Fréttablaðið - 02.07.2005, Síða 18
Rökke í steininn
Norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke, aðaleig-
andi Aker Seafoods, hefur verið dæmdur í 120
daga fangelsi, en þar af eru 90 skilorðsbundnir,
auk sakarkostnaðar. Dóminn fær hann fyrir að
hafa mútað embættismanni til að veita honum
sænsk skipstjórnarréttindi og siglt snekkjunni Cel-
ina Bella án skírteinis. Rökke sagði við blaðamenn
meðan á réttarhöldunum stóð að hann
vildi heldur dúsa í fangelsi en að
hlusta á rausið í lögfræðingum. Nú
hefur kappanum líklega orðið að
ósk sinni. Hann ætti því að hafa
tíma til þess í steininum að lesa
undir pungaprófið.
Íslendingaálag á Norður-
löndum
Varla líður sá dagur að ekki
komi einhver frétt af kaupum
Íslendinga á erlendum fyrir-
tækjum. Maersk var keypt í vikunni og
heimsferðir keyptu tvær ferðaskrifstofur.
Danir einkanlega hafa verið að klóra
sér í hausnum yfir þessu öllu saman
og hafa blaðamenn haft samband við
marga hér heima til að leita skýringa á
þessu öllu saman. Hin hliðin á pen-
ingnum er sú að kaupslýslumenn á
Norðurlöndunum fá glýju í augun þegar
Íslendingar eru annars vegar. Ís-
lenskir fjárfestar eru farnir að
kvarta undan því að verðhug-
myndir seljenda fyrirtækja
hækki um fimmtán prósent um
leið og Íslendingar birtast.
Margir hafa því þurft að sýna
hörku og þolinmæði til að ná
álaginu niður aftur. Gárungar
eru farnir að kalla þetta son-
álagninguna á skandinavísk
fyrirtæki.
MESTA HÆKKUN
ICEX-15 4.150
KAUPHÖLL ÍSLANDS [ HLUTABRÉF ]
Fjöldi viðskipta: 261
Velta: 12.301 milljónir
+0,40%
MESTA LÆKKUN
MARKAÐSFRÉTTIR...
Seðlabanki Bandaríkjanna hef-
ur hækkað stýrivexti sína um 0,25
prósent níunda skiptið í röð og
hafa þeir nú alls verið hækkaðir
um 1,25 prósent á einu ári. Stýri-
vextir í Bandaríkjunum eru nú
3.25 prósent.
Krónan styrktist um 0,18 pró-
sent í gær. Gengisvísitalan byrjaði
í 110,20 en var 110 í lok dags.
Krónan hefur verið að styrkjast að
undanförnu og má rekja það að
hluta til erlendrar lántöku vegna
hlutabréfakaupa.
Í tengslum við nýafstaðið
hlutafjárútboð seldi Actavis Group
hf. þann 30. júní 198.613.449 eig-
in hluti á genginu 38,5. Seldum
hlutum verður ráðstafað sam-
kvæmt skilmálum útboðs eins og
þeir komu fram í útboðslýsingu.
18 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Peningaskápurinn…
Actavis 40,20 +0,50% ... Bakkavör
39,20 +0,51%... Burðarás 15,40 +1,32%... FL Group 15,10 +0,67% ...
Flaga 4,49 +2,05% ...Grandi 8,50 -0,58 ... Íslandsbanki 13,50 -0,37% ...
Jarðboranir 22,00 +2,33 ... KB banki 537 +0,00% ... Kögun 59,40 -
1,00% ... Landsbankinn 18,17 +0,59% ... Marel 59,00 +0,85% ... SÍF
+0,00 ...Straumur 12,15 +0,00% ... Össur 78,50 -1,26%
Jarðboranir +2,33%
Flaga +2,05%
Burðarás +1,97%
Össur -1,26%
Kögun -1,00%
Mosaic Fashions -0,71%
HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU:
Umsjón: nánar á visir.is
Þrír stjórn-
armenn FL Group
hafa sagt sig úr
stjórninni og aðr-
ir stjórnarmenn
fyrir utan stjórn-
arformanninn eru fulltrúar eig-
enda sem hafa selt hlut sinn í fé-
laginu. Á boðuðum hluthafafundi í
FL Group eftir viku má búast við
að skipt verði um stjórn að öllu
öðru leyti en því að stjórnarfor-
maðurinn Hannes Smárason situr
áfram.
Stjórnarmennirnir þrír Hregg-
viður Jónsson, Árni Oddur Þórð-
arson og Inga Jóna Þórðardóttir
voru ekki samstíga stjórnarfor-
manninum og töldu hann taka
ákvarðanir á eigin spýtur án
nægjanlegs samráðs. Er einkum
um að ræða fjárfestingar félags-
ins þar sem Hannes mun sam-
kvæmt heimildum hafa tekið
ákvarðanir án þess að hafa aðra
stjórnarmenn með í ráðum.
Stjórnarmennirnir töldu sig því
ekki eiga lengur samleið með
Hannesi í fyrirtækinu, þótt þeir
hafi mikla trú á framtíð félagsins.
