Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 2

Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 2
2 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Þingmenn samþykktu vantraust á stjórnina að beiðni Schröders: Óskar eftir endurn‡ju›u umbo›i ÞÝSKALAND, AP Þýska stjórnin er fall- in, ári áður en kjörtímabil hennar rennur út. Gerhard Schröder kansl- ari óskaði í gær eftir og fékk van- traust þingsins sem gerir honum kleift að efna til nýrra kosninga. Schröder hyggst óska eftir end- urnýjuðu umboði til að fara með stjórn landsins, nokkuð sem gæti reynst honum erfitt þar sem mikill- ar óánægju gætir með slæmt at- vinnuástand og staðnaðan efnahags. Þýsk lög heimila einungis að efnt sé til nýrra kosninga ef samþykkt er vantraust á sitjandi stjórn og því fór Schröder þess á leit við þingmenn að þeir samþykktu vantraust á stjórn sína. 296 þingmenn lýstu van- trausti á stjórnina en 151 vildi að hún sæti áfram. Schröder vísaði til slaks gengis Jafnaðarmannaflokks síns í fylkis- kosningum sem rökstuðnings fyrir nýjum kosningum. Angela Merkel, leiðtogi Kristi- legra demókrata, sagði Schröder ófæran um að stjórna Þýskalandi, mikið atvinnuleysi og lítill hagvöxt- ur um nokkurra ára skeið væru til marks um það. ■ DÓMSMÁL Paul Geoffrey Gil, sem er einn þremenninganna sem þeytti skyri yfir ál-ráðstefnugesti 14. júní síðastliðinn, hlaut í gær tveggja mánaða skilorðsbundinn dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur. Til frádráttar refsingunni kemur þó gæsluvarðhald hans frá 15. til 18. júní. Skaðabótakröfu Flug- leiðahótela ehf. sem hljóðar upp á tæpar þrjár milljónir króna var hins vegar vísað frá þar sem hún myndi valda töf og óhægræði á málinu, eins og segir í dómnum. Guðjón Arngrímsson upplýs- ingafulltrúi FL group segir menn þar á bæ ekki vilja tjá sig að svo stöddu um dóminn þar sem mál Paul hefði verið klofið frá máli hinna tveggja og uns þeir hefðu hlotið sinn dóm væri málinu ólokið. Hann segir hins vegar ljóst að fyrirtækið hafi orðið fyrir skaða og eðlilega ættu menn von á að fá hann bættan. Paul vildi ekkert tjá sig um málið að afloknum dómi. Hann uni dómnum en einnig ber honum að greiða tvöhundruð þúsund krónur í sakarkostnað. -jse Vissu ekki um fréttatilkynningu Fulltrúar fl‡ska bankans Hauck & Aufhäuser heyr›u fyrst af opinberri um- ræ›u um bankann á Íslandi sí›astli›inn mi›vikudag. Tilkynning frá fl‡ska bankanum var send fjölmi›lum sí›asta mánudag. EINKAVÆÐING Fulltrúi þýska bankans Hauck & Aufhäuser segist fyrst á miðvikudag hafa heyrt af því að opinber umræða um bankann ætti sér stað á Ís- landi, þegar Fréttablaðið óskaði eftir símaviðtali við Peter Gatti, fyrrum stjórnarmann í Eglu og framkvæmdastjóra og meðeig- anda Hauck & Aufhäuser. Þetta sagði fulltrúi Gatti þegar Fréttablaðið leitaði eftir viðtali við hann eða aðra forsvarsmenn bankans í höfuðstöðvum hans í Frankfurt í Þýskalandi. Þá sagði fulltrúi Gattis að honum væri ekki kunnugt um að nokkur fréttatilkynning hefði verið send út á vegum bankans til Ís- lands. Kristinn Hallgrímsson, lög- maður Eglu sagði í viðtali við Fréttablaðið á fimmtudag að þýski bankinn hafi ákveðið að senda frá sér yfirlýsingu í kjöl- far samtala forsvarsmanna Eglu við forsvarsmenn þýska bank- ans þar sem þeir síðarnefndu voru upplýstir um þá umræðu sem hefur átt sér stað í fjölmiðl- um hérlendis, þar sem eignar- hald þeirra á hlutum í Eglu hef- ur verið dregið í efa. Í íslensku fréttatilkynning- unni sem birtist fjölmiðlum á mánudag segir að hlutabréf þýska bankans Hauck & Aufhäuser í Búnaðarbankanum og síðar KB banka hafi verið bók- uð í ársreikningi bankans meðan þau voru í eigu hans og er hún sögð yfirlýsing Peter Gatti. Í ensku tilkynningunni kemur hinsvegar fram að hlutur þýska bankans í Eglu hafi verið færður í reikningsskil bankans. Engar leiðréttingar hafa verið sendar vegna þessa misræmis í þýðingu framkvæmdarstjóra Eglu, Guð- mundar Hjaltasonar. Fréttatil- kynningin var send út á bréfsefni