Fréttablaðið - 02.07.2005, Qupperneq 50
2. júlí 2005 LAUGARDAGUR
Orðrómurinn um að Steven Gerr-ard sé á leið frá Liverpool
magnast stöðugt og í gær birti eitt
spænsku dagblaðanna að Rafael
Benitez, stjóri liðsins, hefði fengið
mjög loðin svör
þegar hann spurði
Gerrard hvort hann
ætlaði ekki að vera
áfram hjá Liverpool.
„Við verðum að sjá
til en það er ljóst
að það verður mjög
erfitt að segja nei
við Real,“ á Gerrard að hafa sagt við
Benitez - svar sem var ekki til gleðja
spænska þjálfarann. Ennfremur seg-
ir blaðið að fari svo að Gerrard
ákveði að fara til Spánar muni hann
fá helmingi meira borgað en hjá
Liverpool.
Knattspyrnumaðurinn ScottRamsey hefur gengið frá félags-
skiptum úr Keflavík yfir til nágrann-
anna í Grindavík. Ramsey hefur
ekkert leikið með Keflavík í Lands-
bankadeildinni í sumar og hefur
verið að æfa með liði Grindavíkur
síðustu vikur. Ekki er fyrirhugað að
Ramsey leiki með liðinu á næstunni
en hann gæti orðið klár í slaginn
síðari hluta sumars.
ÚR SPORTINU
> Við furðum okkur ekki á ...
... því að Guðjón Þórðarson hafi gengið frá
samningi við írska leikmanninn Brian
O´Callaghan í gær, þrátt fyrir að hann hafi
sagt fyrir nokkrum dögum að
ekkert væri hæft í þeim orðrómi
að leikmaðurinn væri á leið til
Notts County. Aðferðin er
nákvæmlega sú sama og
forráðamenn Keflavíkur urðu
fyrir barðinu á fyrir fáeinum
vikum. Og af hverju ætti
Guðjón að hætta að nota
aðferð sem líka svona
svínvirkar?
Heyrst hefur ...
... að forráðamenn Keflvíkur sjái sér nú
leik á borði til að koma fram hefndum á
Guðjóni Þórðarsyni. Svo vill til að Brian
O´Callaghan er enn samningsbundin
Keflvíkingum og ef vilji og metnaður er
fyrir hendi gætu forráðamenn Keflavíkur
gert Notts County afskaplega erfitt fyrir í
því að fá félagsskiptin samþykkt...
sport@frettabladid.is
34
> Við hrósum ...
.... liði FH í Landsbankadeild karla með að
vera þriðja liðið í sögunni
til að ná þeim stórkostlega
árangri að vera með fullt
hús stiga að lokinni fyrri
umferð Íslandsmótsins í
knattspyrnu.
fia› er ekki nóg me› a› li› FH sé me› fullt hús stiga a› lokinni fyrri umfer› Landsbankadeildar karla
heldur s‡nir tölfræ›in a› li›i› hefur ekki enn lent undir í fyrstu níu leikjum sumarsins.
FH hefur ekki ennþá lent undir
FÓTBOLTI Það er ekkert launungar-
mál að Íslandsmeistarar FH hafa
verið í algjörum sérflokki það
sem af er Íslandsmótsins á þessu
sumri og stefna hraðbyri að því að
vera titilinn. Liðið er það þriðja í
sögunni til að fara í gegnum fyrri
umferðina án þess að tapa einu
einasta stigi, en áður höfðu Valur
árið 1978 og ÍA árið 1995 náð þeim
árangri.
Það var einmitt árið 1978 sem
Valsmenn náðu besta tölfræðilega
árangri í sögu Íslandsmótsins
þegar liðið vann 17 leiki og gerði
eitt jafntefli í 18 leikjum sumars-
ins. Skagamenn töpuðu einum leik
og gerðu eitt jafntefli í síðari um-
ferð mótsins árið 1995 en enduðu
tímabilið eigi að síður með 16 sig-
urleiki og 49 stig. Ef marka má yf-
irburði FH-liðsins í sumar er
óhætt að fullyrða að liðið eigi fína
möguleika á að jafna, ef ekki bæta
hinn ótrúlega árangur Vals 1978.
Þegar rýnt er enn frekar í töl-
fræði FH-liðsins það sem af er
móti kemur í ljós að liðið hefur
ekki verið undir í eina sekúndu af
þeim 810 mínútum sem liðið hefur
spilað. FH hefur ávallt náð foryst-
unni í leikjum sínum og verið yfir
í alls 470 mínútur, eða 58% leik-
tímans í fyrstu níu leikjunum.
