Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 26
Ljósabúnaður
Munið að hafa ljósin kveikt þótt bjart sé úti og sólskin. Bílstjóri sem ekur á
móti sólu sér illa ljóslausa bíla sem koma úr gagnstæðri átt. Mikilvægt er
að fara reglulega yfir ljósabúnaðinn og gæta þess að allt sé í lagi.[ ]
Volkswagen Fox er nýr bíll sem kemur inn sem litli bróðir Polo. Bíllinn ber óneitanlega ættarsvip Volkswagen.
Volkswagen Fox er nýr bíll
sem fellur í flokk ódýrustu
smábíla á markaðnum. Hann
er fjögurra manna þannig að
vel fer um tvo fullorðna í
aftursætinu. Þeir þurfa þó að
vera tilbúnir að leggja á sig
að fara aftur í með gamla lag-
inu því bíllinn fæst eingöngu í
þriggja dyra útfærslu.
„Þetta er svolítið afturhvarf til
fortíðar,“ sagði vinkona mín sem
ég bauð far á nýja Volkswagen
Foxinum. Þá var ég búin að segja
henni að það væri ekki samlæsing
í bílnum og það fyrsta sem hún
rak augun í fyrir utan röndótt
áklæðið voru góðar og gamaldags
rúðuvindur. Samt er ekki annað
hægt að segja en að bíllinn sé
smart. Röndótta áklæðið gefur
bílnum hressilegt yfirbragð og
glasahaldarar og geymsluhólf
milli aftursætanna tveggja, undir-
strika einmitt að bíllinn er
fjögurra manna en ekki fimm,
gefa óneitanlega sérstöðu.
Volkswagen Fox er afar nettur
bíll. Samt er feikinóg pláss í
honum fyrir fjóra fullorðna og til-
finning fyrir rými er góð vegna
þess hversu hátt er setið í bílnum
og rúmt er um hvern og einn. Nóg
pláss er fyrir innkaupapoka en
kannski ekki fyrir mikinn far-
angur. Hins vegar er hægt er að
leggja niður bakið á hvorum
helmingi aftursætisins um sig og
auka þannig rýmið.
Bíllinn er einfaldur að allri
gerð án þess þó að hafa „ódýrt“
yfirbragð. Það eina sem hugsan-
lega mætti finna að varðandi frá-
gang er að einangrunin er ekki
jafngóð og maður á að venjast í
mörgum nýjum bílum. Veghljóð
eru því nokkur og óneitanlega
heyrist í dísilvélinni, meira en
bensínvélinni. Að öðru leyti voru
bensínbíllinn og dísilbíllinn afar
áþekkir í akstri. Dísilbíllinn þó
heldur öflugri, eins og hestafla-
fjöldinn gefur til kynna.
Foxinn hefur fengið úrvals-
einkunn í tveimur árekstrar-
prófum, annars vegar þýska bíla-
ritsins Auto Bild og hins vegar
þýsku bíleigendasamtakanna
ADAC. Í fyrrnefndu könnuninni
var metið að Foxinn veitti far-
þegum nærri því eins góða vernd
og Golf.
Eins og vænta má er bíllinn
mjög meðfærilegur í innanbæjar-
akstri. Fyrir þá sem eru vanir að
dragnast með stór ökutæki í bæn-
um er gríðarlegur léttir að vera á
svona litlum bíl, svo ekki sé meira
sagt. Það verður svo að segjast að
bíllinn kom verulega á óvart
þegar komið var út úr bænum. Þá
reyndist hann furðuöflugur, auk
þess sem ótrúlega lítið fannst fyr-
ir hraða þrátt fyrir smæð bílsins.
steinunn@frettabladid.is
Megane RS Turbo, 2,0 l VVT Turbo er sportbíll úr
Megane-línunni frá Renault. Þessi árennilegi bíll er
aðeins 6,5 sek. úr 0 í 100 km/klst. og tekur kíló-
metrann á einungis 26,7 sek.
Heiðar J. Sveinssonar, forstöðumaður sölusviðs
B&L, segir Megane RS einnig vera afar vel búinn.
„Sem dæmi má nefna að hann er með sex gíra bein-
skiptingu, nýjustu kynslóðina af ESP-stöðugleika-
stýringu og sérútbúna Renault-sportfjöðrun. Sport-
legir aksturseiginleikarnir njóta sín þannig til fulls í
samspili þessara þriggja þátta við kraftmikla
vélina,“ segir Heiðar.
Skammstöfunin RS stendur fyrir Renault Sport
og þar sem Megane RS er byggður á grunni Megane-
línunnar er öryggið í fremsta flokki, auk þess sem
bíllinn er búinn öllum þeim þægindum sem línan
státar af. Þá þykir rásfesta og næmt viðbragð
línunar í sérflokki og styrkir Renault Sport-
fjöðrunin þessa eiginleika enn frekar.
Af staðalbúnaði Megane RS má
nefna sportsæti. sportstýri, þrýsti-
skynjara í dekkjum, skriðstilli,
hraðastilli, sjálfvirkar rúðuþurrkur
og miðstöð með loftkælingu.
Í hundrað á 6,5 sekúndum
Megane RS Turbo var frumsýndur hjá B&L um síðustu helgi.
Megane RS Turbo ver ættarsvip Megane-línunnar.
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
Refur í borg og sveit
REYNSLUAKSTUR
VOLKSWAGEN FOX
Vél Eldsn.notk. Verð
1,2 l 55 hö 6 - 6.5 l (bensín)1.150.000
1,4 l TDI 70 hö 4,9-5 l (dísilo.)1.380.000
Bíllinn er þriggja dyra og beinskiptur.
Tjónaskoðun
Súðavogur 6
• SUMARDEKK • HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA
• HEILSÁRSDEKK • RAFGEYMAÞJÓNUSTA
• OLÍS SMURSTÖÐ • BREMSUKLOSSAR
• BÓN OG ÞVOTTUR • PÚSTÞJÓNUSTA
ALLT Á EINUM STAÐ
SMUR- BÓN OG DEKKJAÞJÓNUSTAN
SÆTÚNI 4, SÍMI 562 6066