bankans, sem starfsmaður At- hygli segist hafa fengið í hend- urnar frá forsvarsmönnum Eglu hf. Guðmundur Hjaltason vildi ekki tjá sig um málið og ekki náðist í Kristin Hallgrímsson. hjalmar@frettabladid.is Lögreglan í Reykjavík: Vara› vi› innbrotum LÖGREGLUFRÉTTIR Mjög mikilvægt er að ganga vel frá húsum sínum þeg- ar farið er í frí, segir Arinbjörn Snorrason aðalvarðstjóri hjá Lög- reglunni í Reykjavík. Fyrstu helg- ina í júlí leggja margir land undir fót og er mikilvægt að tryggja sig gegn innbrotum. „Faglegir þjófar kíkja eftir atrið- um eins og uppsöfnuðum pósti og tómum sorptunnum,“ segir Arin- björn. Hann bætir við að einfalt geti verið fyrir fólk að verja sig gegn innbrotsþjófum með hjálp frá ná- grönnum og ættingjum. ■ Önnur mesta ferðahelgin: Vi›búna›ur hjá lögreglu LÖGREGLUFRÉTTIR Fyrsta helgin í júlí hefur verið önnur stærsta ferða- helgi sumarsins. Lögreglan er með aukinn viðbúnað á nokkrum stöðum þar sem búist er við mannmergð, auk herts umferðareftirlits í tengsl- um við umferðarátak Umferðar- stofu. Að sögn lögreglunnar á Hvols- velli eru allir tiltækir lögreglumenn á vakt. Bæði verður aukið umferð- areftirlit, almennt eftirlit svo og fíkniefnaeftirlit. Á Höfn er lögregl- an í viðbragðsstöðu með aukinn mannskap en strax hafa menn verið teknir fyrir ölvunarakstur. ■ SPURNING DAGSINS Stefán, er R-listinn eins og lax- inn, erfitt a› sleppa honum? „Það er langbest að sleppa þeim sem eru í útrýmingarhættu, en R-listinn hefur hingað til verið sterkur stofn.“ Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi Reykjavíkurlist- ans og laxveiðimaður, telur að lax sé í útrýminga- hættu því veiðimenn hafi ekki tekið tilmælum nógu alvarlega um að sleppa stórlaxi. KEPPINAUTAR Á ÞINGI Gerhard Scröder og Angela Merkel keppast á næstu mánuðum um hylli kjósenda fyrir væntanlegar kosningar. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P PAUL GEOFFREY GIL OG ARNA ÖSP MAGNÚSARDÓTTIR Paul gengur út úr dómssal í gær en Arna Ösp veitti honum liðsfylgd. Hennar biður þó ennþá dómur og spurning er hvort skaðabótakröfu Flugleiðahótela verði þá vísað frá. Manndráp í Mosfellsbæ: Ákæra birt DÓMSMÁL Ríkissaksóknari birti í gær karlmanni á þrítugsaldri ákæru fyrir stórfellda líkamsárás aðfaranótt 12. desember síðastlið- inn. Karlmaður á sextugsaldri beið bana í árásinni sem átti sér stað á veitingahúsinu Ásláki í Mosfellsbæ. Árásarmanninum er gefið að sök að hafa kýlt manninn með krepptum hnefa með fyrrgreind- um afleiðingum. Þess er krafist að ákærði verði dæmdur til refsingar og einnig er krafist átján milljóna króna samanlagt í miskabætur. -bs Skaðabótakröfu Flugleiðahótela vísað frá: Dæmdur fyrir skyrslettingar HAUCK & AUFHÄUSER Höfuðstöðvar Hauck & Aufhäuser. Látlaus fjögurra hæða bygging í Keisaragötu í Frankfurt. LÖGREGLUFRÉTTIR SLAPP ÓBROTINN EFTIR TÓLF METRA FALL Með ólíkindum er að ungur verkamaður hafi sloppið óbrotinn eftir að hafa fallið tólf metra niður. Að sögn lögreglu var hann að störfum á svölum nýbygg- ingar í Garðabæ við að ganga frá timbri þegar hann féll niður á steinplötu. Drengurinn, sem fædd- ur er árið 1988, fór úr lið, fékk áverka í andliti og brákuð bein en slapp að öðru leyti ómeiddur. FYRIR FRAMAN RÁÐUNEYTIÐ Sprengju- sveitarmenn gerðu sprengjuna á líki til- ræðismannsins óvirka. Tilræði í ráðuneyti: Árásarma›ur féll í valinn TYRKLAND, AP Tyrkneskir lögreglu- menn skutu karlmann í dóms- málaráðuneytinu þar sem hann reyndi að tendra sprengju sem hann bar á sér. Maðurinn lagði á flótta en var skotinn fyrir utan ráðuneytið þar sem hann lá særð- ur á jörðinni og reyndi að sögn að sprengja sig í loft upp. Lögregla hefur borið kennsl á tilræðismanninn sem sagður er hafa verið félagi í marxískri bylt- ingarhreyfingu sem stjórnvöld í Tyrklandi hafa bannað. Maðurinn er sagður hafa skipulagt tvær árásir, eina á brúðkaup sonar for- sætisráðherrans 2003 og aðra á ráðherrafund Nató í fyrra. ■

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.