Þess má geta að það eru botnliðin
tvö, Þróttur og ÍBV, sem hafa náð
að halda lengst út gegn FH-ingum
– Þróttur í 69 mínútur og ÍBV í 61
mínútu. Þá hafa FH-ingar aukin-
heldur haft tveggja marka for-
ystu eða meiri í 24,9% leikja sinna
í fyrri umferð.
„Þetta er eitthvað sem við
hugsum ekkert um,“ sagði Tommy
Nielsen, hinn danski varnarmaður
FH, þegar Fréttablaðið bar undir
hann fyrrgreinda tölfræði.
„Við höfum vissulega fengið fá
mörk á okkur og ég held að lykill-
inn að því sé að við leikmennirnir
þekkjum allir okkar hlutverk
mjög vel. Mér finnst við alltaf lík-
legir til að skora og það segir sig
þar með sjálft að ef við höldum
hreinu, þá erum við líklegir til að
vinna,“ segir Tommy.
Hann segir byrjun FH-liðsins í
ár hafa farið fram úr vonum sín-
um en að liðið ætli sér að reyna að
halda dampi í seinni umferðinni.
„Mér finnst við vera með það öfl-
ugt lið miðað við önnur í deildinni
að ef við spilum okkar eðlilega
leik, þá vinnum við. Þannig að ég
tel okkur vel getað farið taplaust í
gegnum tímabilið. En það krefst
gríðarlegrar einbeitingar og verð-
ur mjög erfitt.“ -vig, -ooj
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
29 30 1 2 3 4 5
Laugardagur
JÚLÍ
■ ■ LEIKIR
16.00 ÍBV fær Fylki í heimsókn í
Landsbankadeild karla.
■ ■ SJÓNVARP
10.50 Formúla 1 á RÚV.
13.00 Gullmót í frjálsum íþróttum
á RÚV.
15.50 Bikarkeppnin í sundi á RÚV
17.00 PGA mótið í golfi á Sýn.
17.25 Motorworld á Sýn.
17.54 Toyota-mótaröðin í golfi á
Sýn.
19.00 Spænski fótboltinn á Sýn.
20.40 Hnefaleikar á Sýn.
21.55 Hnefaleikar á Sýn.
23.05 Hnefaleikar á Sýn.
Guðjón Þórðarson, knattspyrnustjóri Notts County:
FÓTBOLTI Þrátt fyrir að hafa dæmt
orðróm þess efnis „þvætting“
fyrir nokkrum dögum, hefur
Guðjón Þórðarson nú fengið
írska varnarmanninn Brian
O’Callaghan til liðs við sig í
þriðja sinn á ferli sínum sem
þjálfari. Í gær skrifaði Írinn
undir eins árs samning hjá Notts
County. O’Callaghan var sem
kunnugt er á mála hjá Keflavík
fyrir skömmu, en ákvað skyndi-
lega að snúa aftur til Bret-
landseyja til að freista þess að
komast að hjá atvinnumannaliði.
O’Callaghan var hinn ánægð-
asti með komuna til Notts
County og fagnaði sérstaklega
tækifærinu til að vinna aftur
með Guðjóni.
„Ég gerði mér grein fyrir því
hvað ég er heppinn að geta leikið
sem atvinnumaður í knattspyrnu
á þessum tíma sem ég lék með
utandeildarliðum og hef því
ákveðið að nýta tækifærið sem
ég hef fengið vel,“ sagði varn-
armaðurinn sem svo sem gerði
engar rósir fyrir Keflavík – lék
einn leik með liðinu þar sem
hann skoraði sjálfsmark.
„Ég hlakka mikið til að vinna
með Guðjóni aftur. Hann er frá-
bær knattspyrnustjóri sem alltaf
nær því besta út úr leikmönnum
sínum. Hann náði því besta fram
í mér þegar ég lék undir hans
stjórn á sínum tíma og ég upp-
skar góðan árangur af því,“
sagði sá írski í viðtali á
heimasíðu félagsins í gær, en
hann á þó enn eftir að fá fé-
lagaskipti sín úr Keflavík
samþykkt. -bb
Allt er flá flrennt er
Tony Pulis, fyrrum knattspyrnustjóri Stoke sem var rekinn
sl. þriðjudag, kveðst ekkert hafa á móti íslenskum leik-
mönnum. Hann segir Þórð Guðjónsson og Tryggva Guð-
mundsson hafa liðið fyrir það að hafa komið til félagsins
fyrir tilstuðlan íslensku stjórnarmanna félagsins, en Pulis
lá undir miklum ámælum í vor fyrir að sjá sér ekki fært
að nota íslensku landsliðsmennina tvo.
