Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 25
„Ég bauð þremur á rúntinn og það gekk upp þó þröngt væri,“ segir Guðjón sem flutti þennan netta bíl sjálfur til
landsins nú á vordögum.
Smáauglýsingar
byrja í dag á bls. 7
Flokkar
Bílar & farartæki
Keypt & selt
Þjónusta
Heilsa
Skólar & námskeið
Heimilið
Tómstundir & ferðir
Húsnæði
Atvinna
Tilkynningar
Góðan dag!
Í dag er laugardagur 2. júlí,
183. dagur ársins 2005.
REYKJAVÍK 3.07 13.32 23.55
AKUREYRI 2.02 13.16 24.27
Heimild: Almanak Háskólans
Sólarupprás Hádegi Sólarlag
Litlir bílar framkalla oft stór augu hjá
vegfarendum. Einn sá alla minnsti á
Íslandi er Rover mini. Guðjón Jónsson
leikstjóri er hamingjusamur eigandi
slíks bíls.
„Það var gamall draumur að eignast svona
bíl,“ segir Guðjón og upplýsir að farartæk-
ið sé eins og Austin mini en framleiddur af
Rover. Lengi vel segir hann allar tilraunir
til þess að komast yfir góðan mínibíl hafa
mislukkast. „Þeir sem ég fann voru annað
hvort illa farnir eða ekki falir nema fyrir
alltof mikið fé. Þeir koma aldrei inn á sölur
svo ég gat bara boðið í bíla sem voru í eigu
fólks sem ekki vildi selja,“ segir hann. Þar
kom að hann leitaði út fyrir landsteinana í
gegnum netið. „Leitin endaði alltaf í
Hollandi því þar voru þrjú fyrirtæki að
gera upp svona bíla og selja þá til Banda-
ríkjanna. Ég setti mig í samband við eitt
þeirra og fann bíl sem mér leist vel á og
flutti til landsins nú á vordögum. Hann stóð
fyllilega undir væntingum en var ekkert
ódýr,“ segir hann og vill ekki gefa upp nein-
ar tölur.
Roverbíllinn hans Guðjóns er af árgerð
1998 og skráður fjögurra manna en eig-
andinn segir ansi þröngt um fjóra í honum.
Hann býst því við að þurfa að sérpanta alla
varahluti í hann en er búinn að finna fyrir-
tæki í Bandaríkjunum sem virðist eiga allt
í gripinn. Nú á Guðjón hvarfakút á póst-
húsinu. „Ég gat ekki fengið skoðun á bílinn
vegna þess að kútinn vantaði. Þess vegna er
hann með ljótan grænan límmiða,“ segir
hann afsakandi. Þegar hann er beðinn að
telja upp kosti þessa netta bíls nefnir hann
að auðvelt sé að finna hentug stæði handa
honum. Reyndar sé hann þungur í stýri
meðal annars vegna breiðra dekkjanna en
býst ekki við að skipta. „Þetta er flottara
svona,“ segir hann og bætir við. „Svo er
helsti kosturinn við hann að það er svo
gaman að eiga hann. Ég brosi alltaf þegar
ég sé hann.“
gun@frettabladid.is
Brosi þegar ég sé bílinn
Peugeot 1007 hefur hlotið
flest stig fyrir vernd fullorð-
inna í árekstrarprófunum
Euro NCAP í Evrópu frá upp-
hafi. Bíllinn hlaut einnig
viðurkenningu sem öruggasti
bíllinn í flokki stærri smábíla.
Þetta kom fram þegar
niðurstöður í ný-
afstaðinni
prófunar-
lotu hjá
Euro
NCAP
voru kynntar í
vikunni. Lexus GS300 hlaut
fimm stjörnu einkunn sem
öruggasti bíllinn fyrir full-
orðna í flokki lúxusbíla og
Mercedes-Benz A í flokki
minni fjölskyldubíla. Sjö bílar
fengu fjögurra stjörnu ein-
kunn fyrir vernd barna í
bílnum.
Bílasalan Hraun hefur sölu
á Gazelle-bifreiðum hér á
landi á næstunni. Þetta er í
fyrsta sinn sem Gazelle-bif-
reiðar verða seldar á Íslandi
en um er að ræða atvinnubif-
reiðar í flokki sendi-, pall-,
rútu- og vinnu-
flokkabifreiða.
Bifreiðarnar eru
hannaðar af
Ford og koma
með 2,4 lítra
Perkins eða
Steyr dísilvél með forþjöppu
og millikæli. Allir bílarnir eru
búnir túrbó intercooler dísil
mótor en bifreiðarnar er
bæði hægt að fá 4x4 og 4x2.
Sendibílana er hægt að fá
þriggja manna og sjö manna
en á næsta ári eru væntan-
legir fjórtán manna bílar.
bilar@frettabladid.is
LIGGUR Í LOFTINU
í bílum
FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR BÍLAR ATVINNA BRÚÐKAUP FJÁRMÁL TILBOÐ o.fl.
KRÍLIN
Ég er með tíu í
teikningu, tölvum
og leikfimi og svo
er ég alltaf fyrstur
út þegar bjallan
hringir!
Volkswagen Fox reynsluekinn
BLS. 3
][
SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 OG Á visir.is
ÞÚ GETUR PANTAÐ
SMÁAUGLÝSINGAR
Á visir.is