Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 52

Fréttablaðið - 02.07.2005, Page 52
36 2. júlí 2005 LAUGARDAGUR Ég mæli tímann í helg- um. Sumarfrí- ið mitt er ekki þrír mánuðir – það er tólf helgar. Tólf tækifæri til að gera eitt- hvað spes. Virkir dagar eiga það nefnilega til að hlaupa fram hjá manni. Vinna til hálf sex, fara svo í ræktina, snarla eitthvað klukkan níu – og þá er dagurinn horfinn og bara smá brot af kvöldinu eftir, því maður vill jú mæta ferskur í vinn- una daginn eftir. Mánudagur, þriðjudagur, búmm! Helgi. Helgin kubbar niður tímann og kemur í veg fyrir að vikurnar renni saman í eitt stanslaust bla- hhhh. Þó að vinnan sé skemmti- leg, og svo sem ágætt að dunda sér við sjónvarpsgláp á kvöldin, þá er hver virkur dagur öðrum keimlíkur. Ég er sátt ef mér hefur tekist að koma fyrir einum kaffi- húsahittingi og einni bíóferð eftir líkamsræktina í miðri viku. Tíð- indameiri viðburðir eru geymdir til helgarinnar. Þess vegna er al- veg vonlaust að mæla tímann í dögum. Það er ekki merkingar- bært að enn annar sumardagur hafi liðið, en að heil helgi sé búin er stórviðburður. 1/12 af sumrinu er horfinn. Að þessu eina leyti er helgin helg. Hver helgi er því dýrmæt. Ef til vill þarf að taka inn í reikning- inn helgarvaktir í vinnunni, ætt- armót, brúðkaup og aðrar skyldur, sem alltaf þurfa að raðast niður á helgarnar. Og þá er helgardögun- um farið að fækka ískyggilega. Það er ekki skrítið að fólk setjist niður í byrjun sumars og skipu- leggi hverja einustu helgi, alveg fram í september. Enska orðið weekend endur- speglar tímamótin sem falin eru í helginni. Helgin er jú endi vik- unnar, þó að almanakið segi að hún byrji á sunnudegi. Ég legg til að við losum okkur við helgislepj- una og tökum upp orðin vikuendi, eða jafnvel vikendi.Góðan vik- enda, lesendur góðir, og nýtið þið daginn vel. STUÐ MILLI STRÍÐA RÓSA SIGNÝ GÍSLADÓTTIR MÆLIR TÍMANN Í HELGUM Helgi = 1/12 sumarfrísins M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N SCV Vinningar verða afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið. ***** svalasta mynd arsins ÞÞ FBL Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ GELGJAN ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Jerry Scott & Jim Borgman Eftir Frode Överli ....þetta voru lottótölur dagsins! Tíu, ellefu og TÓLF! Tólf réttir gefa vinning upp á 24 milljónir! ....Og þar sem þeir unnu KR 7-0 í dag hefur FH unnið bikarkeppnina í níunda skipti! Þetta var farið að verða full mikið. (Geisp!) Við sjáumst í hádegis- matnum. Klukkan er korter yfir eitt, drengur! Þetta VAR hádegis- maturinn þinn! JESS!! Verð að fara. Vá, ég veit ekki með þetta....vél- mennahund- ar.....fjarstýringar... Af hverju viljum við öll lifa eins og í slæmri framtíðar- mynd? Mmmm.. Já.Þetta er góð súpa! Gott að heyra, þetta er rjóma- löguð brokk- ólísúpa. Það er ekkert verra en að komast að því að manni finnst eitthvað sem maður hatar gott! Fruss!

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.