Hannes segir að í fyrirtæki
sem er á jafn mikilli ferð sé ekki
óeðlilegt að einstakir stjórnar-
menn hugleiði sinn gang og hvort
þeir vilji fylgja með. „Ég hef stóra
drauma fyrir hönd félagsins og
starfa að framgangi þess allan
sólarhringinn og má vel vera að á
slíkri ferð finnist sumum þeir
vera í aftursætinu.“ Hann segir
stjórnarsetu í slíku fyrirtæki
krefjast mikils tíma og orku af
stjórnarmönnum og því eðlilegt
að menn meti hvort þeir hafi tíma
til að sinna svo krefjandi félagi.
Saxbygg, eignarhaldsfélag í
eigu Nóatúnsfjölskyldunnar og
verktakanna Gunnars og Gylfa,
seldi sinn hlut í flugfélaginu.
Áætla má að söluhagnaður þess
af eigninni sé um fjórir milljarð-
ar króna. Kaupendur eru Hannes
sem nú eykur hlut sinn í 35 pró-
sent, Baugur sem eykur hlut sinn
úr rúmum níu prósentum í rúm
tólf og félag í eigu Kevin Stan-
ford, Magnúsar Ármanns og Sig-
urðar Bollasonar sem hafa verið
viðskiptafélagar Baugs í fjárfest-
ingum erlendis og hér innan-
lands.
Talið er að þessi sami hópur
fjárfesta hafi einnig hug á að
koma af krafti inn í hluthafahóp
Íslandsbanka og eiga þar sam-
starf við Karl Wernersson og þá
sem nú skipa meirihluta í banka-
ráði Íslandsbanka.
Verði af þeim áformum er Jón
Ásgeir kominn með mikil ítök í FL
Group og Íslandsbanka, en fyrri
tilraunir hans til áhrifa í þessum
fyrirtækjum voru ekki litnar hýru
auga af sterkum öflum í við-
skiptalífi þess tíma.
haflidi@frettbladid.is
Kaup Íslendinga á erlendum verð-
bréfum hafa aukist að undan-
förnu, kemur fram á vef greining-
ardeildar Íslandsbanka. Innlendir
fjárfestar keyptu fyrir 5,2 millj-
arða króna í erlendum verðbréf-
um í maí umfram það sem þeir
seldu. Til samanburðar voru hrein
kaup í sama mánuði í fyrra 3,4
milljarðar.
Helstu hlutabréfamarkaðir er-
lendis hafa verið fremur rislitlir
að undanförnu og telur greining-
ardeildin að íslenskir fjárfestar
líti svo á að hátt gengi krónunnar
stuðli að góðri ávöxtun á lang-
tímafjárfestingum, leiðrétting
muni eiga sér stað á gjaldeyris-
markaði fyrr en seinna. -jsk
Eimskip hefur fest kaup á
helmingshlut í kanadíska
skipafélaginu Halship. Verð-
ur nú boðið upp á vikulegar
siglingar milli Kanada og
Bandaríkjanna en þær voru
áður á tveggja vikna fresti.
Eimskip hefur keypt helmings-
hlut í kanadíska skipafélaginu
Halship. Halship sérhæfir sig í
gámaflutningum milli Kanada og
austurstrandar Bandaríkjanna,
höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í
Halifax en jafnframt er skrifstofa
í Boston.
Halship rekur eitt skip sem
sigla mun milli Halifax og Boston
og Nýfundnalands og Boston.
Segir í tilkynningu frá Eimskip
að flutningsgeta fyrirtækisins
aukist talsvert vestanhafs, nú
verði í boði vikulegar siglingar
milli Kanada og Bandaríkjanna,
en þær hafi áður verið á tveggja
vikna fresti, auk þess sem tölu-
verð hagræðing hljótist af.
Baldur Guðnason forstjóri
Eimskipa segir kaupin styrkja
stöðu fyrirtækisins vestanhafs:
„Þetta styrkir tvímælalaust stöðu
okkar í þeirri þjónustu sem við
höfum verið að byggja upp. Þarna
fáum við eitt skip til viðbótar við
þau tvö sem fyrir eru, og bætum
með því flutningsgetu okkar og
þjónustu“.
-jsk
Eimskip kaupir Halship
FRÁ KAUPHÖLLINNI Íslenskir fjárfestar
sækja í auknum mæli í erlend verðbréf.
Kaupa erlend ver›bréf
Sala stórs hlutar og úrsögn stjórnarmanna
þýðir að stjórnarformaðurinn verður sá eini
sem áfram verður í stjórn fyrirtækisins. Þrír
stjórnarmenn hafa sagt af sér. Samráð er
talið hafa skort en Hannes Smárason segir
stjórnarsetu í fyrirtækinu krefjast mikils
tíma af stjórnarmönnum.
EINN Á FLUGI Allt bendir til þess að
Hannes Smárason verði eini stjórnar-
maðurinn sem heldur áfram í stjórn FL
Group eftir hluthafafund sem haldinn
verður í næstu viku. Baugur jók við hlut
sinn í FL Group og viðskiptfélagar Baugs
í Og Vodafone, Mosaic og fleiri félögum
bætast í hóp hluthafa FL Group.
Allir almennir stjórnar-
menn FL Group hætta