„Málið er að ég hafði aldrei séð þá spila og
þekkti ekkert til þeirra. Í liðinu voru fyrir leik-
menn sem ég gjörþekkti og það er ekki sjálf-
sagt að ég spili mönnum sem ég þekki lítið
sem ekkert til,“ sagði Pulis í samtali við
Fréttablaðið í gær og hrekur þannig allar full-
yrðingar um að hann sé á móti íslenskum
leikmönnum. „Það er skrítið þegar fólk
heldur því fram. Fyrsta árið mitt hjá Stoke
var Brynjar Gunnarsson lykilmaður hjá mér
– mjög öflugur miðjumaður. Síðan varð
hann samningslaus og við gátum ekki haldið
honum. Sá leikmaður sem var efst á óskalistanum mín-
um í sumar var til dæmis Heiðar Helguson, en hann
reynist of stór biti fyrir okkur. Þannig að halda því
fram að ég sé ekki hrifinn af íslenskum leikmönnum er
fráleitt,“ segir Pulis.
„Það að stjórnin skuli hafa fengið þá til Stoke en ekki
ég hafði ekkert með það að gera að þeir komust
ekki í liðið. Vandinn var sá að ég þekkti einfaldlega
of lítið til þeirra. En allir þeir íslensku leikmenn
sem ég hef unnið með hjá Stoke hafa verið fram-
úrskarandi félagar sem lögðu ávallt afskaplega
hart að sér. Tryggvi og Þórður eru toppmenn,
einstaklega viðkunnalegir og á milli okkar voru
engin vandamál. Ég kunni afar vel við þá,“ segir
hann.
Ítarlegt viðtal við Tony Pulis, þar sem hann
fjallar meðal annars um samskipti sín við ís-
lensku stjórnarmennina, mun birtast í Frétta-
blaðinu á næstu dögum.
FYRRVERANDI KNATTSPYRNUSTJÓRI STOKE: ÞEKKTI OF LÍTIÐ TIL ÞÓRÐAR OG TRYGGVA
Ég hef ekkert á móti Íslendingum
ÁRANGUR FH Í FYRRI UMFERÐ 2005
MÓTHERJI UNDIR JAFNT YFIR YFIR(+2)
1. Keflavík 0 27 63 1
2. Grindavík 0 33 57 46
3. ÍBV 0 61 29 22
4. KR 0 44 46 0
5. Þróttur 0 69 21 6
6. Valur 0 12 78 0
7. ÍA 0 44 46 45
8. Fylkir 0 8 82 77
9. Fram 0 42 48 5
Alls 0 340 470 202
9 Leikir 0,0% 42,0% 58,0% 24,9%
ÓSTÖÐVANDI Árangur FH-inga í fyrri
umferð Landsbankadeildarinnar hefur
verið með ólíkindum, hvar sem gripið er
niður í tölfræðinni. Það er ekki nóg með
að liðið sé með fullt hús stiga heldur
hefur liðið ekki einu sinni lent undir.
GUÐJÓN ÞÓRÐARSON Hefur
augljóslega mikið álit á Brian
O’Callaghan og vill helst fá
hann í öll sín lið.
Í ÚRSLIT Roger Federer er á leið í þriðja úr-
slitaleik sinn í röð á Wimbledon
firi›ji úrslita-
leikurinn í rö›
TENNIS Roger Federer var ekki í
vandræðum með að tryggja sér
sæti í úrslitaleiknum á þriðja
Wimbledon-mótinu í röð, þegar
hann tók næst stigahæsta tennis-
leikara heims, Lleyton Hewitt í
kennslustund í undanúrslitunum í
gær og sigraði 3-0. Þetta var
fimmta tap Hewitt fyrir Federer í
röð og hann sá aldrei til sólar í
leiknum í gær.
„Ég á ekki orð yfir það hvað
allt gekk vel hjá mér og ég hefði
aldrei geta ímyndað mér að ég
tæki hann í þremur settum. Það er
frábært að vera að fara í þriðja
úrslitaleikinn í röð á Wimbledon
og ég á áreiðanlega eftir að sofa
mjög vel í nótt. Ég vona bara að
sigurganga mín verði ekki stöðv-
uð á sunnudaginn“ sagði Federer
eftir sigurinn í gær, en hann hefur
ekki tapað í úrslitaleik á tuttugu
mótum í röð. „Ég held að engin
sérstök sálfræði sé á bak við
þennan sigur hans,“ sagði Hewitt
fúll eftir tapið. „Hann einfaldlega
lék betur en ég á öllum sviðum
leiksins.“
Federer mun mæta annað
hvort Thomas Johansson eða
Andy Roddick í úrslitaleik móts-
ins á morgun, en undanúrslitaein-
vígi þeirra félaga var frestað
þangað til í dag vegna rigninga.
-bb
Tenniskappinn Roger Federer: