Fréttablaðið - 02.07.2005, Side 51
LAUGARDAGUR 2. júlí 2005 35
Middlesbrough hafnaði í gær til-boði frá Tottenham í enska
miðjumanninn Stuart Downing. Til-
boðið hljóðaði upp á sex milljónir
punda en var hafnað samstundis.
„Hann er ekki til sölu,“ segir Keith
Lamb, talsmaður félagsins, um
Downing, sem skoraði sjö mörk á
síðustu leiktíð fyrir Middlesbrough.
Það verða BandaríkjastúlkurnarLindsay Davenport og Venus
Williams sem leika
til úrslita í kvenna-
flokki á
Wimbledon-mótinu
í Tennis. Davenport
sigraði Amelie
Mauresmo frá
Frakklandi örugg-
lega í undanúrslit-
unum í gær en áður hafði Venus
borið sigurorð af Maríu Sharapovu.
Christian Vieri og félag hans InterMilan komust í gær að sam-
komulagi um að rifta samningi
hans. Vieri lenti upp á kant við Ro-
berto Mancini, stjóra liðsins, í viku-
byrjun og virðist
ágreiningurinn hafa
verið slíkur að ekki
hafi verið hægt að
komast að mála-
miðlun. Vitað er að
fjölmörg lið munu
hafa áhuga á að fá
Vieri í sínar raðir en
sjálfur er hann sagður hafa hug á
því að leika í ensku úrvalsdeildinni á
næsta ári. Tottenham, Liverpool og
jafnvel Chelsea eru öll nefnd sem
líklegir áfangastaðir Vieri í því sam-
hengi.
Íslenska karlalandsliðið í golfibeið lægri hlut fyrir Svíum á Evr-
ópumótinu í golfi sem fram fer á
Hillside-vellinum í Englandi þessa
dagana. Þetta var fyrsti leikur ís-
lenska liðsins í keppninni um 13.-
16. sæti á mótinu en liðið mætir
Finnum í dag í leik um 15. sætið.
ÚR SPORTINU
Lofa Ferguson 100 milljónum
punda næstu fjögur árin
FÓTBOLTI Joel Glazer, stjórnarmað-
ur í Manchester United og sonur
Malcom Glazer, hins nýja eiganda
félagsins, hefur lofað Alex Fergu-
son allt að hundrað milljónum
punda til að styrkja leikmannahóp
liðsins á næstu fjórum árum.
Joel kom fram í viðtali við
sjónvarpsstöð félagsins í gær og
reyndi að biðla til stuðnings-
manna liðsins að gefa sér og fjöl-
skyldu sinni tækifæri til að sanna
sig við stjórnvölinn hjá félaginu,
en stuðningsmennirnir tóku sem
kunnugt er á móti Bandaríkja-
mönnunum með ólátum og morð-
hótunum þegar þeir mættu á Old
Trafford í fyrradag, þar sem
slagorð dagsins var „Deyðu
Glazer, deyðu.“ Máttu lög-
reglumenn hafa sig alla við til að
halda aftur af æstum múgnum og
er ljóst að þeir feðgar voru
beinlínis í lífshættu.
Joel Glazer var mættur til
fundar við forráðamenn liðsins á
Old Trafford í vikunni, þar sem
þeir bræður báru saman bækur
sínar við Bretana og kynntu áætl-
anir sínar og stefnumál, en að því
loknu reyndi hann að stilla til frið-
ar við stuðningsmennina.
„Takmark okkar eigendanna er
nákvæmlega það sama og tak-
mark stuðningsmanna liðsins. Við
viljum vinna titla og bikara rétt
eins og þeir. Það er afar mikil-
vægt í okkar augum að knatt-
spyrnustjóri liðsins fái það sem
hann telur að hann þurfi til að lið-
ið sé samkeppnishæft á öllum víg-
stöðvum og við munum gera allt
sem í okkar valdi stendur til að
stuðla að því.
Fólk er hrætt við að við stofn-
um liðinu í hættu, en ég fullyrði
að við munum ekki verða til þess
að brjóta þá sterku sigurhefð sem
viðgengist hefur hjá þessu frá-
bæra félagi,“ sagði Joel Glazer,
sem fullyrðir að þeir feðgar hafi
lært mikið af mistökum sem þeir
gerðu með lið Tampa Bay
Buccaneers á sínum tíma.
-bb
Nýir eigendur Manchester United ætla sér stóra hluti á næstu árum:
LOFA ÖLLU FÖGRU Malcom Glazer og synir hans á góðri stund með Bobby Charlton, einni
helstu goðsögn í sögu Man.Utd, á Old Trafford. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY IMAGES
RAIKKONEN Það er ekki tekið út með sæld-
inni að verða fyrir vélarbilun í Formúlunni
Dæmdur aftur
um tíu sæti
FORMÚLA Finnski ökuþórinn Kimi
Raikkönen þarf að taka út tíu sæta
refsingu þegar ræst verður til
keppni í franska kappakstrinum á
morgun, eftir að vélin í McLaren-
bíl hans bilaði eftir aðeins örfáa
hringi á æfingu í gær.
Samkvæmt reglum verða
keppendur að ræsa aftar ef þeir
þurfa nýja vél og þetta kemur
Raikkonen afar illa, því hann er í
harðri toppbaráttu í stigakeppni
ökuþóra. Vélarnar hjá félögum
hans í McLaren-liðinu voru þó í
fínu lagi og náði Juan Pablo
Montoya besta tímanum á æfing-
um í gær, en Spánverjinn Fern-
ando Alonso var með þriðja besta
tímann.
Alonso sagði að aðstæður á
brautinni hefðu verið erfiðar sök-
um mikilla vinda. „Bíllinn var
mjög óútreiknanlegur á brautinni
út af vindinum og gerði manni
erfitt um vik að halda jöfnum
akstri,“ sagði sá spænski, sem
hefur enn nokkuð gott forskot í
keppni ökumanna. -bb
Ökuþórinn Kimi Raikkonen: