Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 29

Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 29
5LAUGARDAGUR 2. júlí 2005 Áfram veginn Einar Elí Magnússon kemst leiðar sinnar Bílum finnst vont að drekka vatn Eitt sumarið var ég að vinna uppi á hálendi við tjaldvörslu. Ég heim- sótti þá kunningja mína í Landmannalaugum reglulega, enda stutt að fara og laugin sérstaklega góð það sumarið. Í einni ferðinni rakst ég á fjórhjóladrifinn fólksbíl sem var nýkominn inn í Laugar og stóð á bakkanum við innsta vaðið. Eigandinn vildi vita hvort ég ætti startkapla því það væri dautt á bílnum og hann færi ekki í gang. Ég spurði hvort hann hefði bara ekki tekið inn á sig bleytu en hann neitaði því. Við náðum í kaplana og reyndum að gefa honum rafmagn en ekk- ert gerðist. Að endingu skrúfaðum við lokið af lofthreinsaranum og tókum loftsíuna upp, rennandi blauta. „Ja, kannski eitthvað smá,“ varð eigandinn að viðurkenna. Dýrt spaug það. Vatn inn á vél getur verið skaðlaust í litlum mæli en það getur líka þýtt tugþúsunda tjón eða jafnvel algjöra upptekningu á vél. Nú þegar hálendisvegir eru opnir og margir hugsa sér hreyfings er því rétt að athuga hvað bíllinn þolir mikið þegar kemur að því að fara yfir læki og ár. Þar ræður mestu staðsetning loftinntaksins og að kveikjan sé varin eða vel þétt. Þar sem fæstir bílar eru smíðaðir í þeim tilgangi að keyra í vatni (öfugt við báta til dæmis) er loft- inntakið frekar neðarlega á þeim flestum. Algeng staðsetning er bak við framljós. Sértu á árbakka og í vafa um hvort bíllinn þoli ána er yfirleitt hægt að aftengja lofthreinsarann með skrúfjárni og láta bílinn taka loft beint inn um soggrein, uppi við vélarhlíf. Þetta er ekki hættu- laust fyrir vélina og skyldi aðeins gera í neyð og í mjög stuttan tíma. Varanlegri lausn væri að færa inntakið, til dæmis með barka sem liggur frá lofthreinsara og upp í hvalbak. Sértu enn í vafa er bara eitt ráð sem gildir: Snúðu við. Að lokum önnur saga frá sama vaði. Eitt kvöldið kom brunandi splunkunýr amerískur jeppi og fór á mikilli ferð í vaðið án þess að gæta nokkuð að dýpt eða bestu leið. Gusugangurinn var slíkur að vélin tók ekki bara inn á sig vatn og gjöreyðilagðist, heldur blotnaði einhver fjöldi af tölvum og skynjurum sem gerðu allt rafkerfi bíls- ins óvirkt. Eigandinn mátti því þola að horfa á nýja bílinn sinn, leðurklæddan og stífbónaðan, dreginn vélarvana upp úr grunnum hyl fyrir framan fjölda fólks. Til að kóróna allt saman fór svo nýjasta árgerð af viðvörunarhljóði af stað þegar hurðir voru opnað- ar til að hleypa vatninu út. „Bing, bing, bing...“. Fleira gerði sá bíll ekki það kvöldið. Ökum varlega – líka í vatni. Nýlega var haldið upp á að fimm milljón Peugeot 206 bílar hafa verið framleiddir frá því hann var kynntur í september 1998. Þar með er Peu- geot 206 kominn ná- lægt sögulegu fram- leiðslumeti upp á 5.278.000 eintök sem Peugeot 205 á. Fimm milljónasta eintakið var framleitt í Mulhouse í Frakklandi og er Coupé Cabriolet 1.6 l HDi. Þessi 206 CC bíll er á leið á þýska markaðinn þar sem 206 var nú sjötta árið í röð valinn „besti innflutti bíllinn“ af les- endum blaðsins Automotor und Sport. Peugeot 206 er markaðs- settur í 145 löndum um allan heim. Í dag eru nær 3,5 milljón Peu- geot 206 bílar á götum Vestur- Evrópu og árin 2001-2004 var 206 mest seldi bíllinn í Evrópu. Hann er nú söluhæsti díselbíllinn í smábílaflokki í Evrópu. Peugeot 206 fæst í fimm útfærslum. ■ Peugot 206 er söluhæsti díselbíllinn í flokki smábíla. Íslandrover, félag Land Rover- eigenda, verður með fjölskyldu- helgi í Þjórsárveri um næstu helgi, 8. til 10. júlí. Þrauta- og ófærubraut, sýning á öllum gerðum af Land Rover á öllum aldri, grill, kvöldvökur og myndasýning eru meðal þess sem verður á dagskrá þessa helgi. Jafnframt verður kosið um fallegasta Land Roverinn, best uppgerða Land Roverinn og athyglisverðasta Land Roverinn, auk þess sem verð- laun verða veitt fyrir bestu til- þrifin á þrautabrautinni. Lagt verður af stað föstudagskvöldið 8. júlí. Aðgangseyrir er kr. 1.500 á þátttakanda. Nánari upplýs- ingar á www.islandrover.is. ■ Eigendur Land Rover-bíla mynda félagsskapinn Íslandrover. Allt um heilsu á þriðjudögum í Fréttablaðinu. Allt sem þú þarft og meira til ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S P R E 28 04 9 0 4/ 20 05 Fimm milljón Peugeot 206 Nær 3,5 milljón á götum Evrópu. Fjölskylduhelgi í Þjórsárveri Félagið Íslandrover kemur saman. Aðgerðir stjórnvalda með breyt- ingum á lögum um olíu- og kíló- metragjald eiga að virka sem hvatning fyrir neytendur til að nota dísilbíla, þar sem dísilolían er betri fyrir umhverfið en ben- sínið. Spurning er hvaða áhrif þetta muni hafa og hvort aukning verði á notkun dísilbifreiða. „Ég tel vissulega að þessar breytingar muni hafa áhrif, vegna þess einfaldlega að dísil- vélar eyða minna en bensín- vélar,“ segir Úlfar Gauti Har- aldsson, þjónustufulltrúi hjá Toyota. „Við fáum fleiri fyrir- spurnir um dísilfólksbíla og aug- ljóst að áhugi er að aukast. Auk þess erum við að byrja að kaupa inn dísilfólksbíla sem við höfum ekki verið með áður. Yaris diesel er til dæmis nýr kostur sem kominn er í sölu hjá okkur,“ segir Úlfar. Hann bætir við að hann finni fyrir því að fólk sé vakandi fyrir umhverfisáhrifum og eftir- sókn sé í tvinnbílinn Prius, sem að hluta gengur fyrir rafmagni sem hann framleiðir sjálfur og er því hagkvæmur fyrir umhverfið og budduna. Knútur G. Hauksson, forstjóri Heklu, tekur í sama streng. „Við finnum klárlega fyrir áhuga og viðskiptavinir velta þessu mikið fyrir sér og spyrjast fyrir um hvort sé hagkvæmara. Fólk er mest hissa á að þessar vélar eyða töluvert minna en bensínvélar, en munurinn er um 10 til 30%,“ segir Knútur. „Til lengri tíma sér maður fyrir sér að sala á dísil- bílum muni aukast, og er hún nú þegar orðin meiri en hún var, ekki síst hjá þeim sem eru að keyra töluvert. Þó að dísilknúnar fólksbifreiðar séu aðeins dýrari skiptir máli að þær eyða minna. Við ýtum undir það að fólk skipti yfir í dísil, en í júlímánuði fá allir þeir sem staðfesta pöntun á Volkswagen dísilbíl 200 lítra inn- eignarkort á dísilolíu. Á þeim lítrum er hægt að keyra 3,4 hringi í kringum landið á Volkswagen Polo,“ segir Knútur. kristineva@frettabladid.is Neytendur eru í auknum mæli farnir að velja dísilolíu fram yfir bensín, en breytingar á lögum um olíu- og kílómetragjald tóku gildi í gær. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H AR I Fyrirsjáanleg aukning á sölu dísilbíla Breytingar á lögum um olíu- og kílómetragjald tóku gildi í gær, sem þýðir að akstursgjöld sem áður voru innheimt tvisvar á ári af eigendum dísilbifreiða falla niður og eru þess í stað felld inn í verðið á dísilolíunni.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.