo reyni ég að borða holl- an mat,“ segir Sigurjón og hlær, en ein- hverra hluta vegna hlær konan hans enn hærra í bakgrunninum. „Nei,“ segir hann grafalvarlegur, „þetta er alveg satt með mataræðið. Hins vegar er ég einn af þeim sem styrki eina líkams- ræktarstöð á ári, kaupi mér árskort, svitna í stöðinni í mánuð og svitna svo yfir visa- reikningnum eftir það. Ég er alltaf að lofa sjálfum mér bót og betrun, en litlar tarnir eru betri en ekki neitt, er það ekki?“ Sigurjón hefur lengi verið á fullu í tón- listinni, og undanfarið í tengslum við Bítlið sem nýlega var frumsýnt í Loftkastalanum. „Það hefur verið óstjórnlega gaman að vinna að þessu verki. Ég missti reyndar al- veg af Bítlunum í mínum uppvexti og hefði sannarlega ekki haft á móti því að vera þátttakandi í æðinu, en það hefur líka verið gaman að garfa í þessu eftir á. Mér fannst ekki leiðinlegt að liggja yfir sjónvarpsefni um Bítlana og það að þessi fjórir einstak- lingar skyldu rata saman í tónlistinni er ekkert nema kraftaverk.” Sjálfur fór Sigurjón að fitla við gítarinn 12 ára og stofnaði ásamt vinum sínum hljómsveitina In Bloom sem var að hans sögn þokkalega þekkt og vinsæl. „Við fór- um til Bandaríkjanna og ég veit ekki hvað og hvað. Svo höfum við Jói verið í „bítlinu“ á Hverfisbarnum undanfarin fjögur ár að ógleymdri hljómsveitinni minni The Fla- vors sem hefur tekið mikinn tíma.” Sigurjón á þrjú börn, Aron Brink 10 ára, Krístínu Maríu Brink, 5 ára og Hauk Örn Brink 7 vikna, og þau eldri eru ekki bara í fótbolta með pabba heldur líka farin að syngja og leika. „Við erum heilmikil tónlist- arfjölskylda og göngutúrarnir eru ekki bara labb heldur heilmikill söngur og leikur að auki.“ edda@frettabladid.is Svitnar yfir visakortinu Sneiðmyndatæki hefur verið tekið í notkun á Fjórðungs- sjúkrahúsinu í Neskaupstað. Tækið er gjöf frá Hollvinasam- tökum FSN. Einstaklingar og fyrirtæki lögðu fram fé til kaupanna. Landlæknisembættið hef- ur gefið út leiðbeiningar um góða starfshætti lækna og sent læknum. Leiðbein- ingarnar lúta að atriðum í samskipt- um lækna við sjúklinga – en öllu skiptir að þar ríki traust. Áhugasamir geta lesið leið- beiningarnar á heimasíðu Landlæknis, www.landlaekn- ir.is. Börn og unglingar eiga ekk- ert erindi í ljósalampa á sól- baðsstofu. Þetta er mat danskra heilbrigðisyfirvalda sem ráða fólki yngra en 18 ára frá því að stunda sólbaðsstof- ur. Svíar hafa gengið skrefinu lengra því þar í landi er ung- lingum einfaldlega bannað að nota ljósalampa – enda búið að sýna fram á tengsl ljósabekkja og tíðni húðkrabbameins. Ný tækni til að greina brjóstakrabba- mein þykir lofa góðu í baráttunni við þennan skæða sjúkdóm. Um er að ræða nýja aðferð við blóð- greiningu og samkvæmt frétt- um gerir þessi aðferð vísinda- mönnum kleift að greina meinið fyrr en áður hefur tíðkast. Norskt fyrirtæki, DiaGenic, vinnur að þróun þessarar rannsóknartækni. heilsa@frettabladid.is Sigurjón sýnir snilldartakta með boltann milli þess sem hann fer í hressandi göngutúra með fjölskyldunni. LIGGUR Í LOFTINU í heilsu FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl. KRÍLIN Búfræðingar eru eins og bændur nema þeir vinna ekki neitt! Brúðarterta handa öllum gestum BLS. 4 ][ SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is ÞÚ GETUR PANTAÐ SMÁAUGLÝSINGAR Á visir.is FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.