Fréttablaðið


Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 30

Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 30
Ferðataska Ferðatösku í björtum lit er auðveldara að finna á farangursbeltinu á flugstöðinni en svarta tösku. Ef taskan er svört er hægt að gera hana auðþekkjanlega með því að setja á hana stóran merkimiða í skærum litum.[ ] Sólríkasta strandlengja Evrópu Króatía er talið eitt fallegasta land Evrópu, með langa strandlengju og merkilega sögu. Vinsældir Króatíu sem ferða- mannastaðar fara vaxandi. Króatía býður bæði upp á sól og menningu. Landið var ný- verið valið besti áfangastaður Evrópu af Lonely Planet. Lýðveldið Króatía er á Balkanskaga í Suðaustur-Evrópu og hefur löngum verið talið eitt fallegasta land álfunnar. Landið á strönd að hinu fallega Adríahafi gegnt Ítalíu og er strandlengjan 5,835 kílmetra löng og megnið af því eru eyjar, rif og klettar. Mið- jarðarhafsloftslag ríkir í Króatíu sem þýðir að sumrin eru heit og veturnir mildir, en strandlengjan er ein sú sólríkasta í Evrópu sem er sennilega ástæða þess að Króa- tía er eftirsóttur ferðamanna- staður og var nýverið kosin besti áfangastaður Evrópu af Lonely Planet. Landið á sér langa og merka sögu og þrátt fyrir stríðið sem þar geisaði hefur upp- byggingin verið til fyrirmyndar. Sjarmi lands og þjóðar hefur haldið sér og sagan endurspeglast hvert sem litið er. Heimsferðir hafa boðið viku- legt flug héðan til Króatíu frá miðjum maí fram í miðjan sept- ember, en þetta er annað árið sem þetta flug stendur til boða. „Áhuginn á þessum ferðum er geysilega mikill, og allur júní var uppbókaður,“ segir Þyrí Gunnars- dóttir framleiðslustjóri Heims- ferða. „Þetta var sumarsprengjan í fyrra og jókst bara í sumar og fólk sem fór í fyrra er að fara aft- ur núna,“ heldur hún áfram. Að- spurð um hvað sé við Króatíu sem höfði til okkar Íslendinga segir hún það vera sambland af menn- ingu og afslöppun. „Þarna er mikil náttúrufegurð og maður upplifir sig ekki á dæmigerðum sólarstrandastað. Menning er rík í mat og drykk og kemst hún einna næst ítalskri matarmenningu,“ segir Þyrí. Hún segir ferð til Króatíu skilja heilmikið eftir sig á sama tíma og landið sé góður staður fyrir afslöppun. ■ „Þetta skokk skilar bæði sælli þreytu og gleði og hefur notið mikilla vinsælda,“ segir Gunnar Sveinsson hjá Ungmennasam- bandi Vestur-Húnvetninga sem stendur fyrir árlegu fjallaskokki yfir Vatnsnesfjall í Húnaþingi vestra 5. júlí. Fjallaskokkið er nú haldið í 6. sinn. Gunnar lýsir leiðinni yfir fjallið þannig að hún sé 12 kílómetra löng um brekkur, mela, mýrar, læki og jafnvel skafla og hækkunin sé um 400 metrar. Þeir sem gefi sér tíma til þess að líta í kringum sig njóti stórfenglegs útsýnis í allar áttir. Þátttakan hefur verið frá 70 manns upp í 100 á fyrri árum að sögn Gunnars og hver og einn hefur fundið sinn tíma. „Sá yngsti var sex ára og sá elsti 78 þannig að þetta er flestum fært,“ segir hann. Fólk má ganga, skokka eða hlaupa yfir fjallið allt eftir því í hvernig formi það er og það leggur af stað með klukkutíma millibili til þess að sem flestir komi í mark á svipuðum tíma. Þar verður svitinn þurrkaður af enninu og svo slegið upp grillveislu í lokin. ■ Skilar sælli þreytu og gleði Fjallaskokk er ferðamáti sem ýmsir aðhyllast. Þeir fylla lungun af lofti og láta fæturna bera sig um heiðar og fjöll. Á stöku stað þarf að stökkva yfir læki á leiðinni yfir Vatnsnesfjall. M YN D /N O R D IC P H O TO /G ET TY KRÓATÍA Fólksfjöldi: 4.42 milljónir Höfuðborg: Zagreb Tungumál: Króatíska, serbneska, ítalska, slóveneska, ungverska Besti tíminn til að heimsækja landið: Maí til september FR ÉT TA B LA Ð IÐ /B JA R N I H AR Ð AR Flogið er til St. John höfuðborgar Ný- fundnalands. Á slóðir Leifs heppna SUMARFERÐ Í FYRSTA SINN Í BEINU FLUGI TIL NÝFUNDNA- LANDS Í KANADA Í ÁGÚST. Ferðaskrifstofan Hópferðamiðstöðin – Vestfjarðaleið hefur á hverju hausti efnt til vinsælla ferða til St. Johnís höfuðborgar Nýfundnalands í Kanada. 11.-19. ágúst í sumar gefst hins vegar í fyrsta sinn tækifæri til að komast þangað í beinu flugi að sumarlagi. Nýfundnaland er eyja litlu stærri en Ísland og nágranni okkar í vestri, en með Labrador á meginlandinu myndar það yngsta og austasta fylki Kanada. Ýmislegt verður í boði fyrir ferðalangana í St. Johns og má þar nefna skipulagða sex daga rútuferð með leiðsögn á víkingaslóðir þar sem verður farið í þjóðgarðinn LíAnse aux Meadows þar sem Leifur heppni er talinn hafa komið þegar hann fann Ameríku árið 1000. Fyrir gönguáhugafólk verður í boði gönguferð í þjóð- garðinum Grose Morne á vestur- strönd Nýfundnalands sem er sann- kallað meistaraverk frá náttúrunnar hendi. Þarna er einnig kjörið að stunda golf, göngur, veiði og kajak- siglingar svo eitthvað sé nefnt. AQUIS handklæði í ferðalagið Í bakpokann, ferðatöskuna, sundið, líkamsræktina ofl. Taka lítið pláss, létt, þurrka vel, þorna fljótt, alltaf mjúk. Dreifing: Daggir s: 462-6640 www.daggir.is Hlí›asmára 15 • Sími 535 2100 Kanarí í haust salan er ha fin 54.950 kr. Netverðdæmi 31. október - 29. nóvember á mann miðað við að 2 fullorðnir ferðist saman í 30 nætur á Veril Playa. Innifalið er flug, gisting, morgunverður, íslensk fararstjórn og flugvallarskattar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.