Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 48
32 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
AXEL STADIUM VIÐ
MIKLUBRAUT
Þarna gæti Snoop lent í alvöru
slag við fjölmiðlastjörnur Ís-
lands, ef hann skyldi droppa
við í hádegis- eða kaffipás-
unni. Mótherjarnir gætu verið
alls konar að getu, en flestir
með Ginobili-takta sem erfitt
væri fyrir Snoop að átta sig á.
Hann mundi skilja í eitt skipti
fyrir öll að hvítir geta víst
stokkið, þótt trúlega gæfu ein-
hverjir bófanum séns í kurt-
eisskyni. Snoop í körfu á Axel
Stadium væri auk þess öllum
opinn enda í alfaraleið við
Miklubraut, gegnt húsakynn-
um Fréttablaðsins.
FELLAHVERFIÐ Í
EFRA-BREIÐHOLTI
Körfuboltavöllur sem stal senunni í
víðfrægum sjónvarpsauglýsingum
þar sem Sveppi sagði Eiði Smára til
syndanna í fótboltaþjálfun, þótt völl-
urinn sé alls ekki hugsaður fyrir fót-
bolta. Er klárt mál að umhverfið spil-
aði stærsta hlutverkið enda forkunn-
arfagrar byggingar í bakgrunni;
stærsta blokk landsins, staðsett í miðju
gettóinu, eins og fáfróðir og gárungar
kalla Fellin. Snoop mundi vafalaust una
sér best á þessum velli og finna til sam-
kenndar með hvetjandi Breiðhyltingum
ofan af svölum og í grasinu við völlinn,
þegar hann atti kappi við breiðhyltska
rappara. Þarna ætti Snoop heima, væri
hann Íslendingur. Þarna færi hann í allar
sínar körfur.
FORSETI GETTÓHVERFA HEIMSINS
Bófarapparinn Snoop Dogg er á lei›inni til Íslands. fiessi fyrrum tukthúsme›limur hefur fengist vi› ‡mis-
legt misjafnt, me›al annars klámmyndager›, eiturlyfjasölu og manndráp í sjálfsvörn. Hann er fluggáfa›ur og
flótti einkar efnilegur í körfubolta á námsárunum. Körfuna notar hann enn til a› slaka á og leika sér, oftar
en ekki í gettóum heimsins. Fréttabla›i› fann tilvalda körfuboltavelli fyrir Snoop til a› skjóta á í júlí.
LAUGARDALURINN
Einn af fáum körfuboltavöll-
um sem býður upp á að
hækka verulega í bílgræj-
unum því auðvelt er að
koma gettóbílum að völlun-
um sem standa við hlið
gervigrassins í Laugardal,
í litlu nágrenni við stygga
íbúa sem skilja ekki að
gott er að hlusta á rapp
með körfunni og finnst
það raska heimilisfriðn-
um. Vellirnir hafa verið
sívinsælir hjá ungum
sem öldnum körfu-
boltamönnum undan-
farin ár, og oftar en
ekki uppteknir
seinnipart dags og
langt fram á kvöld.
Þarna er alltaf hægt
að finna einhvern
til að spila við,
hvort sem er einn
gegn einum, eða
fleiri.
Hann kallar sig Doggfather; Pres-ident of the United Ghettos of theWorld. Var meira en efnilegur í
körfubolta á námsárunum og ekki síður flink-
ur á bókina. Síðhærður með þung augnlok eins
og hundurinn Snoopy í Smáfólkinu, þegar hann
ólst upp í gettóinu á Long Beach í Kaliforníu, og
fékk þaðan viðurnefnið Snoop Dogg af foreldr-
um sínum.
Eins og títt er um gettóhverfi búa þar öreig-
ar og undirmenn í meirihluta. Snoop sleit
bernskuskónum á vettvangi glæpagengja og var
einn þeirra óknyttadrengja sem lærðu af slæm-
um fyrirmyndum og fóru fljótt út af rétta spor-
inu. Ungur varð hann meðlimur í hinni illræmdu
Long Beach Insane Crips-klíku og byrjaði að selja
eiturlyf á milli þess sem hann skemmti sér við
bófarapp með góðvini sínum Warren Griffin,
sem seinna varð frægur sem rapparinn Warren
G.
Laganna verðir gómuðu Snoop Dogg
snemma við eiturlyfjasöluna. Strax eftir
menntaskólann fékk hann sinn fyrsta fang-
elsisdóm og næstu þrjú árin var hann inn
og út úr fangelsum fyrir fíkniefnasölu.
Í fangelsinu gerði hann upp hug sinn
og ákvað að hafna glæpalífinu eftir
að samfangar hans sannfærðu
Snoop um ótvíræða hæfileika
á tónlistarsviðinu.
Snoop leitaði til
Warrens G. sem fékk bróður sinn Dr.
Dre, kallaður guðfaðir rappsins, til þess að
hlusta á tónlist þá sem Snoop Dogg hafði
fram að færa. Sá féll í stafi af hrifingu og
fékk Snoop til þess að flytja lag á plötu sinni
The Cronic 1992, en sú plata er enn ein mest
selda rappplata sögunnar. Fljótlega fór stjarna
Snoop Dogg að rísa hratt og fyrsta sólóplatan,
Doggystyle, kom út 1994, sama ár var Snoop kos-
inn „besti rapparinn“ af lesendum Rolling Stone-
tímaritsins.
Á miðjum vegi velgengninnar var Snoop hand-
tekinn og ákærður fyrir morðið á Philip Wold-
ermariam, eþíópískum innflytjanda úr glæpaklíku
sem skotinn var í bakið 25. ágúst 1993. Philip þessi
hafði mætt fyrir utan hús rapparans og látið
dólgslega þannig að Snoop og lífvörður hans
McKinley Lee eltu hann uppi og skutu í sjálfs-
vörn. Báðir voru sýknaðir af morðákærunni.
Allan frægðartímann hefur Snoop verið
trúr uppruna sínum. Hann er enn bófarappari
númer eitt, upphefur gettóið, venjulegt fólk
og notar skotin sín í körfubolta. Ein af ósk-
um Snoops í heimsókn hans til Íslands er
að komast á körfuboltavöll þar sem
hann getur slakað á og skotið á eins
og eina eða tvær körfur. Frétta-
blaðið fann hentuga körfubolta-
velli fyrir Snoop Dogg í
Reykjavík.
thordis@frettabladid.is
MIKLATÚN
Fáfarinn almenningsgarður
sem lumar á ýmsu og getur
verið upplagður felustaður
fyrir stórstjörnur. Þarna
mundi Snoop ekki skera
sig úr hópnum sem út-
lendingur, því nýbúar
spila oftast á þessum
velli og taka þá með sér
bassastyrkta gettó-
blastera sem dansa með
boltanum upp í körfuna
á milli fagurklipptra
trjáa og litskrúðugra
blóma.