Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 10

Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 10
Mælir me› ska›abótamáli „Lögreglurannsókn efnahags- brotadeildar Ríkislögreglu- stjóra hefur nú staðið stans- laust, eftir því sem í veðri er lát- ið vaka, allt frá 28. ágúst 2002 eða í tvö ár og níu mánuði án þess að sakborningum hafi verið gerð formleg grein fyrir gangi málsins og hugsanlegum rann- sóknarlokum. Þótt margt sé óljóst um umfang og eðli þessar- ar lögreglurannsóknar, gagn- semi hennar og líklegan árang- ur, má þó fullyrða að hún tekur sífellt á sig nýjar myndir með nýjum sakarefnum, jafnóðum og eldri sakarefni eru skýrð eða hrakin af hálfu Baugs Group hf, stjórnenda félagsins, lögfræð- inga og endurskoðenda.“ Þannig ritar Jónatan Þór- mundsson lagaprófessor í nýrri lögfræðilegri álitsgerð sinni um Baugsmálið, sem hófst með hús- leit efnahagsbrotadeildar Ríkis- lögreglustjóra fyrir nærri þrem- ur árum. Úrskurðurinn um húsleitar- heimildina hvíldi á ásökunum Jóns Geralds Sullenberger um að Jón Ásgeir Jóhannesson stjórnarformaður Baugs og Tryggvi Jónsson forstjóri hefðu dregið sér fé frá félaginu. Jónatan Þórmundsson hefur margt við lögreglurannsóknina að athuga í álitsgerð sinni, en tekur fram að við margs konar hindranir sé að glíma. Hann nefnir einkum þá leynd sem hvílir yfir rannsókninni af hálfu Ríkislögreglustjóra. Skemmtibáturinn í Flórida Eftir að hafa rakið ein- kenni auðgunarbrota snýr lagaprófessorinn sér að því að rekja sak- argiftir og segir þær einfaldlega ótraustar. Annars vegar voru Jón Ásgeir og Tryggvi sakaðir um að hafa með til- búnum og r ö n g u m reikningum látið Baug hf. greiða hátt í 500 þ ú s u n d bandaríkja- dali til kaupa á skemmtibáti í Bandaríkj- unum. Þenn- an bát voru þeir sagðir eiga persónulega í fé- lagi við áðurnefnd- an Jón Gerald. Í öðru lagi voru sakargiftir þær að stjórnendur Baugs hefðu gefið út tilhæfulausan reikning í nafni Nordica Inc á Baug, sem síðar hefði verið gjaldfærður hjá félaginu án þess að nokkur verðmæti kæmu fyrir þá upp- hæð. Fjárhæð þessa reiknings nam tæpum 600 þúsund banda- ríkjadölum. Um þetta segir Jónatan Þór- mundsson: „Niðurstaða mín um báða liði þessara sakargifta er því sú að sakfellingargrundvöll- ur sé nánast óhugsandi, ef til málshöfðunar kæmi út af þess- um viðskiptum. Til þess standa sakarefnin á of veikum grunni og sönnun óhugsandi gegn rök- studdum skýringum og skjal- festum gögnum sakborninga. Þar að auki voru (og eru) hags- munir hinna kærðu stjórnenda og félagsins svo samofnir, að það verður að teljast afar lang- sótt refsiréttarlega séð að stilla þessum aðilum upp sem gerend- um og brotaþolum. Hvorki hlut- hafar, lánardrottnar né aðrir viðskiptamenn hafa, svo að vitað sé, kvartað yfir meðferð fjár- muna, ráðstöfunum stjórnenda né yfirleitt upplifað fyrirtækið Baug Group hf. sem fórnarlamb í einhverjum fjárhagslegum hráskinnaleik. Eina undantekn- ingin, sem hér sannar regluna, eru staðhæfingar fyrrum við- skiptafélaga og kæranda máls- ins.