Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 02.07.2005, Blaðsíða 52
36 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Ég mæli tímann í helg- um. Sumarfrí- ið mitt er ekki þrír mánuðir – það er tólf helgar. Tólf tækifæri til að gera eitt- hvað spes. Virkir dagar eiga það nefnilega til að hlaupa fram hjá manni. Vinna til hálf sex, fara svo í ræktina, snarla eitthvað klukkan níu – og þá er dagurinn horfinn og bara smá brot af kvöldinu eftir, því maður vill jú mæta ferskur í vinn- una daginn eftir. Mánudagur, þriðjudagur, búmm! Helgi. Helgin kubbar niður tímann og kemur í veg fyrir að vikurnar renni saman í eitt stanslaust bla- hhhh. Þó að vinnan sé skemmti- leg, og svo sem ágætt að dunda sér við sjónvarpsgláp á kvöldin, þá er hver virkur dagur öðrum keimlíkur. Ég er sátt ef mér hefur tekist að koma fyrir einum kaffi- húsahittingi og einni bíóferð eftir líkamsræktina í miðri viku. Tíð- indameiri viðburðir eru geymdir til helgarinnar. Þess vegna er al- veg vonlaust að mæla tímann í dögum. Það er ekki merkingar- bært að enn annar sumardagur hafi liðið, en að heil helgi sé búin er stórviðburður. 1/12 af sumrinu er horfinn. Að þessu eina leyti er helgin helg. Hver helgi er því dýrmæt. Ef til vill þarf að taka inn í reikning- inn helgarvaktir í vinnunni, ætt- armót, brúðkaup og aðrar skyldur, sem alltaf þurfa að raðast niður á helgarnar. Og þá er helgardögun- um farið að fækka ískyggilega. Það er ekki skrítið að fólk setjist niður í byrjun sumars og skipu- leggi hverja einustu helgi, alveg fram í september. Enska orðið weekend endur- speglar tímamótin sem falin eru í helginni. Helgin er jú endi vik- unnar, þó að almanakið segi að hún byrji á sunnudegi. Ég legg til að við losum okkur við helgislepj- una og tökum upp orðin vikuendi, eða jafnvel vikendi.Góðan vik- enda, lesendur góðir, og nýtið þið daginn vel. STUÐ MILLI STRÍÐA RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR MÆLIR TÍMANN Í HELGUM Helgi = 1/12 sumarfrísins M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N SCV Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. ***** svalasta mynd arsins ÞÞ FBL Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli ....þetta voru lottótölur dagsins! Tíu, ellefu og TÓLF! Tólf réttir gefa vinning upp á 24 milljónir! ....Og þar sem þeir unnu KR 7-0 í dag hefur FH unnið bikarkeppnina í níunda skipti! Þetta var farið að verða full mikið. (Geisp!) Við sjáumst í hádegis- matnum. Klukkan er korter yfir eitt, drengur! Þetta VAR hádegis- maturinn þinn! JESS!! Verð að fara. Vá, ég veit ekki með þetta....vél- mennahund- ar.....fjarstýringar... Af hverju viljum við öll lifa eins og í slæmri framtíðar- mynd? Mmmm.. Já.Þetta er góð súpa! Gott að heyra, þetta er rjóma- löguð brokk- ólísúpa. Það er ekkert verra en að komast að því að manni finnst eitthvað sem maður hatar gott! Fruss!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.