“ Önnur sakarefni Sakarefnin eru fjölmörg önnur. Þau tengjast bankaábyrgðum, hugsanlegum umboðssvikum, kaffiviðskiptum í Færeyjum, viðskiptum með hluti í eignar- haldsfélögunum Gaumi Holding og A-Holding, sakarefni varð- andi viðskiptareikninga, greiðslukort og persónuleg út- gjöld, lánveitingum til stjórn- enda og hluthafa Baugs Group. Í flestum tilvikum telur Jón- atan Þórmundsson mikinn vafa á að sekt verði sönn- uð. Litlar líkur á sakfellingu Jónatan Þórmundsson lagaprófessor telur að litlar líkur séu á sak- fellingu fyrir auðg- unarbrot en mikl- ar líkur séu til þess að blásið verði til máls- sóknar við b i r t i n g u á k æ r u . Fyrir því s e g i r h a n n þ r j á r ástæður. Í fyrsta lagi verði samkrull lögreglu og ákæru- valds í málum að þessu tagi til þess að sami aðili, jafnvel sami einstaklingur taki ákvarðanir um rannsóknaraðgerðir. „Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sög- unni til. Ákæruvaldið verður þá gegnsýrt af einhliða rannsókn- arsjónarmiðum án raunverulegs endurmats sakarefna með stoð í 112 gr. laga nr. 19/1991.“ Í öðru lagi telur Jónatan hætt við því að umfang ákæru ráðist að nokkru af löngu rannsóknar- ferli, miklu skjalamagni og tímafrekum bókhaldsathugun- um. „Ákæran gæti því mótast af tímaþáttum og sýndarárangri fremur en líklegum horfum á sakfellingu.“ Í þriðja lagi segir Jónatan orðrétt: „Allt rannsóknarferlið bendir óneitanlega til óvenju mikils ákafa og hörku rann- sóknara að ná „árangri“ í mál- inu og talsvert hefur vottað fyrir vafasamri afstöðu rann- sóknara til grundvallarregln- anna um sönnunarbyrði ákæru- valds og um sakleysi grunaðs manns uns sekt hans er sönnuð.“ Höfða skaðabótamál Jónatan Þórmundsson pró- fessor hugleiðir í álitsgerð sinni réttarúrræði og réttarkröfur sem sak- borningar í Baugsmál- inu gætu gripið til. Á grundvelli þeirrar álitsgerðar hefur stjórn Baugs Group hf. ákveðið að krefja íslenska ríkið um skaðabætur vegna þess tjóns sem fyrirtækið telur sig hafa orðið fyrir af völdum lögregl- unnar. Um réttarúrræðin og réttar- kröfurnar segir Jónatan meðal annars, að unnt sé að lögsækja ríkið til heimtu skaðabóta vegna tjóns af völdum ólöglegra lög- regluaðgerða og óhæfilegra tafa. Hann telur þann kost vænstan að höfða almennt skaðabótamál og segir orðrétt í lok álitsgerðarinn- ar: „Búast má við, að lögreglu- rannsókninni yrði þá hraðað og henni lokið fyrr en ella. Jafn- framt mundi slík málssókn sýna ákveðinn styrk félagsins út á við og staðfesta þá ímynd, sem ég hef á þess- ari stundu, að f y r i r t æ k i ð Baugur Group hf. sé fremur f ó r n a r l a m b l ö g r e g l u a ð - gerða en lög- brota af hálfu s t j ó r n e n d a sinna.“ ■ Samtökin ‘78 hafa í áratugi barist fyrir rétti samkynhneigðra á Íslandi. Samtökin starfa sem hagsmunasam- tök gagnvart þjóðfélagi og stjórn- völdum og inn á við sem félagssam- tök samkynhneigðra á Íslandi. Skipta samtökin máli fyrir sam- kynhneigða á Íslandi? Ég segi að þau skipti miklu máli. Í grunninn erum við hagsmunasamtök fyrir lagalegum úrbótum og sýnileika. Þar að auki rekum við þjónustumiðstöð og bókasafn á Laugavegi 3. Á vett- vangi félagsins starfa svo ýmsir hóp- ar eins og ungmennahópur og trúar- hópur. Hefur staða samkynhneigðra batnað undanfarið? Staðan hefur gjörbreyst undanfarin ár, viðhorf al- mennings og öll löggjöf og slíkt. Við lifum samt ekki í fullkomnum heimi og það er ekki komið að því að samtökin fari að leggja sig niður, þó það hljóti að vera hið endanlega markmið. Hvað er á döfinni hjá samtökun- um? Að halda áfram á sömu braut. Við vonum að við fáum að sjá laga- frumvarp á næsta þingi þar sem sambúðarmálin verða jöfnuð. Það sem á vantar til að ná sama rétti og hjónabönd gagnkynhneigðra þarf að verða leiðrétt. Eins vantar mikið upp á fræðslumál í skólakerfinu og at- vinnulífinu. HRAFNKELL TJÖRVI STEFÁNSSON framkvæmdastjóri Samtakanna ‘78. Vantar enn upp á fræ›slu SKIPTA SAMTÖKIN ‘78 MÁLI? SPURT & SVARAÐ 10 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Dr. Tan Sun Chen, utanríkisráðherra Tævan er í heimsókn á Íslandi. Þótt utanríkisráðherrann sé hér í einkaerindum hafa starfsmenn kín- verska sendiráðsins tjáð yfirvöldum andstöðu sína við heimsóknina vegna þess að mjög stirt er á milli ríkisstjórnanna tveggja. Tævan er lítil eyja úti fyrir ströndum Kína. Hvers eðlis er samband Tævana og Kínverja? Tævan er lítil eyja úti fyrir ströndum Kína. Ríkis- stjórn Kínverja viðurkennir ekki Tævan sem sjálf- stætt ríki heldur hefur lýst því yfir margoft að eyjan sé órjúfanlegur hluti Alþýðulýðveldisins Kína. Tæv- an heldur fram sjálfstæði sínu og rúmlega það, því enn er í fullu gildi krafa stjórnvalda um alger yfir- ráð yfir öllu Kínaveldi og kalla Tævanir landið sitt Lýðveldið Kína. Annað nafn yfir eyjuna er Formosa sem er portúgalska og þýðir falleg eyja. Hvert var upphaf deilnanna? Upphaf deilnanna má rekja til þess þegar rík- isstjórn Lýðveldisins Kína hrökklaðist til eyjar- innar eftir að kommúnistar sigruðu heri hennar árið 1949. Um langt skeið deildu rík- isstjórnirnar tvær um hvor færi fyrir Kína á al- þjóðavettvangi og átti Tævan miklu fylgi að fagna, sérstaklega vegna stuðnings frá Banda- ríkjunum. Tævan átti meðal annars sæti Kína í Sameinuðu þjóðunum fram til ársins 1971 en var þá útilokað. Hver er staða Tævan á alþjóðavett- vangi? Tævan á enn í diplómatískum samskipt- um við tuttugu og þrjú ríki. Flest eru þessi ríki mjög lítil. Það stærsta er Gvatemala, en það minnsta Túvalú ef frá er talið Vatíkanið. Tævan heldur úti sendiráðum í öllum þessum löndum en stjórnvöld í Bejing hafa lagt mikinn þrýsting á ríki heimsins um að slíta al- þjóðlegum samskiptum við Tævan. Þessi stirðleiki hefur þó ekki haft áhrif á efna- hagslíf í Tævan en landið er eitt það rík- asta í Asíu. Krefjast algerra yfirrá›a yfir öllu Kínaveldi FBL GREINING: TÆVAN fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ ÚRSKURÐIR SIÐANEFNDAR BLAÐA- MANNAFÉLAGS ÍSLANDS 1985-2004 Mjög alvarlegt brot Alvarlegt Brot Ámælisvert Ekki brot 62 4 23 29 HEIMILD: HAGSTOFAN Úrskurðir samtals 118 Jónatan fiórmundsson prófessor í refsirétti segir a› málssókn sakborninga í Baugsmálinu gegn ríkinu gæti s‡nt styrk Baugs út á vi› og sta›fest flá ímynd a› fyrirtæki› Baugur Group sé fremur fórnarlamb lögreglua›ger›a en lögbrota af hálfu stjórnenda sinna. JÓHANN HAUKSSON BLAÐAMAÐUR FRÉTTASKÝRING ÁKÆRAN Í BAUGSMÁLINU JÓNATAN ÞÓRMUNDSSON PRÓFESSOR Í REFSIRÉTTI Samkrull lögreglu og ákæru- valds verður til þess að jafnvel sami einstaklingur getur tekið ákvarðanir um rannsóknar- aðgerðir. „Með þessu fyrirkomulagi heyrir sjálfstætt mat ákæruvalds sögunni til.“ JÓN ÁSGEIR JÓHANNESSON Lagaprófessorinn telur litlar líkur á að hann verði sakfelldur. TRYGGVI JÓNSSON Tryggvi var forstjóri Baugs á þeim tíma sem húsleit var gerð í ágúst 2002. Hann er einn þeirra sex sem ákærðir eru. MEÐ HEIMINN Í HENDI Ung táta leikur sér að risalíkani af jarðarkringlunni við Eiffel-turninn í París. Jörðin er bundin þannig saman að hún sameinar norður- og suðurhvel jarðar.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.